Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 34

Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 34
34 Efnahagsmál MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Eftir Orra Pál Ormarsson og Árna Sæberg ljósmyndara G óðærið er á enda. Það hefur víst ekki farið framhjá nokkrum manni. Umsvif á bygg- ingamarkaði hafa verið mikil á umliðnum árum og vinnuafl flutt inn í stórum stíl til að anna spurn eftir húsnæði. Víða var mikið í lagt enda komu aurar út um eyru manna og nef – alltént sumra. En hvað verður um öll þessi hús og íbúðir núna þegar laun okkar dauðlegra manna brenna upp í verðbólgu og gengishruni? Að vísu skal því til haga haldið að blessuð krónan er eitthvað að braggast. En skyldi sú hagfellda þróun vera var- anleg? Nýhýsin, sem sprottið hafa upp eins og gorkúl- ur, bíða nú sum hver átekta – kuldaleg og tóm. Sum fullbúin, önnur hálfköruð. Víða má sjá spjald í glugga, hangi það ekki hreinlega utan á húsinu: Til sölu! Fasteignamarkaðurinn fraus í hylnum, líkt og sumarið forðum, og yfirvofandi er fólks- flótti úr landi. Það eru ekki bara nýbúar sem stefna skónum utan, heldur að óbreyttu inn- fæddir Íslendingar líka. Með einhverjum hætti þarf fólk að vinna fyrir skuldum sínum. Hverjir eiga eiginlega að búa í öllum þessum húsum þegar þetta fólk er gengið úr skaftinu? Blasir kannski við að launa íslensku sauðkindinni tryggðina gegnum aldirnar? Búa um hana innan um keramíkflísar, kamínu og flatskjá? Og bjóða henni upp á klaufanudd! Alltént hefur hún aldrei virkað skynsamari blessunin við hliðina á okkur mannfólkinu en á þessum síðustu og verstu tím- um. Tölur mjög á reiki Tölur um íbúðir í byggingu á höfuðborg- arsvæðinu eru mjög á reiki. Þá eru tölur um mannlausar íbúðir sem kunna að vera í sölu- meðferð líka á reiki og erfitt að átta sig á þeim fjölda enda fólk skráð á heimilisföng en ekki íbúð- ir. Í könnun sem Landsbankinn lét gera og greint var frá í Morgunblaðinu um miðjan september kemur fram að þá stóðu um 2.400 nýjar óseldar íbúðir auðar á höfuðborgarsvæðinu. Ef teknar eru með íbúðir sem byrjað er á fer talan upp í 5.900. Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, getur ekki staðfest þessar tölur en telur að fjöldinn sé á bilinu 1.000 til 6.000 íbúðir. „Það er mjög miður að ekki séu til nákvæmari töl- ur enda óglöggt hvaða aðili á að halda utan um þessar upplýsingar og misbrestur á því að bygg- ingarfulltrúar komi þeim til Fasteignamats rík- isins. Við vinnum nú að því í samvinnu við Samtök iðnaðarins og Landsbankann með Fasteignamati ríkisins og Félagi byggingarfulltrúa að finna leið- ir til að kippa þessu í liðinn, en það er líka allsend- is óvíst hversu mikill hluti af þessum íbúðum er klár og hversu mikill hluti er ennþá í byggingu,“ segir Grétar en hjá Fasteignamati ríkisins feng- ust þær upplýsingar að stefnt sé að því að þjóð- skrá og fasteignaskrá renni saman til að fá gleggri mynd af þessu. Alls eru á bilinu 11 til 12 þúsund eignir til sölu á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn Grétars. Þá hefur komið fram í fréttum að lóðaskil hafa verið óvenju mikil síðasta kastið en fólk getur skilað lóðum sem það hefur keypt svo framarlega sem engar framkvæmdir eru hafnar. Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags lög- giltra fasteignasala, segir allt benda til þess að óvenju mikill fjöldi íbúða komi til með að standa auður á komandi vikum og mánuðum en fjöldinn sé þó ekki eins mikill og margir halda. „Ástæðan er sú að flutt er inn í margar íbúðir sem skráðar eru sem húsnæði í byggingu. Í sumum tilvikum er fólk marga mánuði, jafnvel mörg ár, að koma sér fyrir áður en matsmenn eru kvaddir á vett- vang og húsnæði skilgreint sem fullbúið.“ Spurð um örvæntingu byggingaverktaka og annarra seljenda segir Ingibjörg ýmsar sögur í gangi, m.a. að verið sé að hengja upp gardínur í mannlausum fjölbýlishúsum til að trekkja frekar að. Að því er hún best veit eiga þessar sögusagnir þó ekki við rök að styðjast. Öryggi í húsnæðismálum Í 1. grein laga nr. 44 frá 1998 um húsnæðismál segir orðrétt: „Tilgangur laga þessara er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi hús- næðismála að landsmenn geti búið við öryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að fjármunum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast eða leigja húsnæði á viðráð- anlegum kjörum.“ Grétar bendir á, að aðstæður séu svo gjörbreyttar í þjóðfélaginu að lög þessi nái ekki tilgangi sínum nema stjórnvöld grípi til sérstakra aðgerða á allra næstu vikum. Sér- staklega verði að koma til móts við ungt fólk sem hafi hug á að festa kaup á sinni fyrstu íbúð. „Að- gerðir af þessu tagi myndu ekki hafa sprengingu í för með sér en mögulega gætu þær stuðlað að jafnvægi á fasteignamarkaði.“ Ingibjörg segir stéttina aldrei hafa lifað aðra eins tíma. Markaðurinn sé gaddfreðinn og óviss- an mikil. „Haldi allir að sér höndum í þjóðfélaginu skaðast flestar vinnandi stéttir og húseigendur og lántakendur verða þar verst úti. Því er nauð- synlegt að hjól atvinnulífsins snúist og þar með talinn fasteignamarkaðurinn sem er lífæð stórra starfshópa.“ Erum ekki í stríði Grétar gerir ekki lítið úr því að ástandið sé mjög alvarlegt. Það þurfi hins vegar oft ekki mik- ið til að koma markaðnum af stað að nýju. „Rætt hefur verið um það síðustu vikur að allt að 25% verðbólga gæti orðið fyrstu mánuði næsta árs en svo virðist sem ýmis teikn séu á lofti um að verð- bólga hjaðni fyrr en gert var ráð fyrir og verði farin að nálgast verðbólgumarkmið Seðlabank- ans síðla á næsta ári en slíkt eykur vitaskuld bjartsýni fólks og léttir því róðurinn. Ef til vill er það vítamínsprautan sem fasteignamarkaðurinn þarf á að halda.“ Ingibjörgu þykir mikilvægt að fólk haldi ró sinni við þessar aðstæður. „Það árar illa, ekki ætla ég að draga fjöður yfir það. Við megum samt ekki missa trúna. Það er ekki stríðsástand, húsin okkar eru ekki ónýt, og fyrr en síðar mun rofa til.“ Bautasteinar góðærisi Tómlegt Gríðarlega mikið hefur verið byggt á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum og fyrir vikið viðbúið að fjöldi íbúða muni standa auður á næstunni almyndin hér að ofan er tekin í Grafarholtinu í Reykjavík yfir nýju byggðina í Úlfarsfellslandi. Hvernig mun ganga að manna allar þessar íbúðir? Mynd skilti með orðunum: Til sölu. Neðsta myndin er af skrifstofuhúsnæði í byggingu í Hvörfunum í Kópavogi. Háhýsið hér til hliðar rís nú í Höfðatúni í Rey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.