Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 67
65
af sjóðnum, sem og allur annar nauðsynlegur kostn-
aður við rekstur hans. Skal stjórnin gæta þess, að
hann sje jafnan svo lítill sem unt er. Sjóðsstjórnin
ber fulla ábyrgð á sjóðnum gagnvart fjelögunum.
14. gr.
Formönnum beggja fjelaganna skal heimilt að
sitja stjórnarfundi, þótt þeir sjeu eigi kjörnir í
stjórn sjóðsins. Skulu þeir hafa málfrelsi og tillögu-
rjett um öll mál, er sjóðinn snerta, en eigi atkvæðis-
rjett. Þeirn skal heimill aðgangur að öllum skjölum
sjóðsins á sama hátt og endursikoðendum.
15. gr.
Formaður stjórnarinnar kallar saman fund, er hon-
um þykir þörf á, eða hann hefir fengið um það
beiðni frá meðstjónrendum. Stjórnar hann fundum,
meðferð mála og atkvæðagreiðslu. Allar fundai'-
gjörðir skulu skiáðar í þar til gjörða bók og undir
ritaðar af öllum fundarmönnum.
16. gr.
Fundur er lögmætur ef mættur er einn fulltrúi frá
hverju fjelagi, auk fonnanns. Ef tala mættra full-
trúa fjelaganna er ójöfn, getur minni hlutinn kraf-
ist frests á fullnaðarákvörðun mála, þar til hægt er
að ná saman fundi með jafnri fulltrúatölu.
17. gr.
Þegai- sjóðurinn er orðinn kr. 25000.00 tuttugu og
fimm þúsund krónur, má verja vöxtum hans til
5