Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 30

Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 30
30 Knattspyrna MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is G ætið ykkar að hrasa ekki um geldoll- urnar,“ mun Roy Keane einhverju sinni hafa sagt þegar hann lóðsaði hóp ungmenna um bún- ingsherbergin á æfingasvæði Sun- derland. Vitaskuld var hann að gera að gamni sínu en fyrirlitningin skein eigi að síður í gegn. Keane er fulltrúi gamalla tíma í sparkheimum, kemst óstuddur gegnum lífið án hárgels og húðflúrs og hefur ímugust á hvers- konar prjáli. Það kemur því ekki á óvart að kvöldið sem þáverandi liðs- félagi hans hjá Manchester United, David Beckham, efndi til konunglegs brúðkaups grófu blaðamenn Keane upp á knæpu einni í grenndinni. „Hvers vegna ert þú ekki í brúð- kaupinu, lagsi?“ spurðu þeir högg- dofa. „Valið stóð milli brullaupsins og Úlfsins. Úlfurinn varð ofan á,“ svaraði Keane sposkur um hæl en það var einmitt nafnið á knæp- unni. Já, Roy Keane dansar fremur við úlfa en uppskafn- inga. Þessi lif- andi goðsögn hefur nú dregið sig í hlé – alltént um stundarsakir – eftir æsilega rússí- banareið í Sunderland. Keane var rétt búinn að leggja skóna á hilluna þegar hann tók við liðinu í ágúst 2006. Það sat þá á botni næstefstu deildar og spriklaði ekki beinlínis af elju og áhuga. Hinn forni fjandi Quinn Raunar hafði hann hafnað félaginu þegar nýir eigendur þess leituðu fyrst hófanna hjá honum. Fannst hann ekki tilbúinn. Niall Quinn, sem safnað hafði hinum nýju eigendum saman um sumarið, Drumaville- hópnum, brann þá í skinninu að spreyta sig á sparkstjórninni og var það látið eftir honum. Með voveifleg- um afleiðingum. Eftir aðeins fjóra leiki stóðu menn því aftur á tröpp- unum hjá Keane – pungsveittir. Ekki hefur honum leiðst að horfa á þá sendinefnd engjast eins og ána- maðka, allra síst Quinn sjálfan en grunnt hefur verið á því góða milli þeirra frá því Keane var sendur heim eftir að hafa kvartað undan aðbúnaði írska landsliðsins á heimsmeist- aramótinu 2002. Téður Quinn stóð þá eins og klettur að baki þjálfaranum, Mick McCarthy. Því getur Keane ekki gleymt, hann er eins og fíllinn í þeim skilningi. Spyrjið bara aum- ingja Alf-Inge Håland, eða „píkuna þá arna“, eins og Keane kallar hinn norska fjandmann sinn jafnan. Ritarinn bar boðin Ekki kom þó til álita að henda Quinn út í hafsauga, þvert á móti var hann hækkaður í tign – gerður að stjórnarformanni. Hvernig í ósköp- unum verður samskiptum þeirra Keanes eiginlega háttað? spurðu menn áhyggjufullir. Því er fljót- svarað. Þau rúmu tvö ár sem Keane stýrði Sunderland voru engin bein samskipti þeirra Quinns í millum. Það er hreint engin tilviljun að stjór- inn sagði starfi sínu lausu fyrir at- beina sms sem er örugglega eins- dæmi í sparksögunni. Keane harðbannaði Quinn að láta sjá sig í búningsklefanum og á æf- ingasvæðinu. Þyrftu þeir félagar að skiptast á skilaboðum, þar sem sms- tæknin dugði ekki, var ritari sem starfar hjá félaginu, Margaret Byrne, kvödd á vettvang. Mags, eins og þeir kalla hana, naut fyllsta trausts beggja manna. Seint munu samskipti af þessu tagi þykja traustvekjandi en menn létu sér það í léttu rúmi liggja meðan vel gekk á vellinum. Og það gerði það svo sannarlega. Sunderland tók hamskiptum undir stjórn Keanes og reykspólaði upp töfluna. Lauk keppni um vorið í efsta sæti og end- urheimti úrvalsdeildarsætið sem það hafði glatað með skömm ári