Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 30
28
mikil hætta á, að þau glatist. Þá er það naumast við-
unandi til lengdar, að þurfa að halda fundi hingað
og þangað, t. d. úti í skipum, eins og oft hefir verið
gert. Finst mjer það naumast fjelaginu samboðið.
Því miður strandar þetta atriði á sama skerinu og
t. d. það að fá fastan launaðan starfsmann, sem þó
væri full þörf, — þ. e. fjeleysi.
Samningnum við E. í. frá 1926 mátti
Samn. við segja upp á síðastliðnu ári, og hefði
E. 1. hann þá fallið úr gildi 31. des. s. 1.
Á samningstímabilinu höfðu ekki
komið fram neinar ákveðnar raddir hlutaðeigenda
um, að þeir væru óánægðir með aðalefni samnings-
ins. Og mín persónulega skoðun var sú, að þar eð
fyrirsjáanlegt var að vísitalan mundi ekki raska
kaupinu neitt verulega næsta ár, væri engin knýj-
andi nauðsyn til þess að segja samningnum upp.
Rjettara þótti þó stjórninni að vera við því búin,
ef Eimskipafjelagið segði upp samningnum og var
því hlutaðeigandi vjelstjórum sent brjef og álits
þeirra leitað.
Eins og stjórnin bjóst við, komu ekki tillögur frá
fjelagsmönnum um neinar verulegar breytingar, enda
þótt allmargir æsktu þess, að samningnum yrði sagt
upp. En þegar plögg fjelagsmanna voru komin í
hendur stjórnarinnar, var orðið um seinan að segja
samningnum upp. Úr því svona fór, tók stjómin það
ráð að skrifa Eimskipafjelaginu eftirfarandi brjef: