Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 39
37
Fyrir aðalfund í fyrra sendi fjelagsstjórnin öllum
togaravjelstjórum brjef, þar sem óskað var eftir
áliti þeirra, um kaupsamninginn og umsögn um það,
hvort þeir vildu segja samningnum upp. Komu inn
margar tillögur um málið, og fjekk samningsnefnd-
in þær til hliðsjónar við störf sín.
Samdi nefndin uppkast að nýjum kaupsamningi
með hliðsjón af tillögum hlutaðeigandi vjelstjóra,
svo og eldri samningum.
í sambandi við fjelagsstjórnina var gerð sú ráð-
stöfun, að formaður nefndarinnar tæki sjer frí í
desember til þess að vera til taks, ef færi gæfist
til að semja.
Fór nefndin síðan á fund útgerðarmanna og bar
fram tillögur sínar. Fólu þær í sjer nokkra hækk-
un, bæði á fasta ikaupinu og prósentugreiðslu. Auk
þess var farið fram á vátryggingu, kr. 10,000 o. fl.
Tóku útgerðarmenn tillögunum dauflega og vanst
ekkert á.
Undir áramótin var enginn árangur orðinn af
samningsumleitunum nefndarinnar.
Rjett fyrir áramótin var F. í. B. skrifað brjef
þess efnis, að vjelstjórar mundu ófúsir að lögskrást
á skipin eftir áramót upp á væntanlega samninga.
Var brjefið svohljóðandi:
Reykjavík, 21. desember 1928.
Á sameiginlegum fundi stjórnar Vjelstjórafjelags íslands
og samninganefndar fjelagsins, sem haldinn var í dag,
Var í einu hijóöi samþykt eftirfarandi
tillaga:
„það er ákveðinn vilji fjelagsins, að verði ekki sam-
L