Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 57
55
er ójafnt aðhafst, því allir eiga samkvæmt lögunum
að hafa jafnan rjett til arðsins ef einhver er, og
þeir hafa hans þörf.
Ein meginhugsjón fjelagsins er það að geta, þegar
fram líða stundir, hlaupið undir bagga með þeim
fjelagsmönnum, sem fyrir óhöppum verða, og að-
stoðar þurfa. Þið heiðruðu fjelagar, sem eigið ið-
gjöld ykkar ógreidd! Viljið þið ekki vera með að
aura saman í styrktarsjóðinns? Finst ykkur mál-
efnið ekki þess vert?
Síðastliðið ár var t. d. besta kaupgjaldsár fisiki-
flotans, sem komið hefir, og um vinnuskort var
naumast að ræða hvorki þar nje annarsstaðar, en
þó aukast skuldirnar við styrktarsjóðinn um full sjö
hundruð króna á einu ári. Hverju sætir þetta? Og
enn eitt. Getið þið vænst þess, að fjelagið vinni stór-
sigra í skjóli samtaka, þar sem fórnarlundin er.ekki
víðfeðmari en hjer ber raun vitni um. Og er ekki
stjórnendum fjelagsins vorkunn, þó þeir sjeu hik-
andi við að byggja sigurvonir fjelagsins í stórmál-
um einungis á samtökum svona ósamtaka liðs.
Reikningarnir frá árinu sem leið, sýna að skuld-
ir meðlimanna við styrktarsjóðinn hafa aukist um
kr. 705,14 kr. á því ári, og við fjelagssjóðinn um
908 kr. Samtals voru skuldirnar í fyrra kr. 8327,75,
en nú við síðustu áramót kr. 9940,89 — níu þús-
und níu hundruð og fjörutíu krónur og áttatíu og
níu aurar —. Þetta er mjög svo ömurleg útkoma.
Og auk þessa hafa tapast á árinu 575 kr. við brott-
rekstur tveggja skuldugra fjelagsmanna. Það er þó
langt frá, að jeg vilji áfellast gjaldkerann okkar fyr-