Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 59
57
Jeg fæ heldur ekiki sjeð, að neinar gildar ástæð-
ur sjeu fyrir hendi, eins og tekið er fram í 7. gr.
fjelagslaganna, til þess að líða menn um iðgjaldið
ár eftir ár. Og endirinn verður sá, þegar skuldin er
orðin svo mikil, að þeir treysta sjer ekki til þess að
greiða hana, að þá hröklast þeir úr fjelaginu og eiga
ekki í það afturkvæmt, því skuldin verður áfram-
haldandi þröskuldur á veginum. Við erum sannar-
lega komnir inn á villigötur í þessu máli, því einmitt
hjer eru hreinar línur nauðsynlegar. Jeg hefi oftlega
bent á það áður, að þeir menn, sem skulda nokkuð
að ráði, ikoma alls ekki á fund, þó staddir sjeu í bæn-
um. Þeir kunna ekki við að láta benda á sig á fundi
sem vanskilamenn, og er það vorkunnarmál. En
sannar einmitt hvað þessi braut, sem við erum
komnir inn á, er háskaleg.
Það má að vísu búast við nokikurri blóðtöku, verði
sú ákvörðun tekin, að fært skuli út úr þessari marg-
gröfnu meinsemd í okkar fjelagsskap, hjá því verð-
ur ekki komist. En hvað um það. Vanskilin eru rotn-
un í fjelagssikapnum, sem þarf að skera burt, og fyr
en það er gert, getum við ekki gengið óhaltir og
óhikað að þeim vanda og velferðamálum, sem fje-
lagsins bíða.
Verði nú tekin upp sú regla, að strika menn tafar-
laust út úr bókum fjelagsins, ef þeir hafa ekki sýnt
full skil fyrir 1. oktober, má búast við því að ein-
stöku maður, af vangá, verði of seinn með iðgjaldið
og þar af leiðandi strikaður út. En þá verður þrösk-
uldurinn aldrei hærri peningalega, en eitt árstillag,
°g sjái viðkomandi maður sig um hönd, þá ætti