Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 85
83
veitinga samkv. 5. gr. Stjóm sjóðsins ber um hver
áramót að semja reikning um fjárhag hans, fyrir
það ár, sem þá er að líða, og skal sá reikningur
endurskoðaður og samþyktur á aðalfundi Vjelstjóra-
fjelags íslands í júlímánuði ár hvert.
5. gr.
Þegar sjóðurinn er orðinn 10,000 kr., má verja
helmingi af ársvöxtum hans og alt að l/3 af ársið-
gjöldum fjelagsmeðlima til sjóðsins, til styrkveitinga
sbr. 6. gr.
Finni stjórn sjóðsins ekki ástæðu til að veita
neinum stvrk úr honum, skulu allir árvextir ásamt
ársiðgjöldum, leggjast við höfuðstóiinn.
6. gr.
Aðnjótandi styrks úr sjóðnum geta þeir orðið,
sem hafa verið meðlimir Vjelstjórafjelags Islands
minst 1 ár, ef þeir verða hjálpar þurfi, sökum veik-
inda eða ellilasleika; sömuleiðis ekkjur þeirra og
eftirlátin börn, sem hjálpar þurfa sjer til framfæris.
7. gr.
Styrk úr sjóðnum veitir stjórn Vjelstjórafjelags
íslands. Allar umsóknir um styrk, skulu vera komn-
ar til hennar fyrir 1. júlí ár hvert, og skal henni
skylt að hafa tekið fasta ákvörðun um styrkveit-
ingar fyrir 1. október.
8. gr.
Enginn má vera eða getur orðið meðlimur sjóðs-
6*