Morgunblaðið - 14.12.2008, Qupperneq 21
21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Staða fjármálamarkaða hefur haft áhrif á Frjálsa lífeyrissjóðinn en aðgerðir í Eignastýringu
Kaupþings, sem er rekstraraðili sjóðsins, hafa á undanförnum tveimur árum miðað að því að
minnka markvisst áhættu í fjárfestingarleiðum sjóðsins. Með auknu vægi ríkisskuldabréfa
og kerfisbundinni sölu á hlutabréfum hefur tekist að að draga verulega úr neikvæðum áhrifum
á eignasafn Frjálsa lífeyrissjóðsins sem endurspeglast í ávöxtun sjóðsins.
Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum þarf ekki að skerða réttindi eða lífeyri sjóðfélaga
í samtryggingadeild sjóðsins.
Aukaársfundur 16. desember
Frjálsi lífeyrissjóðurinn heldur aukaársfund þriðjudaginn 16. desember næstkomandi, kl. 17:15,
í höfuðstöðvum Kaupþings. Lagðar verða fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins
og veittar upplýsingar um rekstur og ávöxtun sjóðsins á árinu. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga
til að mæta á fundinn.
Ítarlegri upplýsingar um Frjálsa lífeyrissjóðinn má nálgast á www.frjalsilif.is
FRJÁLSI
LÍFEYRISSJÓÐURINN
Nafnávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins fyrstu 11 mánuði ársins 2008
Góð ávöxtun miðað við erfiðar aðstæður á fjármálamörkuðum
Frjálsi Áhætta
-3,6%
Fjárfestingarleiðirnar hafa mismunandi fjárfestingarstefnu og eru því misáhættusamar. Frjálsi Áhætta er áhættumest og Frjálsi 3 er áhættuminnst.
-5%
0%
10%
15%
20%
25%
5%
-2,2% +12,7% +23,1%
Frjálsi 1 Frjálsi 2 Frjálsi 3
Það skiptir engu máli þótt eplið sé
undarlegt í laginu eða gulrótin
stutt og bogin. Ef ávextir og græn-
meti eru óskemmd, þá skiptir útlit-
ið litlu. Fegurðin kemur að innan, í
formi hollustunnar.
Þessu hafa skriffinnar í Evrópu-
sambandinu gert sér grein fyrir.
Nú, þegar verð á matvælum rýkur
upp úr öllu valdi, hefur verið
ákveðið að slaka aðeins á kröfum
um óaðfinnanlegt útlit hollmet-
isins.
Bandaríska dagblaðið Los Angel-
es Times fjallaði um þetta á dög-
unum. Þótt íbúar Los Angeles þyki,
a.m.k. sumir, leggja ofuráherslu á
óaðfinnanlegt útlit, þá er ljóst af
skrifum blaðsins að þar á bæ þykir
of langt seilst að setja fegurð-
arstaðla um hollustuna.
Blaðið bendir á að margar furðu-
legar og skemmtilegar sögur ganga
um skrifræðið í Brussel. Vissulega
hafa þær margar heyrst, um að þar
sitji menn við skrifborð og ákveði
hversu löng, breið og græn gúrka
verði að vera til að teljast boðleg
eða að valhneta verði að líta út
eins og bústaður álfa í ævintýrum
til að rata í evrópska munna. Marg-
ar slíkar sögur eru ýktar fram úr
hófi, en eftir stendur að vissulega
hefur Evrópusambandið sett ákveð-
in viðmið um hvað teljist boðlegt
hollmeti.
Nú má búast við að ólögulegir
ávextir og furðuvaxið grænmeti fái
sess í evrópskum stórmörkuðum,
segir Los Angeles Times og vísar
til þess að Evrópusambandið hafi
endurskoðað stífar reglur sínar um
26 tegundir, þar á meðal rósakál,
gulrætur, kirsuber, gúrkur og val-
hentur. Áður voru útlitsgölluð ein-
tök einungis notuð til vinnslu mat-
væla, en nú verður hægt að kaupa
þau; og að sjálfsögðu á lægra verði
en þau fullkomnu.
Enn verður þó hægt að gleðjast
yfir kiwi, eplum, perum, tómötum
og jarðarberjum samkvæmt eldri
Evrópustöðlum, enda líklega tak-
mörk fyrir því hversu mikið af út-
litsgölluðum ávöxtum er hægt að
bjóða viðkvæmum neytendum.
Morgunblaðið/Arnaldur
Ljótt er
ekkert
óhollara
Tíminn flýgur áfram og í dag eru
liðin fimm ár frá því að bandarískir
hermenn fundu Saddam Hussein,
fyrrum leiðtoga Íraks, í felustað
sínum.
Bandaríkjaher lagði mikla
áherslu á að finna einræðisherrann
og draga hann fyrir rétt. Ýmsir
nánir samverkamenn hans voru
handteknir, synir hans fundust í
borginni Mosul í júlí 2003 og loks,
átta mánuðum eftir innrásina, fékk
herinn nægar upplýsingar til að
hringurinn um Saddam þrengdist.
Hermenn leituðu hans við bónda-
bæ 15 kílómetra suður af heima-
borg hans, Tikrit. Og þar fannst
hann í jarðhýsi, sem rétt nægði til
að fullorðinn maður gæti lagst þar
fyrir. Dýptin á holunni var um 2
metrar. Niður í hana varð ekki
komist nema opna hlera í jörðinni,
en hann var falinn með mottu,
múrsteinum og jarðvegi. Loftventill
veitti Saddam nægt súrefni til að
lifa af í holunni.
Í holunni voru vistir og fúlgur
fjár.
Einræðisherrann var fúlskeggj-
aður og skítugur í felustað sínum.
Hann var vopnaður, en gerði enga
tilraun til að verjast. Saddam
Hussein var leiddur fyrir rétt í
Bagdad árið 2005. Réttarhöldin
stóðu í heilt ár, en þá var hann
dæmdur til dauða. Hann var
hengdur 30. desember 2006.
Á þessum degi
Reuters
Hola Saddams Hún var alls ólík
höllum hans, holan sem Saddam
Hussein fannst í. Ákveðið var að
afmá hana, til að koma í veg fyr-
ir að hún yrði táknmynd hins
horfna leiðtoga í hugum stuðn-
ingsmanna hans.
14. DESEMBER 2003
SADDAM FANNST Í HOLUNNI