Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Qupperneq 18
16
Við höfum oft verið sammála um, að okkur hafi
verið synjað um það, sem við áttum sanngirnis-
kröfu á. Við höfum flutt kröfuna aftur og fengið
henni þá fullnægt að meira eða minna leyti, og svo
mun enn verða, ef með lipurð og lægni er farið. Þeg-
ar við höfum sanngjarnar kröfur fram að bera, þá
fáum við þeim fullnægt, ef ekki nú. þá seinna. Að
beita aðra vopnum, sem við mundum fordæma þá fyr-
ir að beita okkur, er engin dygð, og eklci samboðin
neinum góðum málstað. I kaupgjaldsmálum yfirleitt
þarf sú hugsun að vera ríkjandi, að „við eigum eftir
að semja oft ennþá, því í þessum efnum er um eins-
konar framtíðarsambúð að ræða“. Og hver vill búa
á heimilinu því, þar sem eldur ófriðarins geisar inn-
an veggja. Stefnumið manna eru sjaldan eins fjar-
læg og menn hyggja. Þeim, sem deila, hættir við að
mikla um of andstöðuna vegna blindrar trúar á eigin
málstað, og ónógrar sjálfsprófunar. Spakmælið gamla
um flísina og bjálkann á oftast við í þessum efnum.
En þess er síður gætt, að rannsaka til hlítar af
hverju mótstaðan er sprottin og hvað sameiginlegt
er í hugum þeirra, sem málunum fylgja frá báðum
hliðum. í þessu gera málafylgjumennirnir sig jafn-
an seka. Er þá skamt til öfganna, úlíuðar og sundr-
ungar, þar sem annars gæti ríkt eining og friður.
Því hefir veríð slegið fram, að okkur væri styrkur
í samvinnu eða bandalagi við verkalýðsfjelögin. Jeg
verð að telja það alveg ósannað mál og, að því er
jeg fæ best sjeð, ekki á gildum rökum reist. Þegar
fjelaginu á sínum tíma var boðin sú þátttaka, var
henni hafnað einróma bæði af fjelagsstjórninni og af