Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
H
ann var áður í fulltrúadeildinni í
Washington og þótti ekki neinn
afburða þingmaður en var vel lið-
inn og sigraði í ríkisstjórakosning-
unum 2002 með því að lofa fólki
breytingum. Heiðarlegri stjórnsýslu. Hann
virtist meina það sem hann sagði, var rís-
andi stjarna, sögðu menn og kunni á kjós-
endur. Forverinn, repúblikaninn George
Ryan sætti þá rannsókn vegna ásakana
um alls kyns svik og mútubrask, hann sit-
ur nú í fangelsi.
En Rod Blagojevich, sem ól með sér
drauma um að verða forseti í fyllingu tím-
ans, brást þessum væntingum.
Hann varð heimsfrægur á þriðjudag þegar
hann var færður í handjárnum fyrir dómara.
Liðsmenn alríkislögreglunnar, FBI, höfðu
gögn undir höndum sem þóttu sanna á hann ým-
is brot, þ. á m. að hann hefði ætlað sér að græða
fé á lögum Illinois um að ríkisstjóri skipaði í
sæti í öldungadeildinni í Washington ef annað
eða bæði losnuðu fyrir tímann. Sæti Bar-
acks Obama er að sjálfsögðu laust,
hann fer í nýja vinnu 20. janúar –
en Blagojevich hugðist láta bjóða í
lausa sætið.
Takmarkalaus ósvífni
Blagojevich kom fyrir dómara
en var þegar látinn laus gegn
tryggingu og heldur áfram að
mæta í vinnuna i höfuðstað Ill-
inois, Springfield, eins og ekk-
ert hafi í skorist.
Nánir félagar og vinir Bla-
gojevich eiga vart orð og jafn-
vel harðir gagnrýnendur eru
furðu lostnir yfir þeirri
dæmalausu ósvífni sem virð-
ist hafa einkennt stjórn-
arstíl hans. Ef marka má
gögn FBI er Blagojevich
veruleikafirrtur, fullur af
sjálfsdýrkun og hefnd-
arþorsta, orðbragðið er
mengað af grófum blótsyrð-
um.
„Ég er ekki viss um að
hann sé alveg í lagi,“ segir
Mike Jacobs, sem situr í öld-
ungadeild Illinois fyrir demó-
krata og er gamall vinur rík-
isstjórans. „Það er eins og
hann hafi viljað mana FBI-
mennina til að koma og góma
sig.“
Það sem mörgum kom á
óvart var að enda þótt Blagoj-
evich vissi að FBI væri að
rannsaka mál hans, væri að fara
yfir allar vísbendingar um sekt,
virtist hann ekki hirða um að
reyna að fara varlega í símtölum
eða annars staðar þar sem búast
mátti við hlerunum.
„Menn skyldu ætla að við þessar aðstæður
væri dregið úr tilraunum til að kúga fé út úr
mönnum gegn fyrirgreiðslu,“ sagði Patrick J.
Fitzgerald, saksóknari í Chicago, á blaðamanna-
fundi. „Öðru nær, þeir gengu harðar fram. Bla-
gojevich ríkisstjóri og fleiri unnu eins og óðir
menn að því að ná sem mestu fé af verktökum,
hrista skildingana úr vösum þeirra, láta þá
blæða, áður en árið yrði á enda.“
Elvis-aðdáandi og verkamannssonur
Blagojevich, sem er tæplega
52 ára, var lítt þekktur
þegar hann vann 2002,
einna helst að fólk
minntist þess hvað
hann hafði yfirþyrm-
andi mikla ást á
Elvis Presley og
hvað hármakkinn
dökki var tilkomu-
mikill. Og loks má
geta þess að sumir af
fréttamönnum sjón-
varpsstöðva voru ekki strax með það á hreinu
hvernig bera ætti framandlegt ættarnafnið fram.
Hvernig maður er þessi óvenjulegi ríkisstjóri?
Hann er sonur serbnesk-ættaðs verkamanns í
stálverksmiðju og virtist vera ærlegur, kom vel
fyrir á sjónvarpsskjánum. En snemma fóru að
ganga sögur af gegndarlausri spillingu við
mannaráðningar og á fleiri sviðum.
