Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 28
28 Handverk
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
Þ
eir sem prjóna, elska að
frelsa sálir, fá fleiri til að
prjóna. Þetta er eins og
sértrúarsöfnuður, mað-
ur vill alltaf vera að
breiða út fagnaðarerindið,“ segir
Ragnheiður Eiríksdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og prjónakona, sem
var að gefa út bókina Prjóniprjón
ásamt vinkonu sinni, Halldóru
Skarphéðinsdóttur, doktor í líf-
fræði sem búsett er í Stokkhólmi.
Þær kynntust einmitt í sænsku höf-
uðborginni og stofnuðu þar sér til
skemmtunar Handprjónasamband
Norður-Stokkhólms. Ragnheiður,
sem flutti heim fyrir ári, starfar nú
sem nýsköpunar- og þróunarstjóri
hjá Bandalagi háskólamanna. Áður
starfaði hún í lyfjaiðnaði í nokkur
ár en samhliða því starfi vann hún
að kynfræðslu og varð meðal ann-
ars þekkt fyrir pistlaskrif sín.
„Það sem við gerum ráð fyrir að
fólk kunni er að fitja upp, fella af
og prjóna slétt og brugðið,“ segir
Ragnheiður en það var ekki pláss í
bókinni fyrir prjónakennslu eða
upprifjun á undirstöðuatriðunum. Í
þeim tilgangi vísar hún á vefsíðu
bókarinnar www. prjo-
niprjon.blogspot.com.
Lýsingar frekar en
uppskriftir
„Ef það er eitthvað
flóknara útskýrum við
það vel í uppskrift-
unum og erum með ít-
arlegar lýsingar
með,“ segir hún og
bætir við að í bók-
inni noti þær ekki
neinar flóknar
skammstafanir.
„Þarna er ekkert dul-
mál, sem þarf að af-
kóða til að skilja bók-
ina. Við viljum hvetja
fólk til að fá tilfinn-
inguna fyrir prjóni og
frelsa það úr viðjum
uppskriftanna og fá
það til að prjóna það
sem það langar í. Fólk
nálgast prjón oft af
hræðslu og lotningu og
leggur ekki í að byrja,“
segir Ragnheiður sem
kallar eftir viðhorfsbreyt-
ingu. „Margir eiga kannski hálf-
kláraða peysu, sem er prjónuð upp
að handvegi og eru með sam-
viskubit yfir því árum saman. Það
sem skiptir máli er að fella af. Það
er kannski hægt að gera tösku úr
peysunni. Það er aldrei fitjað upp
til einskis, það er alltaf eitthvað
gott sem kemur út úr því.“
Hún tekur líka dæmi um að
garðaprjónstrefill geti orðið að
barbíteppi og sjálf prjónar hún
með opnum huga. „Ég fitjaði upp á
húfu um daginn en nennti ekki að
gera prjónfestuprufu. Fitjaði eitt-
hvað upp og fór að prjóna en sá svo
að þetta væri engin húfa en þetta
yrði fínasta barnapeysa! Ég hlakka
bara til að sjá hvað kemur út úr
þessu.“
Ragnheiður á þrjú börn, Rúnu
Lóu fimm ára, Sindra Snæ 13 ára,
sem gengur með heimaprjónaða
húfu eftir sjálfan sig, og Hlyn sex-
tán ára. „Ég býð honum reglulega
að prjóna eitthvað á hann en hann
afþakkar það kurteislega,“ segir
Ragnheiður, sem hefur prjónað
þeim mun meira á Rúnu Lóu og
segir heppilegt að prjóna á „litla
einstaklinga“. Rúna Lóa er einmitt
á myndum í bókinni en flestar fyr-
irsætur eru úr fjölskyldum höfund-
anna.
Hún segir ákveðna töfra í því að
vera í einhverju sem maður hefur
prjónað sjálfur og segir líka gaman
að fá prjónaðar gjafir. „Þá
veistu að það sat einhver
lykkju fyrir lykkju og gaf tíma
sinn, þolinmæði og umhyggju.“
Hún prjónar sjálf gjafir og
þá ósjaldan húfur. Hún segir að
þá sé hægt að hanna húfuna
með vininn í huga. „Þetta er ein
leið til að tengjast fólkinu sínu.
Það er svo fallegt að gefa hand-
verk.“
Hún segir aðalmálið við að
prjóna ekki að spara. „Þú getur
auðvitað sparað með því að prjóna,
til dæmis með því að prjóna lopa-
vettlinga eða kjóla á litlar stelpur.
Ég held að þetta snúist meira um
samveruna og að fólk er að sækja í
eitthvað sem gefur jarðtengingu,
ró í hugann,“ segir hún um sí-
stækkandi hóp þeirra sem prjóna.
Ragnheiður segir nærveru með
prjóni verða öðruvísi en aðra nær-
veru og bætir við að hún hafi setið
yfir deyjandi ömmu sinni og prjón-
að.
Hún segist alltaf hafa haft prjón
í kringum sig. „Langamma mín
prjónaði stöðugt og langafi minn
líka. Þegar langafi komst ekki á
sjóinn sat hann og prjónaði, sjó-
vettlinga, sokka og neðangern-
inga,“ segir hún en það síðast-
nefnda er að prjóna neðan við
sokkinn, sumsé taka upp lykkj-
Aldrei fitjað upp til eins
Ragnheiður Eiríksdóttir
er prjónakona af lífi og
sál og vill breiða út
prjónafagnaðarerindið.
Það gerir hún meðal
annars með útgáfu
nýrrar bókar sinnar og
Halldóru Skarphéð-
insdóttur sem ber nafn-
ið Prjóniprjón.
Peysa úr plötulopa Rúna Lóa dóttir Ragnheiðar valdi litinn í köntunum.
Töff Flott vesti á litla stráka.
Hér er hægt að láta hug-
myndaflugið ráða í litavalinu.
Prjónakonan heima á Flókagötunni Þegar Ragnheiður Eiríksdóttir tekur upp prjónana er ekki endilega ljóst hvar
ferðalagið endar. Hún segir nærveru með prjóni vera öðruvísi en aðra nærveru og segir prjónið góða þerapíu.
Morgunblaðið/RAX