Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 40
38
komulag komið á milli V. S. F. í. og F. í. B. fyrir 1. janú-
ar 1929, að Vjelstjórafjelag íslands ákveði þá fastan
taxta fyrir meðlimi sina, en sigli ekki fyrir væntanlega
samninga“.
þessi ákvörðun tilkynnist yður hjer með.
Virðingarfylst
Fyrir hönd stjórnar Vjelstjórafjelags íslands
og samninganefndar.
(Undirskrift).
Til stjórnar Fjelags fslenskra hotnvörpuskipaeigenda,
Reykjavík.
Við brjefinu barst nefndinni eftirfarandi svar:
Reykjávík, 3. jan. 1929.
Hjermeð tilkynnist yður, út af samningsuppkasti því,
er þjer hafið lagt fram fyrir samninganefnd fjelags vors,
að fjelagið hefir á fundi nýverið samþykt að hjóða fjelagi
yðar til samninga, endurnýjaðan samskonar samning og
gilti síðastliðið ár milli fjelaganna, til næstu þriggja ára,
sem breytist eftir sömu reglum og umgetur i samningum
frá 1925.
])ó mun fjelagið ganga inn á hækkun á launum vjel-
stjóra, sem vinna við skip á öðrum tímum en þau stunda
veiðar, eftir nánara samkomulagi milli samninganefnd-
anna.
Virðingarfyllst.
F. h. Samninganefndar Fjel. ísj. hotnvörpuskipaeiganda
Páll Ólafsson.
Til Samninganefndar Vjelstjórafjelags Islands.
Eins og kunnugt er,hófu hásetar og kyndarar verk-