Orðspor Blagojevich beið mikinn hnekki í
réttarhöldum í haust yfir Antoin „Tony“ Rezko,
kaupsýslumanni og alræmdum braskara sem
hafði komið sér innundir hjá mörgum áhrifa-
mönnum, bæði demókrötum og repúblikönum,
með því að safna fé í kosningasjóði þeirra og
fleiri vinarbrögðum. Rezko var dæmdur sekur
um svik og fjárkúgun, hann hafði meðal annars
haft fé af verktökum með því að hóta þeim að
stjórnvöld myndu gera þeim skráveifu ef þeir
borguðu honum ekki mútur.
Nafn Blagojevich, sem átti margvísleg sam-
skipti við Rezko, kom margoft upp í þessum
málaferlum og stuðningur við hann hrapaði í
13% í skoðanakönnunum síðustu mánuði.
Margir óttast að einhverjir aðstoðarmenn
Obama með rætur í Illinois hafi haft of mikil
samskipti við Blagojevich. Hver átti að fá sætið
sem losnar í öldungadeildinni vegna kjörs
Obama?
Hver er frambjóðandi nr. 1?
Í gögnum alríkislögreglunnar,
FBI, um mál ríkisstjórans er
oft minnst á „frambjóðanda
nr. 1“ í sætið í öld-
ungadeildinni. Lýsing Bla-
gojevich á þessum ónafn-
greinda frambjóðanda
á að sögn AP-
fréttastofunnar
mjög vel við Va-
lerie Jarrett,
einn af nán-
ustu fjár-
málaráð-
gjöfum
Obama um
margra ára
skeið. Að
vísu nefnir
ríkisstjórinn
háa fjárhæð
sem hann vill
fá fyrir að
velja hana. En
í samtölum sem
liðsmaður FBI tók
upp með leynd seg-
ist Blagojevich
reiðubúinn að skipa
Jarrett gegn því að
hann fái sjálfur vel
launað starf hjá öflugri
alríkisstofnun er nefnist
Change to Win.
Obama sagði á fréttamanna-
fundi á fimmtudag að verið væri að
safna upplýsingum um hugsanleg
samskipti fólks í valdatökunefnd
hans og skrifstofu ríkisstjórans.
Yrðu þær gerðar opinberar á
næstu dögum. Nú spyrja menn
hvort sóðaskapurinn frá Ill-
inois muni á endanum berast
alla leið inn fyrir tröppur
Hvíta hússins.
Með puttana í bauknum
Demókratinn Rod Blagojevich er síðasta dæmið um gjörspillta stjórnmálamenn í Illinois
Á undan honum var við völd repúblikaninn George Ryan sem fór í steininn 2006
tengja við Chi-
cago og Illinois.
Dan Rosten-
kowski, valdamikill
fulltrúadeild-
arþingmaður fyrir
kjördæmi í Chicago
í 36 ár, var árið
1996 dæmdur í 17
mánaða fangelsi fyrir
misnotkun á almannafé.
George Ryan, fyrrverandi rík-
isstjóri, var árið 2006 dæmd-
ur í sex og hálfs árs fangelsi
fyrir margvísleg afbrot, þ.á m.
fjársvik og samsæri.
Einn af nánustu samstarfs-
an á tíunda ára-
tugnum vantaði
eitthvað þangað til
Obama kom, sá og
sigraði. Virðingu.
Chicago var lengi
alræmd fyrir heldur
soralega pólitík. Og
þekktasti sonurinn
var lengi glæpamanna-
foringinn Al Capone sem
nýtti sér áfengisbannið
snemma á 20. öld til að
græða á tá og fingri og stút-
aði venjulega keppinautum sín-
um.
Spilling er hugtak sem margir
mönnum núverandi borgarstjóra
Chicago, Richards M. Daleys, Ro-
bert A. Sorich, var fyrir tveimur
árum fundinn sekur um fjársvik.
Og nú hefur mál Rods Blagojevich
ríkisstjóra aftur gert íbúa Illinois
aðhlátursefni um landið allt.
„Við vorum rétt búin að losna
við gömlu staðalímyndirnar í Chi-
cago,“ segir Jeff Makowski, 47 ára
gamall húsamálari, í samtali við
The International Herald Tribune.
