Morgunblaðið - 14.12.2008, Síða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Árangur okkar byggist
fyrst og fremst á því að
þekkja vel landið og vera í
góðu sambandi við veð-
urguðina.
Ólafur Eggertsson, korn-
bóndi á Þorvaldseyri undir
Eyjafjöllum, en sl. tvö ár hafa verið af-
burðagóð til kornræktar að hans sögn.
En svo virðist sem ég geti ekki samið
glaðleg lög, og hef ég þó gert margar
tilraunir til þess!
Elín Ey, átján ára tónlistarkona, sem hefur
gefið út sína fyrstu plötu.
Traust fólks á bankakerfi Ekvadors var
endurreist nánast um leið og doll-
aravæðingin var yfirstaðin.
Alonso Pérez-Kakabadse, efnahgasráð-
gjafi forseta Ekvadors og fyrrv. aðstoð-
arefnahagsmálaráðherra landsins, en árið
2000 var Bandaríkjadalurinn tekinn þar
upp einhliða í neyð.
En það er alveg hægt að treysta á Fær-
eyinga þessa dagana – af
hverju ekki að senda
þá út til að syngja
fyrir Íslands
hönd?
Færeying-
urinn Jógvan
Hansen, sem
ætlar að taka þátt í
undankeppni Evróvisjón í
Sjónvarpinu 31. janúar.
Við höfum valið dugmikla
einstaklinga með for-
ystuhæfileika því við telj-
um að slíkir einstaklingar
séu best til þess fallnir að leiða þjóðina
til framfara.
Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar versl-
unar, en það, Viðskiptablaðið og Markaður-
inn hafa valið viðskiptamann ársins und-
anfarin ár. Meðal þeirra hafa verið Jón
Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Thor
Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson,
Heiðar Már Sigurðsson og Sigurður Ein-
arsson í Kaupþingi. Og t.d. Hannes Smára-
son hjá Markaðnum 2006.
Ég hvet hæstvirtan seðlabankastjóra til
að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Ágúst Ólafur Ágústsson, formaður við-
skiptanefndar, vísaði til þess að Davíð
Oddsson segðist búa yfir upplýsingum um
hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalög-
um gegn Landsbankanum og orða seðla-
bankastjóra um að hann hefði tjáð ráð-
herrum að 0% líkur væru á að bankarnir
myndu lifa af.
Mér þykir þetta mjög leiðinlegt.
Sigurbjörn Adam Baldvinsson, sem bjó til
dánartilkynningu um sprelllifandi sam-
fanga sinn, en kveðst ekki hafa ætl-
að hana til birtingar í Morg-
unblaðinu eins og raunin varð
og segir að sér sé hulin ráðgáta
með hvaða hætti það varð.
Ummæli
’
ÞAÐ hefur ekki farið neitt sérstaklega mikið fyr-
ir fréttaflutningi af eyðslu forsetaembættisins,
þótt Stöð 2 og vísir.is hafi greint frá því um síð-
ustu helgi að símreikningur forsetaembættisins
fyrir fyrstu tíu mánuði ársins hafi numið 5,7 millj-
ónum króna.
Halló! Halló! Bessastaðir! Er á tali hjá ykkur?!
Þurfið þið ekki að komast í talsamband við þjóð-
ina, svona undir lok ársins 2008 – ársins sem
bankahrun varð á Íslandi, kaupmáttur lands-
manna hrundi, krónan féll, fjöldaatvinnuleysi tók
við og fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja
blasir við?
Hvað er þjóðhöfðingi örþjóðar í Norður-
Atlantshafi að hugsa þegar hann og embætt-
ismenn hans tala í síma fyrir um 19 þúsund krón-
ur á dag, alla sjö daga vikunnar?
Hvað er sami þjóðhöfðingi að hugsa þegar
hann upp fyrir haus í eigin hégómleika og sýnd-
armennsku lætur forsetaembættið punga út 1,6
milljónum króna á tíu mánuðum fyrir myndatök-
ur af sér og erlendum sendiherrum? Eru þessar
myndatökur hugsaðar fyrir fjölskyldualbúm for-
setans, eða hvað?!
Eða hvernig komst forsetinn yfir að eyða 1,4
milljónum króna í leigubíla á fyrstu tíu mán-
uðunum, miðað við það að hann hefur einkabíl-
stjóra og limmúsín til afnota, allan ársins hring
og honum tókst líka að eyða einni milljón króna í
bensín?
Hvar er jarðtenging forseta sem ferðast hefur
til útlanda fyrir 9,6 milljónir króna fyrstu tíu
mánuði ársins og greitt 5 milljónir króna í hót-
elkostnað erlendis á sama tíma? Veit forsetinn að
bara ferða- og hótelkostnaður hans erlendis
fyrstu tíu mánuði ársins jafnast á við mán-
aðarlaun 70 verkamanna?
Hvað hefur forsetinn dvalið marga daga er-
lendis á þessum tíu mánuðum?
Hvernig tekst forsetaembættinu að eyða níu
milljónum króna í risnu (veisluhöld) á tíu mán-
uðum, miðað við það hvað forsetinn er mikið fjar-
verandi?
