Ársrit Vélstjórafélags Íslands - 01.01.1929, Page 97
95
3. Maður nokkur græddi 8% á 2/5 af fje sínu og'
6% af öllu hinu. En hann hafði búist við að græða
121/2% af öllu fjenu, og þá hefði gróði hans orðið
136 kr. og 50 aurum meiri en hann varð. — Hvað
var umrætt fje mikið og hve mildll varð gróðinn?
ð_______________3__________________
4- x = 6,794 — 6,794 — V6,794
Vlog. fi,794
Stærðfræði II.
Úrlausnartími 3 klst.
1. í rjetthyrndum þríhyrning er > C=90°, smá-
hliðin AC=4,5 cm og hæðin CD=3,6 cm. Finn all-
ar hliðar þríhyrningsins og geisla (radius) í innrit-
uðum 0g umrituðum hring.
2. 35° geiri, 25 cm2 að flatarmáli er gefinn; finn
geisla hringsins, og lengd bogans.
3. í skáhliða (trapez) er hæðin jöfn hálfri samtölu
samhliða (paraleila) hliðanna og er jöfn(Vi?-f V3)cm.
a. Finn fermál skáhliðans.
b. Drag hæð í skáhliðanum og línur frá enda-
punktum hennar að miðpunktum þeirra
liliða hans, sem ekki eru samhliða. Finn svo
fermál ferhymingsins, sem þá kemur fram.
4. ! ikeilustúf eru þvennælar (diametrar) enda-
flatanna 16 og 10 cm, en hæðin 4 cm.
a. Finn rúmtak keilustúfsins.
b. Finn alt yfirborð hans.
c. Finn hæð keilunnar, sem skorin hefir verið
ofan af stúfnum.