„En nú eru brandararnir aftur
komnir á kreik. Sama hvert maður
fer, alltaf er það „ó, eruð þið frá
Chicago“ og svo hlæja þeir bara
að okkur.“ kjon@mbl.is
Vindaborgin við Michigan-vatn biður um logn
ÞRIÐJA stærsta borg Bandaríkj-
anna og fjórða helsta viðskipta-
miðstöð heims hefur lengi átt við
ímyndarvanda að stríða, þess
vegna var fögnuðurinn mikil þegar
sonurinn Barack Obama sigraði í
byrjun nóvember. Chicago hafði
loks alið stjórnmálaleiðtoga í
heimsklassa sem hafði ekki gerst
í sambandsríkinu Illinois síðan
Abraham Lincoln var og hét.
Þótt Bráðavaktin eigi sínar
heimaslóðir í Chicago, Vindaborg-
inni miklu við Chicagofljót og Mic-
higanvatn, þótt Jordan og Pippen
og fleiri körfuboltasnillingar Chi-
cago Bulls hafi gert garðinn fræg-
Borgarstjóri Chicago, Richard M.Daley, hefur gegnt embætti í 19
ár og gæti náð að slá met föðurins,
Richards J. Daleys (á myndinni),
sem ríkti 1955-1976. Faðirinn var
landsfrægur fyrir mismæli, „þið átt-
uð að birta það sem hann meinti,
ekki það sem hann sagði“, eins og
bálreiður fréttafulltrúi sagði. En Da-
ley vissi sínu viti og byggði upp víð-
fræga kosningavél. Hann þótti dug-
legur en harðjaxl, einn þingmaður
demókrata sakaði Daley um „Ges-
tapo-aðferðir“ gegn mótmælendum
1968.
Þegar Kennedy vann Nixon í æsi-
spennandi forsetakosningum 1960
fengu sögusagnir um kosn-
ingasvindl í Illinois þegar vængi,
ekki síst vegna spillingarorðsins
sem fór af Daley og mönnum hans.
En ekkert sannaðist. Ef til vill fylgdi
Daley ráðum Hueys P. Longs, rík-
isstjóra í Louisiana og síðar öld-
ungadeildarþingmanns, sem aldrei
skrifaði fyrirmæli á blað að óþörfu,
hvíslaði fyrirmælum að und-
irmönnum fremur en að tala upp-
hátt og lét helst bendingar nægja.
Hinn risavaxni William MarcyTweed, „Boss Tweed“, var á 19.
öld höfuðpaurinn í demókrataklíku í
New York er nefndist Tammany Hall
og réð yfir stéttarfélögunum. Klíkan
krækti sér í borgarstjórastól 1854
og þrátt fyrir ýmis áföll hélt hún
völdunum fram yfir 1930.
Teikningin sýnir lögregluþjón
handtaka smákrimma en gjóta um
leið augunum á sjálft yfirvaldið,
Boss Tweed. En Tweed fór offari í
græðginni og dó örsnauður í fang-
elsi 1878. Talið er að klíkan hafi stol-
ið eða klófest með vafasömum að-
ferðum, einkum í sambandi við
útboð á verkum, allt að 200 millj-
ónir dollara úr borgarsjóði á árunum
1865-181. Umreiknað á nútímagengi
er fjárhæðin tugmilljarðar dollara.
Næsti forseti, Barack Obama, eröldungadeildarþingmaður frá
Illinois og fetaði sín fyrstu skref í
stjórnmálum í Chicago Daley-
feðganna. En verður Obama bendl-
aður við Blagojevich? Tæplega, en
margir rifja nú upp að spilltur kaup-
sýslumaður, Tony Rezko (t.h.), seldi
eitt sinn Obama byggingarlóð á und-
irverði. Rezko var nýverið dæmdur
sekur um svindl og misnotkun á að-
stöðu sinni en hann vann mikið með
Blagojevich. Rezko, sem studdi
fyrstu kosningabaráttu Obama með
fé, átti í fasteignabraski með eig-
inkonu ríkisstjórans gráðuga.
Fyrirrennarar
Kátur Blagojevich segir í einni af
upptökum FBI að „frambjóðandi nr.
5“ í sæti Obama bjóði sér 500 þúsund
dollara. Talið er að um sé að ræða
Jesse Jackson Jr., son og alnafna
blökkumannaleiðtogans þekkta.