Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 61
Styrktarsjóðn r
fyrir vjelstjórana á togaraflotanum.
Eins og sjá má af skýrslu fjelagstjórnarinnar fyr-
ir árið 1923, varð samkomulag um það milli „Fjelags
íslenskra botnvörpuskipaeigenda“ og Vjelstjórafje-
lagsins, að F. í. B. stofnaði styrktarsjóð fyrir vjel-
stjóra þá, sem á skipum þess störfuðu. Var sam-
þykt um það bókuð á stjórnarfundi í F. í. B. í nóv.
1923, og Vjelstjórafjelaginu tilkynt það brjeflega
nokkru seinna. Var og ákveðið, að F. í. B. greiddi
150 kr. fyrir hvem vjelstjóra næsta ár.
Nefndarmenn, sem til þess voru kjörnir af báðum
fjelögunum, sömdu reglugerð fyrir sjóðinn, og var
hún samþykt á aðalfundi V. S. F. í. 1924. En ekki
náði hún samþykki F. í. B. og varð ekkert frekar
úr framkvæmdum af hálfu útgerðarmanna að því
sinni. Mætti sjóðshugmyndin mikilli mótspyrnu með-
al fjelaga í F. í. B., enda þótt fjelagsstjórn þesa,
eins og hún var skipuð 1923 væri henni hlynt. Ekk-
ert var greitt í sjóðinn og alt drógst á langinn.
Við kaupsamninga 1925—26 var lögð mikil áhersla
á, að fá stjórn F. I. B. til þess að taka fullnaðar-
ákvörðun um að koma sjóðnum á laggirnar, og
fjekkst jafnvel loforð um það hjá samninganefnd,