Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 29
Skýrsla
um starfsemi Vjelstjóraf jelags fslands árið 1928.
Árið 1928 voru haldnir aðeins tveir
Fundir. fjelagsfundir. Má segja að það hafi
rjett með naumindum verið hægt.
Fiskiveiðaskipin voru, eins og kunnugt er, í gangi
að heita mátti alt árið, að fáum skipum undantekn-
um. Eini tíminn, sem um var að ræða til fundarhalda
var júlímánuður, en þá voru menn önnum kafnir við
að standsetja vjelarnar, og sum skipin farin til síld-
veiða. Aðsókn að þessum tveimur fundum var þó öllu
minni en búast mátti við eftir atvikum. Fjelags-
stjórnin hjelt 17 fundi á árinu, og ekki allfáir þeirra
stóðu í margar klukkustundir. Þegar þess er einnig
gætt, að allmikið af umstangi því, sem fjelagsstarf-
seminni fylgir, svo sem brjefaskriftir og fleira, fell-
ur einnig á stjórnendur fjelagsins, þá má öllum vera
það ljóst, að þeir eyða miklu af tómstundum sínum
í þarfir fjelagsins. Um árangur starfseminnar fer
vitanlega eftir því, sem aðstaða og málefni liggja til.
Eitt af því, sem tilfinnanlega bagar fj elagsstarfsem-
ina er húsnæðisleysi. Auk þess sem plögg fjelagsins
eru dreifð sitt hjá hverjum af stjórnendunum, svo
að í þau næst ekki oft, þegar á þarf að halda, og er