Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 73
71
vera varkár með að láta þær í ljósi, ef þær á ein-
hvern hátt geta skaðað eða sett hina einstöku með-
limi þess í vanda (Sjá 2. gr. fjelagslaganna). Þar eð
samtal hr. G. G. við framkvæmdarstjóra H/F „Otur“
um vjelstjóraskírteini hr. G. G. brýtur í bága við
ofani’itað, verður nefndin að lýsa vanþóknun sinni
á því.
L j ó s v j e 1 i n.
2. atr. Að fengnum upplýsingum um ástand vjel-
arinnar, og með hliðsjón af aðstöðu vjelstjórans,
verðum vjer að ályikta að G. J. hafi haft G. G. fyrir
rangri sök í þessu atriði.
F o r k e t i 11 i n n.
3. atr. Vjer Htum svo á, að forketillinn hefði ekki
getað sprungið, af öryggislokinn hefði verið í lagi,
hafi forketill og öryggisloki verið rjett smíðaðir og
rjett settir saman. Staðhæfing G. G. um að öryggis-
lokinn hafi verið í lagi, verður því að teljast vafasöm.
Pípubilu.nin.
4. atr. Teljum það ofmikið úrræðaleysi vjelstjór-
ans að geta ekki stöðvað lekann í katlinum til bráða-
byrgðar.
Ábætisvatnið.
5. atr. Þótt vjer verðum að telja það vítavert að
ábætisvatninu var dælt útbyrðis, er ekki sannað að
1. vjelstjóri hafi átt sök á því, en samkvæmt um
sögn skipstjóra, er það upplýst, að það var sam-
komulagsatriði milli hans og 1. vjelstjóra, þar eð
veður var óhagstætt til veiða, að sigla skipinu í höfn.