Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 82
80
ast undan neinu því starfi í fjelaginu er hann kann
að verða kjörinn til, nema hann tilgreini forföll, er
fjelagsfundur tekur gild.
21. gr.
Hver sá, sem hefir fullnægjandi sannanir gegn
fjelagsmanni, fyrir brot á lögum eða samþyktum fje-
lagsins, skal skyldur að afhenda formanni löglega
kæru. Skal stjórninni síðan skylt að rannsaka málið
svo skjótt sem unt er og leggja álit sitt fyrir fje-
lagsfund, sem þá tekur afstöðu til málsins.
Sjeu slík mál tekin fyrir á aukafundum, geta að-
ilar áfrýjað úrskurði til aðalfundar, sem þá gjörir
að fullu út um málið.
Deilur, sem rísa kunna af fjelagsmálum má eigi
útkljá nema á aðalfundum, eða af þeim mönnum úr
fjelaginu, sem aðalfundur hefir þar til kjörið.
22. gr.
Sjerhver skuldlaus og óákærður meðlimur getur
gengið úr fjelaginu, en senda verður hann fyrst úr-
sögn til stjórnarinnar og tilgreina af hvaða ástæð-
um hann vill ekki vera lengur í fjelaginu, er þá skal
tekin til greina.
23. gr.
Skylt skal stjórninni að ávaxta og tryggja sem
best sjóði fjelagsins, enda beri hún fulla ábyrgð á
þeim gagnvart fjelaginu. Kaup á skuldabrjefum, fast-
eignum eða öðrum hlutum í nafni fjelagsins eru því
aðeins gild, að fyrir þeim sje samþykt aðalfundar-