Ég spyr m.a. vegna aums yfirklórs í at-
hugasemd forsetaembættisins við frétt Stöðvar 2
og vísis.is sem birtist með fréttinni um síðustu
helgi, þar sem m.a. sagði: „Gefið er í skyn að
veisluhöld fyrir erlenda þjóðhöfðinga eða hand-
boltaliðið hafi kostað 9 milljónir króna. Tekið er á
móti 6.000 til 8.000 gestum á ári hverju á Bessa-
stöðum og er risnukostnaðurinn vegna heim-
sókna þessa mannfjölda.“
Ef við gefum okkur að gestafjöldinn á Bessa-
stöðum sé 6.000 á ári jafngildir það því að liðlega
16 gestir komi dag hvern í heimsókn á Bessa-
staði. Ef við miðum við efri mörkin sem forseta-
embættið gefur er daglegur gestafjöldi að með-
altali 22. Hvernig má forsetinn vera að því að
taka á móti slíkum fjölda dag hvern, því hann
hlýtur ýmist að vera á tali, ef marka má símreikn-
inginn hans, eða hann hlýtur að vera í útlöndum,
ef marka má ferðakostnaðinn hans?
Sýna gestabækur forsetaembættisins fram á
að á milli 6 þúsund og 8 þúsund manns sæki
Bessastaði heim á ári? Væri hægt að fá gestalista
forsetans birtan reglulega? Er það ekki hluti af
því að hrinda í framkvæmda tískuorðinu
gegnsæi? Eða þolir gestalistinn ekki dagsins
ljós?
Það er eitthvað sem ekki gengur upp þegar
hinar tölulegu upplýsingar eru skoðaðar og þar á
ég auðvitað fyrst og fremst við óhófið og bruðlið í
kringum þetta tildurslega embætti, sem gerir
ekkert annað en verða æ meira óaðlaðandi og
sjálfhverft, eftir því sem Ólafur Ragnar Gríms-
son situr lengur í embætti.
Upp á síðkastið hafa stöðugt fleiri lagt orð í
belg um forsetaembættið og það hversu óþarft
það er í raun og veru. Eitt sinn var forseti Íslands
sameiningartákn þjóðarinnar. Því fer fjarri að
hann rísi undir því sæmdarheiti í dag. Er ekki
orðið raunhæft að skoða af alvöru, hvort við eig-
um ekki að leggja niður forsetaembættið?
Væri ekki hægt að slá tvær flugur í einu höggi,
spara mikla fjármuni og auka veg og virðingu Al-
þingis, sem hefur átt undir högg að sækja? For-
seti Alþingis gæti auðveldlega axlað þær embætt-
isskyldur sem fylgja forseta Íslands. Hann væri
ugglaust fullfær um að halda hanastélsboð, bjóða
erlenda þjóðhöfðingja velkomna í heimsókn, taka
á móti sendifulltrúum erlendra ríkja og klippa á
borða við hátíðleg tækifæri. agnes@mbl.is
Agnes segir …
Á tali á Bessastöðum
Morgunblaðið/Eyþór
Halló! Halló! Bessastaðir! Er á tali hjá ykkur?! Þurfið þið ekki að komast í talsamband við þjóðina,
svona undir árslok ársins 2008 - ársins sem bankahrun varð á Íslandi, kaupmáttur landsmanna hrundi,
krónan féll, fjöldaatvinnuleysi tók við og fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja blasa við?
Bankaleynd gegnir sínu hlutverki.Henni er ætlað að vernda við-
skiptavini bankanna og tryggja rétt
þeirra til persónuverndar.
Það er hins vegar eitthvað öf-ugsnúið við það að bankaleynd
skuli notuð til að koma í veg fyrir að
viðskiptavinir banka fái upplýs-
ingar um það hvernig bankarnir
hafa farið með
peningana
þeirra.
ÍMorgunblaðinuá föstudag var
fjallað um pen-
ingamark-
aðssjóði Lands-
bankans. Þar er
vitnað í Jóhann
Hauk Hafstein lögmann, sem hefur
höfðað mál fyrir umbjóðendur sína
til að hnekkja leyndinni, sem hvílir á
samsetningu sjóða Landsbankans:
„Þeir bera fyrir sig bankaleynd en
ég tel fráleitt að hún eigi við. Fólkið
sjálft átti peningana og vill vita
hvert fjármunir þess fóru.“
Þeir sem töpuðu fé í pen-ingamarkaðssjóði Landsbank-
ans hafa stofnað rettlaeti.is, sem að
sögn eins stofnendanna, Ómars Sig-
urðssonar, var sett á laggirnar til að
berjast við Golíat. Ómari líður nú
hins vegar eins og hann sé „að eltast
við hagamús en ekki að takast á við
Golíat“.
Óánægja viðskiptavina bankans ereðlileg. Það er nógu slæmt að
tapa sparifé sínu, en þegar ekki fást
upplýsingar um hvernig farið var
með peningana keyrir um þverbak.
Lög um bankaleynd voru ekki setttil að vernda bankana fyrir við-
skiptavinum sínum.
Lög um bankaleynd voru sett tilþess að gæta friðhelgi viðskipta-
vinanna.
Ómar Sigurðsson
Afbökuð bankaleynd
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
!"
#$%
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
%&& '& '
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
'
' ' '
'
'
' '
'
' '
'
'
'
'
'
*$BCD
!
"
#
$
% &
$
'
( "
*!
$$
B *!
() *&$ &)&$
% #$+ #
<2
<! <2
<! <2
(%$* &, "-&. # /
CE -
8
( %
)
(
"
*
% "
6
2
+
!
(
"
, (-( "
B
.
'
- & /((
("0
&!
("#
&
("
01 & #$& &3
# #&, "&4 '& & '& ' Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
INNLENT STAKSTEINAR
VEÐUR
Kátur Ástralski leikarinn Hugh
Jackman verður kynnir á
næstu Óskarsverðlaunahátíð.