Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 36
34
tveimur bekkjum, önnur fyrir rafvirkja, en hin fyr-
ir vjelstjóraefni. Reglug’erð var og samin um kenslu,
próf o. fl. Að því loknu var hr. fræðslumálastjóri,
Ásgeir Ásgeirsson, beðinn að flytja frumvarpið í
þinginu. Veitti hann það fúslega. 1 þinginu var frv.
vísað til mentamálanefndar, en þar var það svæft.
Að frv. komst ekki lengra í þinginu, var einkum af
því, að það kom of seint inn. Er nú ekki annað að
gera en að fitja upp aftur næsta ár. Fjekk frv. svo
góðar undirtektir í þinginu, að við höfum mikla von
um að ekki líði á löngu að það verði að lögum, og
að áminst stofnun verði sett á laggirnar.
Gagnvart iðnnemum verkstæðanna hefir nefndin
enn ekki sjeð sjer fært að aðhafast neitt, enda þótt
málið hafi oft verið á dagsikrá. Nefndin er þó yfir-
leitt þeirrar skoðunar, að orsökin til þess, að drengj-
um er, framan af námstímanum, ekki fengin nein
sjálfstæð vinna, sje sú, að þeir hefji námið of ungir,
að þeir sjeu að jafnaði lítt þroskaðir, bæði andlega
og líkamlega. Undantekningar eru þó frá þessu. Það
liggur því næst að álíta, að 3 ár sje of stuttur. nárns-
tími fyrir pilta, sem byrja vjelsmíðanám innan við
18 ára aldur.
í máli þeirra Gísla Jónssonar og
Gerðardómur. Guðm. Guðlaugssonar var kveðinn
upp dómur síðari hluta ársins. Verð-
ur hann birtur í ársritinu.
Fyrir atbeina nókkurra manna í fje-
Skemtanir. laginu, einkum hr. G. J. Fossberg,
var efnt til skemtiferðar fyrir börn
fjelagsmanna. Var farið í berjamó upp í sveit. —-