Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 20
20 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Í kínverskri tónleikahöll Sigurður Flosason tónlistarmaður fædd-ist 22. janúar 1964 í Reykjavík. Hannlauk stúdentsprófi frá MH og einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1983. Bachelorsprófi frá Indiana University 1986 og mastersprófi frá sama skóla 1988. Einkanám hjá George Coleman í New York 1988-89. Sigurður hefur komið við í flestum geirum íslensks tónlistarlífs, staðið fyrir margvíslegu tónleikahaldi heima og erlendis, komið að skipulagningu tónlistarhátíða og tónleikaraða, tekið virkan þátt í félagsmálum, unnið að nám- skrárgerð og kennt tónlist. Hann hefur verið yfirmaður djassdeildar og aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla FÍH frá 1989. Sigurður hefur sent frá sér 16 geisladiska; átta í eigin nafni og átta dúóverkefni með Gunnari Gunnarssyni, Jóel Pálssyni, Sólrúnu Bragadóttur, Kristjönu Stefánsdóttur og Pétri Grétarssyni. Spuna- konsertar, nýr diskur þar sem Sigurður kem- ur fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands er nýkominn út. Sigurður er kvæntur Valborgu Önnu Björnsdóttur og eiga þau þrjár dætur. Sigurður Flosason Einleikur Einn af hápunktunum á ferlinum; einleikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands 2008. Í Shanghai Við Jóel Pálsson í Tónleikahöllinni í Shanghai 2006 með tveimur vinsamlegum sætavísum. Faðir og dætur Í Flórens 2006. Sólveig Erla fremst, Sigríður Hulda og Anna Gréta. Afmæli Ég og Brjánn Ingason vinur minn á 19 ára afmælisdaginn minn 1983 - smókingklæddir að sötra brennivín og borða þorramat. Stúdent Stoltur stúdent vorið 1983. Grímusamkvæmi Hjón á leið í samkvæmi þar sem grímuklæðnaðar var krafist. Ég og Vilborg Anna Björnsdóttir, konan mín. Meistari Nýkominn með mastersgráðu frá Tónlistarháskólanum í Indiana. Með foreldrum mínum, Flosa Hrafni Sigurðssyni og Huldu Heiði Sigfúsdóttur, fyrir utan skólann. Fjögurra ára afmæli Fullkomið fjögurra ára afmæli árið 1968 - piparkökuhús, Miranda og allt! Ég og Ágústa systir með systk- inabörnunum Sigríði og Steinunni Stefánsdætrum, Sigfúsi og Kolbeini Bjarnasonum. Tónlistarnemi Í Tónmennta- skóla Reykjavíkur 1977. Glæsibíll Ný- bakaður og stoltur bíleig- andi í Banda- ríkjunum 1986, Mercury Cougar 1981. Í fullum skrúða 13 ára kominn í fullorðins lúðrasveit. Engum fötum hef ég klæðst jafn stoltur - hvorki fyrr né síðar. Með Kidda æskuvini mín um Stoltur í lúðrasveit Virðulegir herramenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.