Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 32

Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 17. desember 1978: „Alþýðuflokk- urinn er forystulaus og sundr- aður. Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað þá staðreynd ræki- lega. Forysta Alþýðuflokksins er brostin. Bersýnilegt er að ráð- herrar Alþýðuflokksins starfa í engu samræmi við vilja meiri- hluta þingflokks og flokks- stjórnar. Á fimmtudagsmorgni samþykktu ráðherrar flokksins í ríkisstjórninni meðferð fjárlaga og skattamála, sem þeir vissu, að mundu koma til umræðu í flokks- stjórn þá um kvöldið, og þeim var ljóst, að ákvörðun flokksstjórnar gat orðið önnur en þeirra.“ . . . . . . . . . . 18. desember 1988: „Deilur um landamæri Ísraels eru langt frá því að vera leystar, þótt PLO standi við þá yfirlýsingu Arafats að viðurkenna tilverurétt Ísraels. Reynslan ein sker úr um það, hvort hryðjuverkum gegn Ísr- aelum verður hætt og hvort lát verður á manndrápum Ísr- aelsmanna á herteknu svæðunum. Ísraelar halda fast í yfirráð sín yfir Jerúsalem, ekkert arabaríki hefur horfið frá kröfunni um að Ísraelar láti Jerúsalem af hendi. Atburðir síðustu daga sýna hvað sem öðru liður að fljótt skipast veður í lofti. Hvarvetna í heim- inum er meiri vilji en áður til að leysa svæðisbundin deilumál. Það verður fyrsta utanríkisverkefni nýs forseta Bandaríkjanna, George Bush, að reyna að greiða úr þessari flækju allri.“ . . . . . . . . . . 13. desember 1998: „Harkalegar deilur hafa blossað upp vegna þeirra ákvæða í frumvarpi rík- isstjórnarinnar um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, sem snúa að smábátaútgerð í landinu og þá sérstaklega á Vestfjörðum. Ljóst er, að trillukarlar á Vest- fjörðum eru æfir og telja að með frumvarpinu hafi verið kveðinn upp dauðadómur yfir smábátaút- gerð þar.“ Úr gömlum l e iðurum Ríkisstjórninátti aðganga lengra í að skera niður útgjöld áður en samþykkt var að hækka skatta á einstaklinga og auka á þá álögur. Fjárhagur margra heimila hefur orðið fyrir áfalli ekki síður en ríkissjóðs. Þeg- ar um þrengist er heppilegast að fólk haldi sem mestu eftir af sjálfsaflafé sínu. Það hlýtur að vera þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins pólitískt áfall að standa að nú- verandi skattahækkunum. Í meira en tíu ár hefur flokk- urinn staðið að lækkun tekju- skatts einstaklinga og fellt niður hátekjuskatt og eigna- skatt. Einnig hefur erfða- fjárskattur og fjármagns- tekjuskattur verið lækkaður verulega. Í stað þess að verja þessa arfleifð við erfiðar að- stæður var farið aftur í vasa skattgreiðenda. Hækkun persónuafsláttar um áramótin dregur vissulega úr áhrifum þessarar hækk- unar. Hins vegar er á sama tíma farið í þann leik að klípa af fólki krónur og aura hér og þar. Það safnast þegar saman kemur. Ekki má gleyma að sveitar- félögum var einnig veitt heim- ild til að hækka útsvar um hálft prósentustig. Miðað við lýsingar forystumanna Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á bágri stöðu margra þeirra má búast við að flest sveit- arfélög nýti sér þá heimild. Samtals getur skattahækkun ríkis og sveitarfélaga því numið 1,5 prósentustigum. Samdráttur í efnahagslíf- inu leiðir til þess að heimilin þurfa að draga saman seglin. Atvinnuleysi eykst. Laun lækka. Kostnaður eykst og verð- tryggð lán hækka í kjölfar ákvörð- unar Alþingis að hækka gjöld á áfengi, tóbak og olíu. Bifreiðagjald hækkaði einnig en hefur ekki áhrif á vísitölu neysluverðs. Kaup- máttur er álíka mikill og árið 2005. Að sama skapi hefði átt að draga verulega úr opinberum útgjöldum í stað þess að auka byrðar almennings frekar. Í krónum talið stefnir í að útgjöld ríkissjóðs standi í stað milli ára. Stórtækur niður- skurður í rekstri hins op- inbera er nauðsynlegur. Rík- isstjórnin þarf að hrinda í framkvæmd hugmyndum um fækkun ráðuneyta og rík- isstofnana. Hún á að endur- skoða hina háu styrki til einn- ar atvinnugreinar, land- búnaðarins, og skera niður óarðbærar opinberar fram- kvæmdir. Tónlistarhúsið stingur í augu, hálfbyggt við Reykjavíkurhöfn. En höfum við efni á að ljúka því við þess- ar erfiðu aðstæður? Ef góðærið er búið hjá fjöl- skyldum í þessu landi er það