Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 17
15
verið. Leggja aðaláhersluna á innbyrðis vöxt og
þroska stjettarinnar. Stilla kröfum um kaup og aðra
kosti svo í hóf, að í stað þess að vekja beina andúð
þeirra sem á móti standa, þá eignumst við ítök í
hugum margra þeirra og höfum þá seinna greiðari
aðgang að samvinnu við þá, ef straumaskifti verða
og aðstaðan breytist okkur í óhag. Þó alt fari vel,
þá er ekki sennilegt að stórum veiðiskipum fjölgi
eins ört hjer eftir eins og undanfarin ár. Nú virðist
kominn skj'iður á fjölgun vjelstjóra, og sennilegt að
það haldist meðan stjettin er sæmilega launuð. En
búast má við, að að því reki fyr eða síðar, eins og í
nágrannalöndunum, að framboðið verði of mikið.
Undirboð í launum og jafnvel atvinnuleysi er afleið-
ingin. Reynir þá fyrst á fjelagslyndið, og kemur
sjer vel að hafa yfir nokkru fjármagni að ráða, því
þeir sem settir verða til hliðar í atvinnukepninni,
verða beint eða óbeint að styðjast við þá sem at-
vinnu hafa. Er það óhjákvæmileg afleiðing af
stjettaskiftingunni og hennar æðsta boðorð. En
stjetta-samtök eru því að eins til þjóðþrifa, að þau
gangi ekki á siðferðilegan rjett annara stjetta eða
flokka, en miði að því að þroska og efla þá sem inn-
an samtakanna standa í einu og öllu. Þetta ættu
fjelagsmenn að gera sjer Ijóst um leið og þeir
heita á starfsbræður sína til fylgis við málefni, sem
tvísýnt er um, en getur haft veruleg áhrif á að-
stöðu stjettarinnar hvemig með er farið. En um-
fram alt má stjóm fjelagsins ekki missa sjónar á
þessu atriði, því við það þarf að miða allar þær ráð-
stafanir, sem mestu máli skifta.