Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 31

Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 31
Ákveðinn Keane liggur aldrei á skoðunum sínum og vandaði ekki alltaf dómurum kveðjurnar þegar hann lék með Manchester Utd. hefðu líklega stokkið á nýja samninginn burtséð frá gengi liðsins. Tvær grímur renna á Keane Eftir skellinn gegn Bolton á Ljósvangi fyrir hálfum mánuði gaf Keane sterklega í skyn að hann væri á förum þegar hann talaði um að ef til vill væri hann ekki rétti mað- urinn í starfið. Flestir bjugg- ust samt við að hann berðist áfram og það kom því nokk- uð á óvart þegar hann sendi Quinn téð sms-skilaboð fyrir síðustu helgi. Sem leikmaður gafst Keane aldrei upp fyrr en hann sá úrslitin svart á hvítu í blöðunum morguninn eftir leik en sem knatt- spyrnustjóri gekk hann úr skaftinu við fyrsta mótbyr. Það er ekki hon- um líkt. En hvað fór eiginlega úrskeiðis? Meðan allt lék í lyndi leit út fyrir að Keane hefði burði til að verða jafngóður knatt- spyrnustjóri og leikmaður og menn voru jafnvel farnir að hugsa um hann sem arf- taka Sir Alex Fergusons á Old Trafford. Hvernig gat hann sokkið eins og Titanic? Gera má því skóna að Keane sé einfaldlega uppi á röngum tíma. Eins og fyrr er getið fyrirlítur hann glys og tildur og botnar hvorki upp né niður í leikmönnum sem mæta með hanska og trefil á æfing- ar. Sjálfur var hann ekki á neinum sultarlaunum hjá United en hann vann fyrir þeim – hverju penníi. Sama verður því miður ekki sagt um marga leikmenn í ensku úrvalsdeild- inni í dag. Menn veigra sér ekki við að skipta um félög eins og sokka í æðisgenginni leit að feitasta tékk- anum. Margt bendir til þess að megn starfsógleði hafi gripið Keane innan um þessa menn. Óbeitin varð bar- áttuþrekinu yfirsterkari. Á enga hlýju til Hermt er að flestum leikmönnum Sunderland hafi létt þegar Keane sneri baki við félaginu. Það segir sitt- hvað um manngerðina. Hann er ein- fari sem ekki á gott með að gefa af sér. Fyrir það virðist hann hafa liðið. Tony Cascarino, sem lék með Keane í írska landsliðinu, velti þessu fyrir sér í The Times á dögunum. „Knattspyrnustjórar þurfa að vera ráðkænir. Þeir þurfa að finna hinn gullna meðalveg, sýna leikmönnum sínum áhuga en um leið halda ákveð- inni fjarlægð. En Keane er bara fjar- lægur, hann á enga hlýju til. Tengsli? Ekki í þessu lífi,“ segir Cascarino. Þessi greining bendir til þess að Keane hafi tekið rétta ákvörðun þeg- ar hann yfirgaf Sunderland. Starf knattspyrnustjórans henti honum hreinlega ekki. Enginn skyldi þó af- skrifa þennan holdgerving barátt- unnar. Hann er aðeins 37 ára að aldri og hefur án efa lagt duglega inn í reynslubankann undanfarin tvö ár. Keane hefur líka lýst því formlega yfir að hann sé hvergi nærri hættur. „Ég mun snúa aftur,“ stóð í yfirlýs- ingu frá honum eftir sms-gjörning- inn. En eftir stendur þó að Roy Keane gæti þurft að endurskoða nálgun sína ætli hann að þrífast í þessu margslungna starfi. frekum úlfi Reuters Reuters Perluvinir Niall Quinn býður Roy Keane velkominn haustið 2006. Mags ritari átti annríkt þegar myndin var tekin. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Sagt er frá athafna- mönnum og farand- verkafólki, knattspyrnuköppum og stjórnmálamönnum og síðast en ekki síst baráttunni um fram- tíð byggðar í Vestmannaeyjum. holar@simnet.is Hér eru sögurnar óteljandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.