Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 8
8 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Háskólatorgi Sæmundargötu 4 101 Reykjavík Sími 570 0777
boksala@boksala.is www.boksala.is
- Tilboð á nýjum jólabókum
- Upplestur úr jólabókum á fimmtudögum kl. 16 fram að jólum
- Háma með kaffi og meðlæti
- Vefverslun opin allan sólarhringinn www.boksala.is
Þær eru komnar í hús sígildu
bækurnar frá Wordsworth
Classics. Ótrúlegt úrval á
mjög hagstæðu verði.
SÍGILD RIT FYRIR
SANNA BÓKAORMA
Úrval af safnritum höfunda
s.s. Jane Austen, Oscar
Wilde og Virginia Woolf,
ásamt mörgu fleiru.
VIKUSPEGILL
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
K
reppan fer ljósum log-
um um Austur-
Evrópu. Ekki er
lengra en ár síðan ríki
Austur-Evrópu þóttu
bera vitni styrkleika sveigjanlegra
hagkerfa og sýna hvað „nýja Evr-
ópa“ byði upp á miklu meiri mögu-
leika en hægfara og stöðnuð hagkerfi
ríkja Vestur-Evrópu. Eftir drjúgan
hagvöxt víðast hvar þykir nú sýnt að í
vændum er stöðnun. Áhyggjur af
vandanum kunna að vera ýktar, en
ljóst er að vandi er á höndum, allt frá
Eystrasaltinu til Balkanskaga.
Margt af því, sem nú blasir við í lönd-
um Austur-Evrópu, minnir á ástand-
ið á Íslandi.
Vísitölur hlutabréfamarkaða í Pól-
landi, Rúmeníu, Tyrklandi, Ung-
verjalandi, Eistlandi og Búlgaríu
hafa fallið um meira en 60% síðan í
sumar. Þetta er mun verra ástand en
á vestrænum hlutabréfamörkuðum.
Víða í Austur-Evrópu hafa vextir
verið háir og líkt og á Íslandi tók al-
menningur því lán í erlendri mynt.
Nú hafa gjaldmiðlarnir hrunið og
fólk situr uppi með lán, sem það get-
ur ekki borgað.
Í biðstofu Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins
Stjórnvöld í hverju ríkinu á fætur
öðru hafa þurft að leita til alþjóðlegra
stofnana eftir lánum til að koma í veg
fyrir efnahagshrun. Fulltrúar nokk-
urra þeirra hafa setið ásamt Íslend-
ingum í biðstofum Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins í von um fyrirgreiðslu. „Ef
litið er til fyrri neyðar í nýmark-
aðsríkjum átti Rómanska Ameríka
sviðið á níunda áratugnum, Asía á
þeim tíunda, í upphafi þessarar aldar
var komið að Argentínu og Tyrklandi
og nú er röðin komin að Austur-
Evrópu,“ segir Neil Shearing, hag-
fræðingur hjá Capital Economics, í
samtali við Financial Times. „Þau
hafa verið hvað háðust erlendu fjár-
magni. Þau hafa verið með gríð-
arlegan vöruskiptahalla og tekið að
láni háar upphæðir til þess að fjár-
magna neyslu og fjárfestingar.“
Hann sér fram á að nú muni þetta
fjármagn hverfa og í sumum löndum
álfunnar verði samdráttur í efna-
hagnum. Sérstaklega erfiðir tímar
séu í vændum í Eystrasaltsríkjunum
og viðskiptahalli þeirra geri að verk-
um að þau komi „næst á eftir Ís-
landi“.
Ríki Austur-Evrópu eiga það sam-
merkt að þau voru sérstaklega við-
kvæm fyrir þegar hin alþjóðlega
efnahagskreppa skall á. Þau bera
ekki sök á ástandinu, en hafa fengið
að súpa seyðið af því.
Í Lettlandi hafa dýrir bílar verið
vinsæl munaðarvara undanfarin þrjú
ár. Nú eru bílasölur mannauðar og
sala á bifreiðum hefur skroppið sam-
an um 40 af hundraði og bankarnir
veita ekki lengur lán til bílakaupa. 80
af hundraði bílaviðskipta voru áður
fyrr með lánum, nú borga 70 af
hundraði með reiðufé.
