Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Háskólatorgi Sæmundargötu 4 101 Reykjavík Sími 570 0777 boksala@boksala.is www.boksala.is - Tilboð á nýjum jólabókum - Upplestur úr jólabókum á fimmtudögum kl. 16 fram að jólum - Háma með kaffi og meðlæti - Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is Þær eru komnar í hús sígildu bækurnar frá Wordsworth Classics. Ótrúlegt úrval á mjög hagstæðu verði. SÍGILD RIT FYRIR SANNA BÓKAORMA Úrval af safnritum höfunda s.s. Jane Austen, Oscar Wilde og Virginia Woolf, ásamt mörgu fleiru. VIKUSPEGILL Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is K reppan fer ljósum log- um um Austur- Evrópu. Ekki er lengra en ár síðan ríki Austur-Evrópu þóttu bera vitni styrkleika sveigjanlegra hagkerfa og sýna hvað „nýja Evr- ópa“ byði upp á miklu meiri mögu- leika en hægfara og stöðnuð hagkerfi ríkja Vestur-Evrópu. Eftir drjúgan hagvöxt víðast hvar þykir nú sýnt að í vændum er stöðnun. Áhyggjur af vandanum kunna að vera ýktar, en ljóst er að vandi er á höndum, allt frá Eystrasaltinu til Balkanskaga. Margt af því, sem nú blasir við í lönd- um Austur-Evrópu, minnir á ástand- ið á Íslandi. Vísitölur hlutabréfamarkaða í Pól- landi, Rúmeníu, Tyrklandi, Ung- verjalandi, Eistlandi og Búlgaríu hafa fallið um meira en 60% síðan í sumar. Þetta er mun verra ástand en á vestrænum hlutabréfamörkuðum. Víða í Austur-Evrópu hafa vextir verið háir og líkt og á Íslandi tók al- menningur því lán í erlendri mynt. Nú hafa gjaldmiðlarnir hrunið og fólk situr uppi með lán, sem það get- ur ekki borgað. Í biðstofu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur öðru hafa þurft að leita til alþjóðlegra stofnana eftir lánum til að koma í veg fyrir efnahagshrun. Fulltrúar nokk- urra þeirra hafa setið ásamt Íslend- ingum í biðstofum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins í von um fyrirgreiðslu. „Ef litið er til fyrri neyðar í nýmark- aðsríkjum átti Rómanska Ameríka sviðið á níunda áratugnum, Asía á þeim tíunda, í upphafi þessarar aldar var komið að Argentínu og Tyrklandi og nú er röðin komin að Austur- Evrópu,“ segir Neil Shearing, hag- fræðingur hjá Capital Economics, í samtali við Financial Times. „Þau hafa verið hvað háðust erlendu fjár- magni. Þau hafa verið með gríð- arlegan vöruskiptahalla og tekið að láni háar upphæðir til þess að fjár- magna neyslu og fjárfestingar.“ Hann sér fram á að nú muni þetta fjármagn hverfa og í sumum löndum álfunnar verði samdráttur í efna- hagnum. Sérstaklega erfiðir tímar séu í vændum í Eystrasaltsríkjunum og viðskiptahalli þeirra geri að verk- um að þau komi „næst á eftir Ís- landi“. Ríki Austur-Evrópu eiga það sam- merkt að þau voru sérstaklega við- kvæm fyrir þegar hin alþjóðlega efnahagskreppa skall á. Þau bera ekki sök á ástandinu, en hafa fengið að súpa seyðið af því. Í Lettlandi hafa dýrir bílar verið vinsæl munaðarvara undanfarin þrjú ár. Nú eru bílasölur mannauðar og sala á bifreiðum hefur skroppið sam- an um 40 af hundraði og bankarnir veita ekki lengur lán til bílakaupa. 