Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 31
29
Reykjavík, 23. nóv. 1928.
H.f. Eimskipafjelag Islands, Reykjavík.
Eins og knnnugt er, er tímal)il það bráðum á enda, sem
samið var fyrir árið 1926, og kaupsamningi d. 10. febrúar
það ár, mátti segja upp á þessu ári.
Enda þótt reynslan bafi leitt i ljós, að nokkur atriði
samningsins sjeu ekki sem heppilegust til frambúðar, og
mundu fara betur, vœri þeim breytt lítilsháttar, fanst oss
eigi ástœða til þess, að segja samningnum upp; með því
að aðstæðurnar eru í aðalatriðum svipaðar og fyrir þrem-
ur árum síðan.
Vegna framkominna óska þeirra vjelstjóra, sem starfa
á skipum yðar, viljum vjer þó með brjefi þessu mælast
til, að fá að ræða við yður fyrir áramótin nokkur atriði
í sambandi við gildandi kaupsamning.
þess skal getið, að atriði þessi eru naumast svo veiga-
mikil, að um þau geti orðið skiftar skoðanir, en vjcr telj-
um eigi að síður rjettara að um þau sje rætt af báðum
aðilum, og í tíma komið í veg fyrir þá agnúa, sem óánægju
geta valdið. Vjer væntum yðar heiðraða svars.
Virðingarfylst.
F. h. Vjelstjórafjelags íslands.
Hallgr. Jónsson.
Samdægurs barst mjer eftirfarandi svar frá E. í.:
Reykjavík, 23. nóvember 1928.
Hr. vjelstjóri Hallgr. Jónsson,
form. Vjelstjórafjelags íslands,
Reykjavík.
Vjer höfuð meðtekið heiðrað brjef yðar dags. í dag, og
viljum hjer með láta yður vita, að vjer getum átt tal sam-