Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 62
60
en úr framkvæmdum varð þó eigi að heldur. Á síð-
astliðnu hausti þegar samningatímabilið var að lok-
um komið, var styrktarsjóðsmálið tekið upp að
nýju. Hafði sú samþykt verið gerð áður innan
stjórnar V. S. F. í. að lýst skyldi yfir því við stjórn
F. f. B. að við værum með öllu ófúsir á að taka upp
samninga um launin, fyrr en búið væri að koma
styrktarsjóðnum í fast horf á viðunandi hátt. Með
öðrum orðum, að staðið væri við gefið loforð frá
1923.
Komst nú skriður á rnálið. Átti nefnd Vjelstjóra-
fjelagsins nokkra fundi með stjórn F. f. B. Varð sam-
komulag um að breyta reglugerðinni nokkuð. Bauð
F. í. B. að greiða stofngjald, kr. 600,00, af hverju
S'kipi, svo sem iðgjald fyrir liðnu árin, og framvegis
árlega 100 kr. á mann, en þó hæst 200 kr. á skip á
ári, sbr. reglugerðina. Þótti nefnd V. S. F. í. þetta
eftir atvikum sæmilegt boð, og gekk að því fyrir
fjelagsins hönd. Var reglugerðin samþykt og undir-
skrifuð af fulltrúum beggja fjelaganna þ. 22. nóv.
1928.
Jeg býst við að fjelagsmenn yfir höfuð geri sjer
ekki grein fyrir hve mikilsvarðandi mál er hjer til
lykta leitt. Ekki einungis fyrir vjelstjórastjettina,
heldur og fyrir útveginn. Því fleiri atriði, sem miða
að því að bæta og gera atvinnuna aðgengilegri;
þess meiri líkur eru til að betra úrval manna taki
upp þá atvinnu. Þetta eru sannindi á reynslu bygð,
sem hjer munu koma í ljós eins og annarsstaðar,
þegar fram líða stundir.
Stofnfjeð, á seytjánda þús. kr., er nú að mestu inn-