Í Lettlandi og Eistlandi hófst
kreppan í byrjun ársins með því að
neysla skrapp saman og ódýr lán til
húsnæðiskaupa þurrkuðust upp. Á
þriðja fjórðungi þessa árs skrapp
efnahagur Eista saman um 3,3 af
hundraði og Letta um 4,2 af hundr-
aði. Erlendir bankar hafa stöðvað
lánveitingar og innlendir bankar
berjast í bökkum. Yfirvöld í Lett-
landi yfirtóku Parex, stærsta bank-
ann í Eystrasaltsríkjunum, um miðj-
an nóvember eftir að viðskiptavinir
gerðu áhlaup á hann og tóku út inni-
stæður sínar.
Ástandið er þannig í Lettlandi að
ekki er óhætt að tala óvarlega um
efnahagsmál. Hagfræðingur einn,
sem tók þátt í spjalli á netinu, og tón-
listarmaður, sem ávarpaði tónleika-
gesti milli laga, sæta nú rannsókn, sá
fyrrnefndi fyrir að dreifa orðrómi um
gengisfellingu, en sá síðarnefndi fyr-
ir að breiða út sögur um bankahrun.
Veikir gjaldmiðlar
Veikir gjaldmiðlar hafa ýtt undir
neyðarástandið í Austur-Evrópu. Í
Úkraínu hefur átt sér stað pen-
ingaflótti, sérstaklega í kringum
gjaldfellingu stórra erlendra lána, og
þeir, sem eiga peninga, hafa leitast
við að kaupa dollara hvað sem það
kostar. Ástandið var svo alvarlegt að
stjórnvöld leituðu til Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins, en þrátt fyrir hjálp
þaðan er vandinn ekki leystur. Í lið-
inni viku var tilkynnt myndun nýrrar
samsteypustjórnar með vestrænar
áherslur. Samkomulagið dregur úr
líkunum á því að Viktor Yushchenko
forseti leysi upp þing og boði til kosn-
inga.
Ungverjar leituðu sér aðstoðar hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum næstir á
eftir Íslendingum vegna þess að við
þeim blasti þjóðarþrot og fengu 12,5
milljarða evra. Að auki fengu þeir 6,5
milljarða evra frá Evrópusamband-
inu og einn milljarð frá Alþjóðabank-
anum.
Ástandið í Austur-Evrópu er mis-
alvarlegt. Talið er að það muni flýta
fyrir því að Eistar, Ungverjar og
Litháar taki upp evru, en í Tékklandi
og Rúmeníu muni það hins vegar
hægja á ferlinu.
Hugmyndir um að setja sérstök
skilyrði um heilbrigði bankageirans
fyrir upptöku evru geta valdið þess-
um ríkjum erfiðleikum. Reyndar
þykja þær bera tvískinnungi vitni
vegna þess hvað vesturevrópskir
bankar gegna stóru hlutverki í mörg-
um þessara landa.
Reuters
Alheimskreppa í Austur-Evrópu
Efnahagsástandið er slæmt víða í Austur-Evrópu Hin sveigjanlegu hagkerfi þurfa á aðstoð að halda
Margt er svipað með því sem gerst hefur á Íslandi Erlend lán verða eitur vegna falls gjaldmiðla
Rúmenía
Bankakerfið stendur höllum fæti og gæti
hrunið, vextir millibankalána eru 15% og
gjaldmiðillinn ofmetinn um 19%.
Búlgaría
Stjórnvöld tengdu
gjaldmiðilinn við
evruna og fyrir vikið
eru útflutningsvörur
þaðan ekki sam-
keppnishæfar.
Úkraína
Þörfin fyrir stál í góðærinu
var aðgangsmiði Úkraínu að
uppsveiflunni, en hruninu
fylgdi alkul og brátt var
landið komið inn á gafl hjá
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Ungverjaland
Ungverjar leituðu næstir á
eftir Íslendingum á náðir
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og fá 20 milljarða evra í
aðstoð þaðan og víðar.
Lettland
Þjóðarframleiðsla landsins skreppur nú saman og
refsivert er að efast um efnahagsframtíð landsins.
Kaldir vindar Kona í Riga í Lett-
landi berst við kaldan vind. Það er
harður vetur við Eystrasaltið og
ekki næðir síður um í efnahagslífinu
þar og víðar í Austur-Evrópu.