Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 13

Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 13
urinn fimm er eins og núll og ætlaði að labba út með fullt af nammi, sem ég hélt að væri ókeypis.“ María hlær að minningunni. Af allt öðrum toga er minning, sem henni stendur ennþá ljós- lifandi fyrir hug- skotssjónum. „Ég hafði farið með frænku minni í heilsugæslu- stöð, sem hún vann á, og var að dunda mér inni í einu herberginu þegar mér varð litið út um gluggann og sé ljóshærða stelpu hlaupa yfir götu og inn í bakarí. Ég ætlaði að fara út og biðja hana að leika við mig, þegar ég sé hana hlaupa yfir götuna með brauð undir hendinni. Í sömu andrá kom herbíll á fullri ferð og keyrði yfir hana. Hún dó sam- stundis, en hermennirnir stigu í rólegheitum út úr bílnum, fengu sér sígarettu, hlógu og gerðu að gamni sínu á meðan vegfarendur báru líkið í burtu. Þeir héldu líkinu uppi eins og í mótmælaskyni og gerðu hróp að hermönnunum, sem kipptu sér ekkert upp við það. Ég man að ég hugsaði að það hlyti að vera djöfull í þessum mönnum.“ Á heilsugæslunni sá María ým- islegt, sem henni var ekki ætlað að sjá, til að mynda börn og unglinga, sem höfðu slasast eftir fikt við gas- hylki á glámbekk, eins og alvanalegt var, eða höfðu orðið fyrir táragasi og sinnepssprengjum í óeirðum. Sjálf kynntist hún slíku þegar hún tók þátt í unglingaóeirðum nokkr- um árum síðar. En þá hafði líka ýmislegt breyst rétt eins og í millitíðinni hérna heima. Fyrst eftir heimkomuna gekk lífið sinn vanagang, jólaboðin heima hjá móðurömmu hennar og -afa voru á sínum stað, að vísu svo- lítið öðruvísi en tíðkaðist hjá öðrum íslenskum fjölskyldum, enda tengdasonurinn múslimi og son- urinn leiðtogi kristins sértrúarsafn- aðar, Gunnar Þorsteinsson í Kross- inum, sem ekki hefur farið dult með stuðning sinn við síonista. „Þeir forðuðust þetta eldheita umræðuefni, eflaust með tilliti til ömmu, sem stóð í ströngu við að gera öllum til hæfis í matreiðslunni, með svínahrygg handa sumum og eitthvað annað handa hinum. Það var engin óvild á milli þeirra mága, kannski smástríðni því báðir eru miklir húmoristar.“ Sundruð fjölskylda Maríu gekk þokkalega í skól- anum, hún lagði mikið á sig því hún fann að það skipti pabba hennar miklu máli. Hana rekur ekki minni til að hafa verið strítt fyrir að vera af erlendu bergi brotin, utan einu sinni, en þá misskildi hún aðdrótt- Hefa Petah Tiqwa Ramat Gan Jerúsalem Rishon Le ZuyyonHolon Bat Yam Tel Aviv-Yafo Gaza Be’ér Sheva´ Qiryat Shemona Zefat Karmi’él Nahariyya Akko Qiryat Ata Shefar ‘am Motzkin Teverya Nazerat ‘Hlit Nazerat ‘Afula JeninHadera Tulkarm Nablus Netanya Kefar Sava Ra´anann Herzliyya Ramla Lod Rehovot Ashdod Ashqelon Bet Shemesh Ramallah Betlehem Hebron Qiryat Gat Khán Yunis Rafah ‘Arad Dimona Elat Tiberiasvatn Dauðahafið Acabaflói Ísraelsríki varð til eftir að Sameinuðu þjóðirnar undirforystu Bandaríkjanna, Sovétríkjanna og Breta skiptu Palestínu, sem áður var undir stjórn Breta, milli gyðinga og Palestínumanna árið 1947, og var formlega stofnað 1948. Hvor aðilinn um sig fékk um helming landsins. Fáum áratugum fyrir stofnun Ísraels- ríkis höfðu gyðingar verið örlítill minnihluti í landinu en eftir ofsóknir og fjöldamorð nasista á gyðingum í Evrópu fluttu stórir hópar þeirra til Ísraels. Land í eigu gyðinga í Palestínu var áður um 7% landsins. Palestínumenn sættu sig ekki við helmingaskiptin,enda voru þeir í miklum meirihluta í landinu og afkomendur fólks sem hafði búið þar um aldir og árþúsundir. Ríki þeirra var því ekki stofnað á sama tíma og Ísraelsríki. Í stríði