svo sannarlega búið hjá stjórnmálamönnunum. Það skiptir meira máli núna en áður hvernig hverri krónu er ráðstafað. Lægri upphæð er til skiptanna. Sóunin verð- ur þar af leiðandi dýrkeyptari en áður. Ráðstöfun takmark- aðra gæða er betur komin í höndum einstaklinga en stjórnmálamanna. Leita átti allra annarra leiða áður en farið var að hækka skatta og álögur á borgarana. Fólkinu sjálfu er best treystandi til að ráðstafa sínum eigin fjármunum. Stórtækur nið- urskurður í rekstri hins opinbera er nauðsynlegur} Dragið úr útgjöldum Aukin áfengisneysla fylgir velmeguninni FRÉTTASKÝRING Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is Í slendingar neyttu ríflega 10 milljón lítra af áfengi 1995. Árið 2007 var sú tala orðin tæpir 25 milljón lítrar og það þarf engan reiknimeistara til að sjá að sú aukning er umtalverð. Á 12 árum slagar hún hátt í 150% sam- kvæmt rannsókn Hagstofu Íslands á útgjöldum heimilanna. „Verðlag, kaupmáttur launa og að- gengi að áfengi eru þau þrjú atriði sem talin eru ráða mestu þegar við berum saman áfengisneyslu þjóðar,“ segir Þórólfur Þórlindsson, forstöðumaður Lýðheilsustöðvar. „Og sú þróun sem orðið hefur hér kemur heim og saman við það. Áfengisverð hefur lækkað, kaupmáttur í þjóðfélaginu hefur auk- ist verulega og aðgengi að áfengi hefur aukist með fjölgun útsölustaða og lengri afgreiðslutíma verslana.“ Þór- ólfur bendir á að inni í þessum tölum sé þó líka að finna það áfengi sem er- lendir ferðamenn neyti í Íslandsdvöl- inni og það hafi vissulega einhver áhrif. Að sama skapi vanti þó einnig það magn áfengis sem landinn neyti á erlendri grundu. „Sú breyting hefur einnig átt sér stað á undanförnum ár- um hér heima sem og víða í Vestur- Evrópu að aukningin hefur verið hlut- fallslega meiri hjá konum en körlum. Þær eru að draga á karla.“ Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, tekur í sama streng. „Áfengis- neyslan hefur ekki breyst mikið hjá unga fólkinu, en við höfum séð mikla aukningu hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Áður var mikið um bindind- isfólk í þessum hópi, sérstaklega með- al kvenna. Þá var óalgengt að konur sem nú eru sextugar neyttu áfengis.“ Bjórinn flýtur Þegar tölur Hagstofunnar eru skoð- aðar sést að mest hefur aukningin ver- ið í sölu á bjór. Árið 1995 keypti land- inn 8.179.623 lítra af bjór, en 2007 var sú tala komin upp í 19.443.965 lítra. „Bjórinn stendur að verulegu leyti undir þessari auknu áfengissölu og þar sker Ísland sig úr hvað Norðurlöndin varðar,“ segir Þórólfur. Rauðvín- og hvítvínsala hefur aukist verulega hér, líkt og á hinum Norðurlöndunum. „Danmörk og Grænland eru líka frábrugðin hinum Norðurlöndunum því að þar fara tölurnar lækkandi. Um miðjan níunda áratuginn neyttu Dan- ir, 15 ára og eldri að meðaltali vel yfir 12 alkóhóllítrum á ári.“ Danir hafi hins vegar nú dregið úr neyslu á bæði sterku víni og bjór, þó vissulega sé áfengisneysla bæði þeirra og Græn- lendinga meiri en hinna Norður- landaþjóðanna. Áfengisneyslan eykst hins vegar mest á Íslandi og Finnlandi. „Kaup- máttur jókst meira á tímabilinu á Ís- landi en í samanburðarlöndunum, þá hefur hlutfallsleg lækkun á áfengis- verði verið töluverð hjá okkur á Ís- landi á þessum tíma.“ segir Þórólfur. Hjá Finnum liggur hins vegar önnur ástæða að baki. „Þeir tóku að selja áfengi í matvöruverslunum og finnsk- ar rannsóknir benda til að aukninguna megi að einhverju leyti rekja til þess.“ Þórarinn telur því varhugavert að flytja áfengissölu yfir í matvöru- verslanir. „Unga fólkið mun alltaf vera tilbúið að leggja á sig töluvert til að kaupa áfengi, en hjá eldra fólki er þetta oft spurning um aðgengi.“ Það sé líka sá hópur sem sé farið að verða vart við alvarleg heilsufarsvandamál hjá í kjölfar aukinnar áfengisneyslu. „Alvarlegasta afleiðingin hefur nefnilega ekki verið fjölgun innlagna hjá SÁÁ, heldur heilbrigðisvandamál á borð við óafturkræfan heilaskaða af völdum áfengisneyslu hjá fólki sem á kannski tíu ár eftir af starfsævinni. Við erum líka farin að verða vör við skorpulifur og briskirtilskvilla, sem lít- ið bar á áður og hefur nú fjölgað hratt sl. tvö ár.