Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 21
19
Eitt af því, sem fjelagið þarf að gjöra í nánustu
framtíð, er það, að viða að sjer sem mestu af fræði-
ritum um þessi efni, bæði íslenskum og erlendum, til
lesturs fyrir fjelagsmenn. Og jafnskjótt og ástæður
leyfa, þarf að efna til útgáfu á riti um vjelfræðileg
efni, sem hefði það hlutverk, að ljetta mönnum að-
gang að innlendum og erlendum fróðleik sem lýtur
að starfinu. Þetta verður kleift eftir nokkur ár, ef
fjelagsmenn eru samhuga og sýna áhugann í verki.
„Blindur er bóklaus maður“, segir máltækið. Þetta
á við í tvöfaldri merkingu um menn, sem búa á sæ-
trjám úti vetur og sumar. Þó að venjulega sje nóg
að starfa og hugsa á sjónum, þá koma þó stundir
við og við hjá flestum, sem verja má til lesturs. En
þá er áríðandi að velja hina rjettu bók. Út í ráðlegg-
ingar í því efni vil jeg ekki fara. En blöð og bækur,
sem færa mönnum fróðleik um skyldustörfin og ef
til vill nýjar aðferðir þar að lútandi, mundu ávalt
lesin með góðum árangri.
Það vill fara svo hjá mörgum, að þeir leggja
skólabækurnar á hilluna um leið og þeir fara frá
prófborðinu, og reglur, sem af þeim voru lærðar og
eru ekki daglega notaðar, gleymast smámsaman. En
lesi menn ný fræðirit um sama efni, rifjast þekking-
in upp, því reglur og bendingar kenslubókanna koma
þar oft fram í nýrri umgerð og fljettaðar inn í efni,
sem manni er, ef til vill, sjerstök forvitni í að lesa. Á
þann hátt helst sambandið best milli skólanámsins
og hins daglega starfs, og með rjettu má segja, að
maður læri á meðan lifir.
Það er nú mikið talað um framsókn og kröfur til
2*