Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 63
61
borgað. í bráðabirgðastjóm voru af fjelagsstjórninni
kosnir þeir Hallgr. Jónsson og Sigurjón Kristjáns-
son.
Hjeldu þeir í vor fund með fulltrúum útgerðar-
manna og ræddu framtíðarfyrirkomulag sjóðsins.
Varð á þeim fundi samkomulag um að fara þess á
leit við hr. lögfr. Tómas Jónsson að taka sæti í sjóðs-
stjórninni sem oddamaður og formaður samkvæmt
reglugerðinni. Varð hann góðfúslega við þeim til-
mælum. Ennfremur var tekin ákvörðun um að V. S.
F. í. tæki að sjer að skrifa öllum þeim, sem verða
mundu sjóðfjelagar, og óska eftir skýrslu frá þeim,
um starfstíma hjá F. í. B., sem nefndin gæti svo
unnið úr við samningu fjelagaskrár.
Er áríðandi að fjelagsmenn láti ekki hjá líða að
senda eyðublöð þau, sem þeir hafa móttekið, útfylt-
um með áminstum upplýsingum, til stjórnar V. S.
F. í., svo að innköllun og bókfærsla styrktarsjóðs-
ins geti sem fyrst komist í fastar skorður.
Hallgr. Jónsson.
Reglugjörð
fyrir styrktarsjóð vjelstjóra sem starfa á skipum
„Fjelags íslenskra botnvörpuskipaeigenda“.
1. gr.
Ilinn 1. nóv. 1928 stofna botnvörpuskipaeigendur
þeir, sem meðlimir eru í „Fjelagi íslenskra botn-
vörpuskipaeigenda“ (skammstafað F. í. B.) st.vrktar-
sjóð fyrir þá vjelstjóra, sem eru á skipum þeirra,
og meðlimir eru í Vjelstjórafjelagi íslands.