Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Side 95
93
Vjelfræði I.
Úrlausnartími 3Ú2 klst.
1. Stigning skrúfunnar er 5,33 m, hraði skipsins
er 15,2 kvml. og Slipprocentan er 11. Ilver er snún-
ingshraðinn ?
2. Hraði skips nokkurs er 11 milur, og eru þá
hestöfl vjelarinnar 800 og kolaeyðsla pr. IHKT er 0,8
kg. Hve miklar þurfa kolabirgðir skipsins að vera,
svo að það geti farið 3000 kvml. með 10 mílna
hraða ?
3. Teiknið skipsketil; sýnið 3 eldhol, hurðir, súg-
spjöld, stoðir og zinkblakkir í honum.
4. Teiknið skrúfuöxul með fjórblaðaðri skrúfu.
Öxullinn skal liggja í stefnispípu með pokkenholts-
slitfleti.
Vjelfræði II.
Úrlausnartími 31/2 klst.
1. í fjórgengismótor með tveimur strokkum, sem
knýr rafal, er flötur hverrar bullu 213,8 cm.2 og
bulluslagið er 21 cm. Snúningshraðinn er 417, með-
alþrýstingur í strokk er 5,66 kg/cm.2. E. HK mót-
orsins eru 18,3, eldsneytise.vðslan pr. klst. er 4,75
kg. og hitagildi eldsneytisins er 10115 h. e.
Finnið: hið termiska-, mekaniska- og sparnaðar-
starfstig þessarar vjelar.
2. 1 kg. af hráolíu, sem í er 84% af kolefni og
12% af vetni, eimir 12,6 kg. af vatni 65° heitu, hinn
sanni ketilþrýstingur er 18 kg/cm.2.
Finnið: Brunagildið, hið teoretisika- og sanna
eimnismagn (Fordampningsevne) og starfstig eld-
holsins.