sem braust út náðu gyðingar undir sig helmingiþess lands sem Palestínumönnum hafði verið úthlutað og réðu eftir það 78% af Palestínu. Það sem á vantaði var Vesturbakki Jórdanárinnar og Gazaströndin, en þau svæði, þ.e. 22% landsins, sem síðar hafa verið nefnd herteknu svæðin, lögðu Ísraelsmenn undir sig 1967. Síðan hafa Ísraelsmenn ráðið yfir allri Palestínu. V ið fæðingu og stækkun Ísraelsríkis 1947-1948 var fólkýmist flutt burt með nauðungarflutningum á vegum ísraelskra hersveita eða hrakið af heimilum sínum með ógnunum. Framin voru fjöldamorð í byggðum Palestínu- manna og þeim hótað áframhaldandi fjöldamorðum, kæmu þeir sér ekki á brott. Þetta fólk og afkomendur þess búa nú í flóttamannabúðum á herteknu svæðunum eða í löndunum í kring. A lls eru um fimm milljónir Palestínumanna flóttamenn,en þeir eru alls tæplega átta milljónir talsins. Ísraelsmenn hafa engan rétt til yfirráða á hernáms-svæðunum í Palestínu, herseta þeirra brýtur í bága við alþjóðalög og paletínskir flóttamenn eiga fullan rétt á að snúa aftur til heimkynna sinna. Sumir telja að sú stefna Ísraelsmanna að banna arabískumflóttamönnum að snúa til heimila sinna á sama tíma og gyðingar frá öðrum heimsálfum eru hvattir til að flytja til lands- ins og setjast að á herteknum svæðum sé brot á alþjóðasáttmála um bann við kynþáttamisrétti. Um 400 þúsund Ísraelsmenn hafa sest að í svokölluðum landnema-byggðum á herteknu svæðunum, um helmingur þeirra kringum Jerúsalem, en þá borg hafa Ísraelsmenn þanið út yfir hertekin land- svæði í trássi við ákvæði Genfarsáttmálans. Flestar þessara ólöglegu byggða eru á Vesturbakkanum en þær eru þó einnig á Gazaströndinni þar sem 360 fkm lands er skipt þannig að á einum þriðja búa fimm þúsund Ísraelsmenn en á tveimur þriðju ein milljón Palestínumanna. Á hernámssvæðunum á Vesturbakkanum hafa Ísraelsmenn lagt vegi ámilli landnemabyggða á landi sem Ísraelsmenn hafa gert upptækt úr einkaeign Palestínumanna. Vegirnir kljúfa byggðir þeirra í sundur en þeim er bannað að nota þá. Þannig er landi Palestínumanna skipt niður í tugi eða hundruð einangraðra skika. Bæði byggðirnar og framkvæmdirnar eru brot á alþjóðasamþykktum. Í ályktun öryggisráðs SÞ er þess krafist að Ísraelar hverfi frá landnema-byggðum á herteknu svæðunum. Vatn er af skornum skammti í Palestínu og notkun Ísraelsmanna á vatniaf svæðum Palestínumanna brýtur í bága við alþjóðasamþykktir, enda eignaupptaka á mikilvægustu auðlind landsins. Landtökumönnum er úthlutað 1450 kúbikmetrum af vatni á mann á ári en Palestínumenn hafa einungis 83 kúbikmetra á mann. M ikill hluti ríkja heims hefur með einum eða öðrum hætti mótmælt stefnuÍsraelsmanna og brotum þeirra á alþjóðalögum og -samþykktum. M ikilvægasti klofningurinn í afstöðu alþjóðasamfélagsins felst í sérstöðuBandaríkjanna, sem hefur oft verið nánast eina ríkið sem stendur við hlið Ísraels og hefur því umtalsverð áhrif á stefnu Ísraelsríkis. Bandaríkin hafa á síðustu áratugum veitt Ísraelsríki meiri efnahags- oghernaðaraðstoð en þau hafa samanlagt veitt til ríkja Afríku sunnan Sahara og S-Ameríku. Heimild: visindavefur.hi.is Umdeilt Ísraelsríki Jeríkó fjárhagslega býsna gott, en hún minnist þess líka að hafa heimsótt fjarskyldari ættingja í Hebron, sem bjuggu í gömlu húsi með gati á gólf- inu fyrir klósett. „Samt voru þau hamingjusamasta fjölskylda, sem ég hef séð. En kannski voru þau bara svona glöð að fá gesti.