Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 27

Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 SEX krakkar fögnuðu jólunum með pabba sínum og mömmu í Hvíta húsinu jólin 1901 og hefur barna- fjöldinn þar aldrei verið meiri. Theodore Roosevelt, yngstur manna á forsetastóli, var aðeins 42 ára þegar hann tók við embætti og börnin hans 4, 7, 10, 12, 14 og 17 ára. Bandaríkjamenn eru lukkulegir að fá loks krakka aftur í Hvíta hús- ið, þegar Barack Obama flytur inn og með honum dætur hans tvær, Malia Ann tíu ára og Natasha sjö ára. Tvíburadætur George W. Bush og Lauru voru tvítugar þegar pabbi þeirra tók við embætti, Chelsea Clinton var reyndar aðeins 12 ára og varði unglingsárunum undir vökulum augum öryggisvarða í forsetatíð pabbans, en börn for- setanna þar á undan, George eldri Bush, Ronalds Reagans, Jimmys Carters, Geralds Fords, Richards Nixons og Lyndons Johnsons voru öll uppkomin. Það þarf því að leita aftur til forsetatíðar Johns F. Kennedys til að finna kríli í Hvíta húsinu. Krakkahópurinn hans Roosevelts var kærkomin vítamínsprauta í Hvíta húsið. Tímaritið Harper’s Weekly birti teikningu fyrir réttum 107 árum, 14. desember 1901, af kampakátum jólasveininum á lóð Hvíta hússins. „Mér skilst að það séu börn í Hvíta húsinu þetta árið,“ sagði sveinki. Hópurinn var stór og Roosevelt, sem var mikill barnakarl, varði eins miklum tíma með afkvæmunum og honum frekast var unnt. Elst var Alice, 17 ára, sem Roosevelt átti með fyrri konu sinni. Móðirin lést úr nýrnabilun tveimur dögum eftir að litla telpan fæddist. Alice setti mikinn svip á sam- kvæmin í Hvíta húsinu, þótt frökk og skemmtileg og frægt varð þegar hún sneri út úr gömlu orðatiltæki og sagði: „Ef þú hefur ekkert fal- legt að segja um annað fólk, sestu þá hjá mér!“ Hún varð mjög vinsæl og tískufyrimynd unga fólksins. „Alice-blár“ varð vinsælasti liturinn á kjólum ungra stúlkna á þessum tíma. Sumum þótti nóg um hversu frökk og áberandi stúlkan var. Ein- hver hafði orð á því við forsetann að hann ætti kannski að reyna að hemja dóttur sína, en Roosevelt hló bara og sagðist þurfa að velja; ann- aðhvort væri hann forseti Banda- ríkjanna eða hann sinnti Alice. Hann var hinn ánægðasti með dótt- ur sína og fól henni oft að koma fram fyrir sína hönd. Alice varð langlífust þeirra systkina, lést árið 1980, 96 ára að aldri. Næstur í systkinaröðinni var Theodore yngri, eða Ted. Honum var jafn illa við athygli fjölmiðla og Alice naut hennar. Pilturinn leið fyrir skrif blaðanna um hvert skref sem hann steig og faðir hann ritaði harðorð bréf til Harvard-háskóla, þar sem hann stundaði nám, þar sem hann krafðist þess að sonurinn fengi frið fyrir blaðamönnum. Kermit hét þriðja barnið, mikill útivistarmaður síðar í lífinu og vissi fátt betra en að fara í veiðiferðir með karli föður sínum. Hann barð- ist með breska hernum í fyrri og síðari heimsstyrjöldum, en flutti sig yfir í þann bandaríska þegar Bandaríkin hófu þátttöku í síðari heimsstyrjöldinni. Hann varð ekki mikill gæfumaður, þjáðist af alkó- hólisma og þunglyndi og svipti sig lífi hálfsextugur að aldri. Ethel, sem var aðeins tíu ára þessi fyrstu jól í Hvíta húsinu, varð hjúkrunarkona í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni 13 árum síðar. Yngstu bræðurnir tveir, Archie og Quentin, settu allt á annan end- ann í Hvíta húsinu. Þeir hafa að líkindum verið kallaðir „tápmiklir“ af velviljuðum, en „óttalegir vill- ingar“ af öðrum. Hinn sjö ára Arc- hie mætti á hverjum morgni til liðskönnunar lögreglu Hvíta húss- ins. Hann var heldur pasturslítill og oft lasinn. Í eitt skiptið ákvað Quentin bróðir hans að hressa hann við, sótti uppáhalds smáhest þess veika, tróð honum í lyftu húss- ins og rölti með hann alla leið að sjúkrabeðnum. Almenningur drakk í sig sögur af slíkum prakkarastrikum. Á fullorðinsárum stundaði Archie viðskipti með ágætum árangri. Quentin hætti í Harvard-háskóla til að ganga í flugherinn og lést þegar flugvél hans var skotin niður yfir Frakklandi árið 1918. Theodore Roosevelt lést í svefni árið 1919. Síðar sama ár kom út bók með safni bréfa hans til barnanna sex og varð metsölubók í Bandaríkjunum. Þegar bókin var í vinnslu sagði forsetinn fyrrverandi útgefandanum að af öllu því sem hann hefði ritað um ævina vildi hann helst að þessi skrif kæmu fyr- ir almenningssjónir. rsv@mbl.is Krakkarnir í Hvíta húsinu Fjölskyldan Ethel, Roosevelt forseti, Ted, Archie, Alice, Kermit, frú Edith Roosevelt og Quentin. Kampakátur Jólasveinn var ánægð- ur með að loks væri barnahópur í Hvíta húsinu. www. ferdamalastofa. is Lækjargata 3 | 101 Reykjavík | Sími 535 5500 | Fax 535 5501 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Strandgata 29 | 600 Akureyri | Sími 464 9990 | Fax 464 9991 I Netfang: upplysingar@icetourist.is Styrkir til úrbóta á ferðamannastöðum Eitt helsta aðdráttarafl Íslands í hugum ferðamanna, innlendra sem erlendra, er íslensk náttúra. Stefna íslenskra stjórnvalda er að ferðaþjónustan í landinu starfi sem mest eftir hugmyndafræði um sjálfbæra ferðaþjónustu. Liður í því er markviss uppbygging og fyrirbyggjandi aðgerðir til verndunar á íslenskri náttúru. Ferðamálastofa auglýsir styrki til úrbóta í umhverfismálum fyrir árið 2009. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem stuðla að bættu aðgengi að áningarstöðum. Styrkir skiptast í þrjá meginflokka: 1. TIL MINNI VERKEFNA: Úthlutað verður til minni verkefna í umhverfismálum. Aðallega verða veittir styrkir til efniskaupa. Hámarksupphæð hvers styrks verður 500 þúsund krónur. 2. TIL STÆRRI VERKEFNA Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM: Veittir verða styrkir til stærri verkefna þar sem umsækjendur stýra framkvæmdum og svæðin verða í umsjón eða eigu styrkþega eftir að framkvæmdum lýkur. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftirfarandi vinnureglur: a) Um er að ræða svæði eða staði sem verulegur fjöldi ferðamanna sækir heim. b) Megináhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem fullnaðarhönnun og framkvæmda- leyfi liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. d) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. e) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (d) getur ekki orðið af frekari styrkveitingum til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. f ) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. 3. TIL UPPBYGGINGAR Á NÝJUM SVÆÐUM: Veittir verða styrkir til uppbyggingar á nýjum svæðum sem skipulögð hafa verið þannig að ferðamönnum nýtist viðkomandi svæði. Þegar til úthlutunar kemur verður stuðst við eftir- farandi vinnureglur: a) Styrkupphæð getur aldrei orðir hærri en sem nemur 75% af framkvæmdakostnaði. b) Megináhersla verður lögð á að styrkja svæði þar sem samþykkt deiliskipulag liggur fyrir, þó getur hluti af styrkupphæð farið til vinnu á deiliskipulagi. c) Hluti af styrkupphæð Ferðamálastofu getur farið til verkhönnunar á viðkomandi svæði, þó aldrei meira en sem nemur 25% af styrkupphæð. d) Ferðamálastofa áskilur sér rétt til að fara yfir hönnun á viðkomandi svæði ásamt þeim forsendum sem þar liggja að baki. e) Styrkþegi er ábyrgur fyrir eðlilegu viðhaldi svæðis og mannvirkja er tengjast viðkomandi framkvæmdum. f ) Standi styrkþegi ekki við ákvæði (e) getur ekki orðið af frekari styrkveitingu til viðkomandi fyrr en að því ákvæði uppfylltu. g) Engu fé verður veitt til styrkþega fyrr en að undangengnum skriflegum samningi milli Ferðamálastofu og styrkþega. HVERJIR GETA SÓTT UM: Öllum sem hagsmuna eiga að gæta er frjálst að sækja um styrk að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Við úthlutun verður m.a. tekið mið af ástandi og álagi svæða, og mikilvægi aðgerðanna vegna náttúruverndar. Einnig verður tekið tillit til þess hvort viðkomandi verkefni nýtur þegar fjárstuðnings opinberra aðila. Ekki verður sérstaklega litið til dreifingar verkefna eftir landshlutum. UMSÓKNARFRESTUR: Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2009. Umsóknir sem berast eftir það eru ekki teknar gildar. MEÐFYLGJANDI GÖGN: Með öllum umsóknum skal skila inn gögnum er sýna fram á mikilvægi framkvæmdarinnar sem og skriflegt samþykki hlutaðeigandi aðila s.s. landeigenda, sveitarfélags, og umhverfisyfirvalda ef með þarf. HVAR BER AÐ SÆKJA UM: Umsóknir berist með vefpósti, umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu Ferðamálastofu, www.ferdamalastofa.is. Einnig er hægt að skila inn skriflegum umsóknum á eyðublöðum sem fást á skrifstofu Ferðamálastofu, Strandgötu 29, 600 Akureyri. Upplýsingar veitir umhverfisfulltrúi í síma 464-9990 eða með vefpósti, sveinn@icetourist.is Ferðamálastofa starfar samkvæmt lögum frá 1. janúar 2006. Verkefni Ferðamálastofu eru einkum: 1. Útgáfa leyfa, skráning á starfsemi og eftirlit með að skilyrðum fyrir þeim sé fullnægt. 2. Þróunar-, gæða- og skipulagsmál ferðaþjónustu, þ.e. framkvæmd markaðrar ferðamálastefnu, samræming umhverfis- og fræðslumála, miðlun upplýsinga, svæðisbundin þróun og alþjóðlegt samstarf. 3. Markaðs- og kynningar- mál ferðaþjónustu, í samræmi við ákvörðun ráðherra hverju sinni. Ferðamálastofa starfrækir fimm skrifstofur í fjórum löndum, Reykjavík, Akureyri, Kaupmannahöfn, Frankfurt og New York.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.