Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 64
62
2. gr.
Stofnfje sjóðsins er tillag frá hverju skipi, sem
nú er í F. í. B. og ákveðst það 600 krónur, sem
greiða ber við stofnun sjóðsins.
3. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja eftir megni þurf-
andi sjóðfjelaga og skyldulið þeirra, á þann hátt er
sjóðstjórnin telur nauðsynlegt og rjettmætt, og
reglugjörð þessi mælir fyrir um.
4. gr.
Fyrir áiáð 1929 og þar til sjóðurinn er orðinn 100
þúsund krónur skulu tillög til sjóðsins vera 100 krón-
ur á hvern sjóðfjelaga árlega; er greiðist í janúar
ár hvert. Þegar sjóðurinn er orðinn 100 þúsund
krónur komi ný reglugerð fyrir sjóðinn.
Tillag eins skips getur aldrei orðið meira árlega
en fyrir tvo menn, eða samtals 200 krónur.
5. gr.
Sjerhver meðlimui Vjelstjórafjelags íslands, sem
starfað hefir eða starfar sem vjelstjóri hjá F. í. B.
á stofndegi sjóðsins eða síðar, verður sjóðfjelagi með
takmöikum þeim, sem reglugjörð þessi ákveður.
6. gr.
Aldur sjóðfjelaga telst frá þeim degi, er hann hóf
starfsemi sína á skipi F. í. B. Ilafi það skeð áður en
sjóðurinn var stofnaður reiknast hann eins og sjóð-
urinn hafi þá verið til. Glati sjóðfjelagi rjetti sínum,