Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 66
64
Vjelstjórafj elag fslands tvo. Skulu stjórnendur kosn-
ir á aðalfundi hvors fjelags, til tveggja ára í senn.
Gengur annar stjórnandi hvors fjelags úr á ári
hverju, en heimilt skal að endurkjósa þá. Koma hinir
kjörnu stjórnendur sjer saman um oddamann, til
þriggja ára í senn, en náist ekki samkomulag um
hann, skipast hann af dómstjóra hæstarjettar. Odda-
maðurinn er sjálfkjörinn formaður stjórnarinnar.
Að öðru leyti skiftir stjórnin með sjer verkum. Vara-
menn skulu kosnir jafnmargir og á sama hátt og
aðalmenn.
12. gr.
Auk stjórnarinnar kýs hvort fjelag fyrir sig einn
endurskoðanda til tveggja ára í senn. Skulu þeir
endurskoða reikninga sjóðsins árlega, semja við þá
athugasemdir, ef ástæða þykir til, og senda þær til
fjelaganna. Skal þeim heimill aðgangur að öllum
skjölum sjóðsins, hvenær sem þeir æskja þess, og
skal stjárninni skylt að svara öllu því, er þeir krefj-
ast að vita viðvíkjandi sjóðnum.
13. gr.
Stjórn sjóðsins annast öll þau mál, sem sjóðinn
snerta. Hún sjer um að innkalla iðgjöld, og ávaxtar
sjóðinn á sem bestan og tryggastan hátt, hún ann-
ast bókhald og semur skrá yfir alla sjóðfjelaga og
gætir að fullu rjettar þeirra í hvívetna, hún veitir
styrk úr sjóðnum samkvæmt reglugjörð þessari og
þeim ástæðum sem fyrir liggja. Verður dómi hennaf
ekki áfrýjað. Fulltrúar fjelaganna vinna endur-
gjaldslaust en oddamaður gegn þóknun, er greiðist