Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Síða 78
76
krónur — og árstillag kr. 35,00 — þrjátíu og fimm
krónur. Greiðast gjöld fjelagsins í fyrsta sinn við
inntöku, og síðan 1. jan. ár hvert.
Hafi fjelagsmaðui' ekki greitt árstillag sitt 6 mán-
uðum eftir að það er fallið í gjaldaaga, skal stjórn-
in gjöra honum aðvart brjeflega. Hafi hann samt sem
áður eigi greitt tillagið fyrir 1. október það ár, skoð-
ast hann ekki lengur sem meðlimur fjelagsins. Þó
skal stjórninni heimilt að veita undanþágu frá
ákvæðum þessarar greinar, ef gildar ástæður eiu
fyrir hendi.
Sje meðlimur brottrækur ger vegna skulda, þá á
hann eigi afturkvæmt í fjelagið, néma hann greiði
skuld sína að fullu, og skoðast hann þá sem nýr með-
limur fjelagsins. Aðalfundur hefir þó vald til að
breyta þessu ef sjerstök ástæða er fyrir hendi.
8. gr.
Stjórnin skal skipuð 7 mönnum, formanni og vara-
formanni, ritara og vararitara, fjehirði og varafje-
hirði svo og einum meðstjórnanda. — Kjörtímabil
stjórnarinnar er 3 ár. Skulu tveir þeirra kosnir ár-
lega, en þrír þá formann skal kjósa, endurkosning
getur átt sjer stað. Gangi maður úr stjórn áður en
kjörtímabil hans er á enda, skal kjósa í hans stað
til þess tíma er hann að lögum átti að víkja úr
stjórninni.
9. gr.
Stjórnarkosning fer fram á aðalfundi ár hvert.
Skal hver mættur meðlimur rita nöfn þeirra manna,
sem hann æskir að kjósa, á þar til gerðan seðil oS