“ Áfengissala á mann á Norðurlöndum 1991-2006 Alkóhóllítrar á mann 15 ára og eldri 1995 2006 12,6 11,7 11,3 12,1 8,3 10,1 7,2 4,8 4,8 6,3 6,5 6,8 6,8 6,2 Áfengissala á Íslandi eftir helstu vöruflokkum 1995-2007 Ra uð ví n Hv ítv ín Ró sa ví n Fr ey ði ví n Sh er rý Po rtv ín Ko ní ak /B ra nd ý Vi sk ý Vo dk a Gi n Lí kj ör ar An na ð Bj ór Sala árið 1995 Sala árið 2007 Dæmi um sölu: Árið 1995 seldust 603.056 lítrar af rauðvíni, en 8.179.626 af bjór. Árið 2008 seldust hinsvegar 2.195.248 lítrar af rauðvíni en 19.443.965 af bjór. MINNKANDI kaupmáttur og hærra áfengisverð vekur óneit- anlega þá spurningu hvort draga muni úr áfengisneyslu í kreppunni. Þórólfur Þórlindsson telur að brugðið geti til beggja vona í þeim efnum. „Það verður athyglisvert að sjá hvaða gerist því að uppi eru tvær ólíkar tilgátur. Önnur segir að hægja muni á aukningunni, en hin kenningin segir að kreppan leiði til félagslegrar upplausnar sem svo aftur ýti undir áfeng- isneyslu. Að einhverju leyti erum við að tala um efni sem valda fíkn og við vitum því einfaldlega ekki hvaða áhrif þessi samdráttur kemur til með að hafa. Hingað til hafa verið uppi vangaveltur um þetta, en nú gefst okkur færi á að fylgjast með því hvað raunverulega gerist.“ MEIRI NEYSLA EÐA MINNI? ›› Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Á tímum þegar tortryggni ríkir í garð stjórnmálamanna og ann- arra sem hafa pólitísk áhrif kem- ur skemmtilega á óvart að sjá að ráðherra í sérlega óvinsælli rík- isstjórn Íslands skuli ná þeim áfanga að njóta víðtæks trausts meðal þjóðarinnar. Hvað eftir annað sýna skoðanakannanir að þjóðin ber sérlega mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Jóhanna er kannski ekki í hópi sýnilegustu ráðherra ríkisstjórnarinnar en er heldur ekki í felum, líkt og nokkrir ónefndir ráðherrar sem virðast ekki treysta sér lengur í kastljósið þar sem þeir undu sér þó áður löngum stundum. Nú er það ekki svo að allir þeir sem segjast bera traust til Jóhönnu Sigurðardóttur séu hugsjónaríkir jafnaðarmenn sem sjá í henni öflugan full- trúa bræðralags og jafnréttis í ríkisstjórn. Þarna eru örugglega einnig harðsvíraðir sjálfstæðismenn sem hafa einbeitta trú á markaðnum og önugir kommúnistar sem vilja ekkert fremur en hverfa aftur til gamalla haftatíma. Jóhanna fær ekki blessun þessa hóps vegna stjórnmála- skoðana sinna heldur vegna þess að hún er talin heið- arlegur, samviskusamur og iðinn stjórnmálamaður sem starfar samkvæmt eigin sannfæringu. Hún hefur aldrei gjörbreytt um karakter í tilraun til að afla sér fjölda- fylgis. Hún sprellar ekki með fjölmiðlum í dægurþáttum og krúttlegum innlitsviðtölum. Hún kærir sig ekki um of mikla athygli sem er verulega óvenjulegt þegar stjórn- málamaður á í hlut. Allt of oft finnst manni að þeir sem ganga veg stjórnmálanna telji nauð- synlegt að breyta um karakter. Þetta var í byrjun ósköp venjulegt ágætisfólk sem fór síðan smám saman að tala samkvæmt for- skrift frá flokksskrifstofunni. Svo tók forrit- unin algjörlega völdin og þá átti sjálfstæð hugsun engan greiðan aðgang lengur inn í heilabúið. Hinn dæmigerði íslenski stjórnmálamaður er þannig að manni finnst eins og honum geti ekki dottið neitt í hug. Og eigin sannfæring sem var þarna einhvern tímann finnst ekki lengur. Það er eins og þessir stjórnmálamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lífið sé allt of flókið til að hægt sé að standa með sann- færingu sinni öllum stundum. Vegna þessa taka menn eftir stjórnmálamönnum sem hafa aldrei látið hvarfla að sér að kasta samvisku sinni og sannfæringu. Miklu frekar hafa þessir stjórnmálamenn lent í klandri vegna þess að þeir kunna ekki klæki og geta ekki breytt persónuleika sínum. Fólk þessarar gerðar hættir stundum í stjórnmálum frekar en að svíkja sannfæringu sína. Það eru vissulega ekki margir stjórn- málamenn þessarar gerðar en finnast sem betur fer. Það eru því nokkrir réttlátir á þingi og jafnvel í ríkisstjórn. Jóhanna Sigurðardóttir mælti á sínum tíma hin fleygu orð að hennar tími myndi koma. Ekki verður annað séð en að sá tími sé kominn. Og gæti staðið enn um sinn. kolbrun@mbl.is Kolbrún Bergþórsdóttir Pistill Hennar tími er kominn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.