“ Að öðru leyti segist María ekki hafa orðið vör við áberandi mikla fá- tækt í þessari heimsókn sinni, ein- staka betlara að vísu, sem hún gaf stundum nammipeningana sína, þótt pabbi hennar hefði bannað henni það. Hermenn út um allt voru eins og hluti af lífinu og trufluðu Maríu lítið, þótt henni þætti órétt- látt að fólkið hennar þurfti alltaf að sýna vegabréf þegar það fór á milli borga eða að strandsvæðunum. „Reyndar voru móðuramma mín og -afi alveg í sjokki þegar ég skrifaði þeim og lýsti þeirri ósanngirni, sem landnámið væri. Eitthvað hlýt ég því að hafa verið farin að velta fyrir mér óréttlæti heimsins á þessum tíma,“ segir hún hugsi. Djöflar í mannsmynd Hún var send í skóla, en eftir nokkra daga neitaði hún að fara þangað og fékk einkakennara í ar- abísku, ensku og stærðfræði. „Mér var strítt í skólanum, krakkarnir héldu að ég væri gyðingur af því ég var svona ljós. Einkakennslan gekk vel, nema stærðfræðin, ég botnaði ekkert í þessum arabísku tölum. Einu sinni lenti ég í veseni í sælgæt- isbúð af því ég vissi ekki að tölustaf- unina hrapallega. „Ég var svona tíu ára þegar einhver sagði að ég væri helvítis kynblendingur og svaraði fullum hálsi að ég væri sko engin lessa!“ Foreldrar Maríu skildu 1985, al- veg óvænt frá hennar bæjardyrum séð, enda hafði hún ekki merkt ann- að en að allt væri í himnalagi á milli þeirra, engin rifrildi, ekkert vesen. Hún segist hafa tekið skilnaðinn mjög nærri sér. Þær systur voru hjá móður sinni og nýjum manni henn- ar, sem seinna kom inn á heimilið, en faðir þeirra fluttist út og leigði sér herbergi. „Ég hætti að brosa að sögn kennaranna, sem höfðu tölu- verðar áhyggjur af mér. Pabbi, sem alltaf var svo léttur í skapi, varð dapur og svo fór að hann krafðist forræðis yfir okkur. Ég var mikið hjá honum og stundum systir mín líka og man vel eftir sjónarspilinu, sem ég setti á svið þegar félags- málayfirvöld boðuðu komu sína, eins og þeim bar skylda til. Við systurnar fórum þá, stilltar og prúðar, að leika með Barbídúkkur, sem við annars gerðum aldrei.“ Þótt María minnist á aðkomu fé- lagsmálayfirvalda tekur hún fram að engin óregla hafi verið á for- eldrum hennar. Hún segir að þótt sér hafi þótt jafnvænt um báða hafi sér runnið til rifja einstæðings- skapur föður síns og ákveðið að flytjast til hans. „Mér fannst líka jafnréttismál að þau hefðu hvort sína dótturina. Okkur pabba kom mjög vel saman, hann vildi allt fyrir mig gera, leyfði mér til dæmis að velja litinn á bíl, sem hann festi kaup á, og svo þegar hann keypti íbúð fékk ég sérherbergi,“ segir hún og bætir við að þegar fram liðu stundir hafi foreldrar hennar náð sáttum, meira að segja orðið góðir vinir og um skeið rekið fyrirtæki saman. Sjálf áttaði hún sig um síðar á að sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ári eftir skilnaðinn, þegar María var tólf ára, var a.m.k. gróið svo um heilt milli foreldra hennar að þær systur fengu að fara í þriggja mán- aða sumarfrí með föður sínum til Jerúsalem. „Þótt dvölin hafi verið mjög ánægjuleg tók ég eftir að umhverfið hafði drabbast niður, mikið um skot- göt á húsunum, sorphirða í lágmarki og rusl út um allt. Fólkið var orðið þjóðernissinnaðra og ég skynjaði heift og hatur gagnvart gyðing- unum. Sjálf horfði ég upp á þá tuska arabana til við landamæri, stoppa fólk að óþörfu og leita á því. Forrétt- indi gyðinganna birtust og birtast Maríu Dýravinur Níu ára dýra- vinur í Jerúsalem. Skæruliðarnir Strákahópur í Ramal- lah, sem María slóst stundum í hóp með. Foreldrarnir Brúð- kaupsdagur Þórstínu Þorsteinsdóttur og Salmann Tamimi 1976. ‘‘ÉG FÉKK ALVÖRU TIL-FINNINGU FYRIR KÚGUNOG ÞVÍ HVAÐ HEIM-URINN GETUR VERIÐ VONDUR, EN KYNNTIST LÍKA EINSTÖKU FÓLKI. 13 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.