Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 86
84
ins, nema hann sje jafnframt löglegur meðlimur Vjel-
stjórafjelags íslands í Reykjavík, og gildir þetta
ákvæði svo lengi sem nefnt fjelag er við líði og
fylgir fram lögum sínum í öllum aðalatriðum.
Nú missir fjelagsmeðlimur rjettindi í Vjelstjóra-
fjelagi íslands, og er hann þá jafnframt útilokaður
frá styrktarsjóðnum nema því að eins, að hann hafi
verið meðlimur Vjelstjórafjelags íslands minst 25 ár,
eftir að sjóðurinn var stofnaður, og sje að dómi fje-
lagsstjórnarinnar verður og þurfandi þess, að njóta
styrks úr sjóðnum, enda þótt hann teljist ekki leng-
ur meðlimur fjelagsins.
9. gr.
Þar til sjóðurinn er orðinn 10,000 kr. — tíu þús-
und krónur — skal árstillag vera kr. 40,00 — fjöru-
tíu krónur — jafnt fyrir alla, er greiðist á sama
hátt og fjelagsgjaldið.
Þegar sjóðurinn hefir náð hinni tilteknu upphæð,
skal gengið að nýju til atkvæða um árstilagið.
10. gr.
Útilokaðir frá styrk úr sjóðnum eru menn:
a. ) Ef þeir fullnægja ekiki 6. gr.
b. ) Ef þeir hafa ekki borgað árstillag sitt fyrir 1-
október.
11. gr.
Lög þessi öðlast gildi, þegar Vjelstjórafjelag ís-
lands hefir samþykt þau á löglegan hátt, og eru