áður. Árangurinn í efstu deild var líka við- unandi í fyrra, með hliðsjón af mannafla. Fimmtánda sætið var álit- ið ágætur grunnur að frekari afrek- um. Eigendur félagsins, með auðkýf- inginn Sean Mulryan í broddi fylk- ingar, báru Keane á höndum sér og jusu í hann fé til leikmannakaupa enda þótt heimildir hermi að stjórinn hafi aðeins einu sinni stungið við stafni á stjórnarfundi. Það er einfald- lega ekki hans stíll. Einu sinni var hann þrábeðinn að heilsa upp á Mul- ryan þegar hann var aldrei þessu vant staddur á Ljósvangi en hafnaði því með eftirfarandi orðum: „Ég stend ekki í stjórnarmönnum.“ Guði sé lof fyrir sms! Keane var ekki spar á sjóði í sum- ar, sveiflaði veskinu í allar áttir í því augnamiði að styrkja liðið. 80 millj- ónir punda liggja víst eftir hann þegar allt er talið. Það er engin skiptimynt. Vissulega festi Keane kaup á nafnkunnum leik- mönnum, en hörgull hefur verið á þeim hjá Sunderland, en voru þetta endilega bestu mennirnir sem völ var á? Áhangendur Liv- erpool myndu hiklaust svara því neitandi, alltént setur að þeim hroll þegar El Hadji Diouf og Djibril Cissé ber á góma. Stuðn- ingsmenn Tottenham brjótast heldur ekki um af kæti þegar Steed Malbranque og málaliðinn Pascal Chimbonda eru nefndir á nafn. Má ég þá frekar biðja um Laufeyju. Eigi að síður geta flestir ver- ið sammála um að leik- mannahópur Sunderland sé það sterkur að liðið eigi ekki að þurfa að berjast fyrir lífi sínu í deildinni eins og allt útlit er fyrir á þessu stigi málsins. Hvorki hefur geng- ið né rekið, einkum síðustu vikurnar og smám saman tók að hitna undir Keane. Mitt í þessum öldudal fór stjórn félagsins þó að ámálga nýjan samning við kappann. Það undirstrikar traustið. En hann var eins og svo oft áður hrein- skilnin uppmáluð þegar hann lýsti því yfir að sú umræða væri ótímabær. „Ég er ekki viss um að ég eigi nýjan samning skilið!“ Enda þótt Roy Keane hafi látið margan manninn hafa það óþvegið gegnum árin hefur hann alltaf verið harðastur við sjálfan sig. Flestir Fangs er von af Fyrir fáeinum vikum þótti Roy Keane einn efnilegasti knattspyrnustjórinn í Englandi en nú hefur þetta ólíkindatól yfirgefið Sunderland. Menn velta því í kjölfarið fyrir sér hvort skapgerð hans henti í starf af þessu tagi. Vígalegur Roy Keane stýrir Sunderland meðan allt lék í lyndi. Nú er hann farinn. ‘‘ÞAU RÚMU TVÖ ÁR SEMKEANE STÝRÐI SUNDER-LAND VORU ENGIN BEINSAMSKIPTI ÞEIRRA QUINNS Í MILLUM. Fæst hjá N1, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatnasvæði vítt og breitt um landið, í allt sumar fyrir aðeins 6000 kr. Þú ákveður svo hvar og hvenær þú veiðir. Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir. Frí heimsending þegar verslað er á www.veidikortid.is Svör sendist fyrir 17. desember Gull- og silfursmiðjunni Ernu, Skipholti 3, 105 Reykjavík Þrenn verðlaun verða veitt: • Jólaskeiðin 2008, hönnuður Sóley Þórisdóttir • Ársskeiðin 2008, hönnuður Stefán Snæbjörnsson • Servíettuhringur ársins 2008, Gleym-mér-ei Dregið verður úr innsendum svörum 20. desember og samband verður haft við 3 heppna lesendur Morgunblaðsins. Gull- og silfursmiðjan Erna, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Jólagetraun Ernu Hvað heitir eina fyrirtækið sem framleiðir jólaskeiðar á Íslandi? Svar: Hvaða listakona hannaði jólaskeið Ernu 2008? Svar: Hvaða listamaður hannaði ársskeiðina 2008? Svar: Nafn: Heimilisfang: Sími: Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.