Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 88
Strandvarnaskipið „Ægir“.
Með komu varðskipsins „Ægir“, má telja að nýtt
spor sje stigið í ísl. vjelskipaútgerð. „Ægir“ er fyrsta
ísl. skipið með Dieselvjel af nýjustu og fullkomn-
ustu gerð. Er hann á stærð við togara; þó nokkuð
öðruvísi að lögum. Virðist hann ekki burðamikill, en
ganglegur er hann.
Vjelstjórar eru: Þorsteinn Loftsson I. vjelstjóri,
Magnús Jónsson II. vjelstjóri og Kristján F. Sigur-
jónsson III. vjelstjóri.
Aðalvjelin er 6 stokka fjórgengis B. & W. Diesel-
hreyfill. Stokkþvermál 450 mm, slag 850 mm, sn. 180
með venjulegri ferð. I. H. K. 1300, sem svara til 1100
E.H.K. Olíueyðsla með venjulegum gangi áætluð
3,5 smálestir á dag,
Ekki er enn til til reynt um hve miklum hraða
skipið getur náð, en talið er að nást muni um 10
sjómílur á klukkustund með vjelinni fullspentri. Vjel-
in er „Trunk“-vjel með hinum nýju fullkomnu olíu-
dælum. Þ. e. hinni svonefndu „Solid injection“, er
það í því fólgið að olíunni er dælt inn í íkveikju-
augnablikinu án þess að þrýstiloft sje tekið til hjálp-
ar eins og áður var. Sprautast olían inn með uni
400 Atm. þrýstingi. Sparast við þetta loftdælan, sem