Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 42
40
stjórninni ættum tal við útgerðarmenn. Var það
sama daginn, sem jeg fór úr bænum. Árangurinn af
þeim fundi varð uppkast að nýjum kaupsamningi,
sem lagt var fyrir stjórnarfund þá um kvöldið en
felt þar, og einnig á fjelagsfundi nokkuð seinna.
Fór nú nefndin á stúfuna af nýju og átti fundi
með útgérðarmönnum, en samkomuiag náðist ekki.
Endirinn á öllu þessu þrefi varð sá, eins og ykkur
er kunnugt, að fjelagsfundur samþykti tillögu um
það, að vjelstjórar mættu ráða sig eftir eigin geð-
þótta, en þó ekki fara í skiprúm fjelaga sinna, ef
þeir hefðu farið úr því vegna kaupdeilunnar.
Hallgr. Jónsson.
Tilkynningar.
Kaupsamningi vorum við h. f. Eimskipafjelag Is-
lands hefir verið sagt upp samkv. ályktun síðasta
aðalfundar.
Þeir vjelstjórar sem hjer eiga hlut að máli og
vildu koma með tillögur um breytingar á samningn-
um, eru beðnir að snúa sjer til formanns fjelagsins
sem fyrst. Stjórnin.
Þeir togaravjelstjórar, sem enn ekki hafa sent
skýrslu um starfstíma sinn á togurum F. I. B. eru
beðnir að gera það sem fyrst. Stjórnin.