Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 83
81
iS'kylt skal stjórninni cnnfremur að hafa jafnan
handbært það lausafje er lög fjelagsins og reglur
styrktarsjóðs kveða á um að gjalda skuli. Alt lausa-
fje skal geymt í innlánsbók er eigi sje hægt að taka
úr, nema gegn ávísun undirritaðri af fjehirði fje-
lagsins.
Sparisjóðsbækur fjelagsins, svo og öll skjöl, er við-
koma eignum þess, skal geymt á tryggum stað, sem
stjórnin ákveður.
24. gr.
Nefndir skulu skyldar að skila gjörðum sínum til
stjórnarinnar minst 14 dögum áður en mál þeirra
koma fyrir fjelagsfund.
25. gr.
Leysist fjelagið upp, skal sjóður þess afhendast
stjómarráði íslands, en það skal sjá um að ávaxta
hann, þar til fjelag myndast hjer, sem starfar á sama
grundvelli, og skal það þá fá full umráð yfir sjóðn-
um.
26. gr.
Lögum þessum má ekki breyta nema með sam-
þykki 2/3 hluta fjelagsmanna, sem mættir eru, og
aðeins á aðalfundi.