80 af hundraði bílaviðskipta voru áður fyrr með lánum, nú borga 70 af hundraði með reiðufé. Í Lettlandi og Eistlandi hófst kreppan í byrjun ársins með því að neysla skrapp saman og ódýr lán til húsnæðiskaupa þurrkuðust upp. Á þriðja fjórðungi þessa árs skrapp efnahagur Eista saman um 3,3 af hundraði og Letta um 4,2 af hundr- aði. Erlendir bankar hafa stöðvað lánveitingar og innlendir bankar berjast í bökkum. Yfirvöld í Lett- landi yfirtóku Parex, stærsta bank- ann í Eystrasaltsríkjunum, um miðj- an nóvember eftir að viðskiptavinir gerðu áhlaup á hann og tóku út inni- stæður sínar. Ástandið er þannig í Lettlandi að ekki er óhætt að tala óvarlega um efnahagsmál. Hagfræðingur einn, sem tók þátt í spjalli á netinu, og tón- listarmaður, sem ávarpaði tónleika- gesti milli laga, sæta nú rannsókn, sá fyrrnefndi fyrir að dreifa orðrómi um gengisfellingu, en sá síðarnefndi fyr- ir að breiða út sögur um bankahrun. Veikir gjaldmiðlar Veikir gjaldmiðlar hafa ýtt undir neyðarástandið í Austur-Evrópu. Í Úkraínu hefur átt sér stað pen- ingaflótti, sérstaklega í kringum gjaldfellingu stórra erlendra lána, og þeir, sem eiga peninga, hafa leitast við að kaupa dollara hvað sem það kostar. Ástandið var svo alvarlegt að stjórnvöld leituðu til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, en þrátt fyrir hjálp þaðan er vandinn ekki leystur. Í lið- inni viku var tilkynnt myndun nýrrar samsteypustjórnar með vestrænar áherslur. Samkomulagið dregur úr líkunum á því að Viktor Yushchenko forseti leysi upp þing og boði til kosn- inga. Ungverjar leituðu sér aðstoðar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum næstir á eftir Íslendingum vegna þess að við þeim blasti þjóðarþrot og fengu 12,5 milljarða evra. Að auki fengu þeir 6,5 milljarða evra frá Evrópusamband- inu og einn milljarð frá Alþjóðabank- anum. Ástandið í Austur-Evrópu er mis- alvarlegt. Talið er að það muni flýta fyrir því að Eistar, Ungverjar og Litháar taki upp evru, en í Tékklandi og Rúmeníu muni það hins vegar hægja á ferlinu. Hugmyndir um að setja sérstök skilyrði um heilbrigði bankageirans fyrir upptöku evru geta valdið þess- um ríkjum erfiðleikum. Reyndar þykja þær bera tvískinnungi vitni vegna þess hvað vesturevrópskir bankar gegna stóru hlutverki í mörg- um þessara landa. Reuters Alheimskreppa í Austur-Evrópu  Efnahagsástandið er slæmt víða í Austur-Evrópu  Hin sveigjanlegu hagkerfi þurfa á aðstoð að halda  Margt er svipað með því sem gerst hefur á Íslandi  Erlend lán verða eitur vegna falls gjaldmiðla Rúmenía Bankakerfið stendur höllum fæti og gæti hrunið, vextir millibankalána eru 15% og gjaldmiðillinn ofmetinn um 19%. Búlgaría Stjórnvöld tengdu gjaldmiðilinn við evruna og fyrir vikið eru útflutningsvörur þaðan ekki sam- keppnishæfar. Úkraína Þörfin fyrir stál í góðærinu var aðgangsmiði Úkraínu að uppsveiflunni, en hruninu fylgdi alkul og brátt var landið komið inn á gafl hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ungverjaland Ungverjar leituðu næstir á eftir Íslendingum á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og fá 20 milljarða evra í aðstoð þaðan og víðar. Lettland Þjóðarframleiðsla landsins skreppur nú saman og refsivert er að efast um efnahagsframtíð landsins. Kaldir vindar Kona í Riga í Lett- landi berst við kaldan vind. Það er harður vetur við Eystrasaltið og ekki næðir síður um í efnahagslífinu þar og víðar í Austur-Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.