Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 79
77
leggja hann fram á fundinum. Fjarverandi meðlim-
ir hafa og rjett til að senda aðalfundi kjörseðla á
sama hátt, er svo skulu opnaðir á fundinum. Þeir
menn sem mest atkvæðamagn fá á þennan hátt, eru
rjett kjörnir.
Nokkru fyrir hvern aðalfund, ber stjórninni að
senda út kjörseðla til allra meðlima fjelagsins. Skal
þeim fylgla miði með árituðum nöfnum þeirra, sem
úr stjórninni eiga að ganga, og öðrum upplýsingum
er þurfa þykir kjósendum til leiðbeiningar. Stjórnar-
kosning skal vera leynileg.
10. gr.
Tveir endui’skoðendur skulu kosnir á aðalfundi
hverjum til eins árs í senn. Fer kosning þeirra fram
á sama hátt og stjórnarkosning.
11. gr.
Aðalfundur skal haldinn 1. júlí ár hvert, að svo
miklu leyti sem því verður komið við og skal þá
kosið i stjórn fjelagsins og annað er lög þessi bjóða.
Á aðalfundi skulu lagðar fram skýrslur um störf,
fjárhag og meðlimafjölda fjelagsins með þeim at-
hugasemdum, er endurskoðendur kunna að hafa gjört
við þær. Skulu þær síðan bornar upp til atkvæða,
hver í sínu lagi, til synjunar eða samþyktar.
12. gr.
Aukafundi skal halda svo oft sem ástæða þykir
til eða ef minst 10 fjelagsmenn æskja þess.