Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 38
36
trjesskemtun í vetur. Kemur hvorttveggja til út-
borgunar í ár.
Kr. 1235,00 hefir verið varið til barnauppeldis,
þar af 1000,00 úr styrktarsjóði. Úr fjelagssjóði
voru gefnar ikr. 500,00 til ekkju Skúla heit. Einars-
sonar. Því miður jukust skuldir fjelagsmanna við
sjóðina um 1613 kr. og voru við áramótin kr. 9940,89.
Auk þess töpuðust við brottrekstur á árinu kr.
575,00. Þetta er mjög alvarlegt og viðsjárvert at-
riði og mun jeg taka það til athugunar á öðrum
stað.
Það sem fjelagsmönnum mun vera mest forvitni
á að kynnast er fjárhagur húsbyggingar styrktar-
sjóðsins. Reikningur sá, sem lagður verður fram á
þessum fundi er yfir þann tíma, sem húsið hefir verið
rekið og sýnir tekjur og gjöld þann tíma. Hefir af
ýmsum ástæðum ekki verið hægt að sýna reiknings-
sikil fyr. Má telja að rekstur hússins sje nú kominn
á góðan rekspöl. Hefir umsjón og rekstur hússins
nú verið falin 3 mönnum, þeim Júlíusi Ólafssyni,
Sigurjóni Kristjánssyni og G. J. Fossberg. Tel jeg
hiklaust, að það sje í góðum höndum.
Kaupsamningum við það fjelag frá
Samningur 1926 mátti segja upp á árinu sem
við F. í. B. leið, og var það gert. Fjell samn-
ingurinn úr gildi 31. des. s. 1.
Á almennum fjelagsfundi, sem haldinn var í fyrra-
sumar eingöngu um það mál, var kosin nefnd til
þess að fara með þá samninga. Hlutu sæti í nefnd-
inni þeir Magnús Guðbjartsson, Sigurjón Kristjáns-
son og Einar S. Jóhannesson.