Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 32
30
an um þessi atriði samningsins næst er e. s. Goðafoss
kemur liingað til Reykjavíkur í desember þ. á.
Virðingarfylst,
H.f. Eimskipafjelag íslands
Emil Nielsen.
Af sjerstökum ástæðum fórst það fyrir, að jeg
gæti átt tal um þetta við framkvæmdastjóra E. í.
við næstu heimkomu. En nokkru seinna átti jeg
fund, mjög ánægjulegan úti í Kaupmannahöfn, þar
sem mættir voru 10 af vjelstjórunum, sem hjer áttu
hlut að máli, eða fullur helmingur.
Voru þar tekin til umræðu þau atriði, sem félags-
stjórnin hafði orðið ásátt um að fara fram á við
Eimskipafjelagið, auk ýmislegs annars, sem bar á
góma. Höfðu fundarmenn ekkert sjerstakt að at-
huga við þau. Fara þau hjer á eftir:
Samningsatriði við Eimskipafjelag íslands.
1. Að laun vjelstjóranna haldist óbreytt næsta ár (1929).
2. Að vísitalan sje tekin t.il athugunar af báðum aðilum,
í samráði við hagstofuna, og ákveðin til frambúðai'
um næsta áramót.
3. Að eftirfarandi atriði 9. gr. samn.: sem skilyrði fyrir
því o. s. frv...... falli burt.
4. Að vjelstjórar fái ókeypis einkennisbúning hjá fjelag-
inu, eigi óveglegri en annara yfirmanna á skipunum.
Yfirvjelstjóri 1 búning á ári, undirvjelstjórar 1 búning
annað hvort ár.
Að vjelstjórar sjeu fluttir upp regiulega oftir þjónustu
aldri, ef þeir álítast til þess færir.