Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 65
63
telst aldur hans einungis frá þeim degi, sem hann
öðlaðist hann á ný.
7. gr.
Enginn getur verið sjóðfjelagi lengur en hann er á
skipi F. í. B. nema hann láti af störfum samkvæmt 8.
gr. reglugjörðar þessarar. Enginn getur verið sjóðfje-
lagi nema hann sje meðlimur í Vjelstjórafjel. íslands.
8. gr.
Sjóðfjelagi glatar eigi rjetti sínum til styrks úr
sjóðnum, þótt hann láti af störfum sakir vanheilsu,
honum sje sagt upp starfi sínu án saka, að dómi
sjóðstjórnar, eða það sje niðurlagt vegna skipstapa,
eigendaskifta, eða því um líkt. Eigi tapar hann held-
ur rjetti sínum, þótt hann hverfi frá starfi um
stundarsakir.
9. gr.
Styrkbærir eru allir, sem verið hafa sjóðfjelagar í
tíu ár samfleytt eða lengur, ekkjur þeirra og börn,
sem vera kunna á framfæri þeirra, með takmörkum
þeim sem reglugjörðin ákveður.
10. gr.
Ekkjur sjóðfjelaga glata rjetti sínum, ef þær gift-
ast aftur, og börn hans eru ekki styrkbær lengur en
til 16 ára aldurs, nema sjúkleiki hamli þeim að afla
sjer lífsviðurværis. Foreldrar eru því aðeins styrk-
bær að þurfandi sjeu.
11. gr.
Stjórn sjóðsins skipa 5 menn. Kýs F. í. B. tvo og