Morgunblaðið - 14.12.2008, Page 36
Síðumúla 21. Reykjavík.
Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com
www.bang-olufsen.com
�
��
�
��
�
��
� �
�
��
�
�
� ��
�
�
�
�
�
Bang & Olufsen óska þér
gleðilegra jóla!
BeoSound 1:
BeoSound 1 er hin fullkomna jólagjöf fyrir vini, fjölskyldu eða
sjálfa(n) þig. Úr glæsilegri hönnun berst afbragðs hljóm-
burður - hvort sem þú hlustar á uppáhalds geisladiskinn þinn
eða útvarpið. Komdu við hjá Bang & Olufsen og upplifðu.
Gefðu þínum nánustu hina fullkomnu jólagjöf
frá B&O.
BeoCom 6000:
BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir
þér hver er að reyna að ná í þig - og þú ákveður hvort þú vilt
svara! Einnig getur þú tengt 6 önnur símtæki við og haft þína
eigin símstöð á heimilinu.
BeoSound 3:
Í ferðahljómtækinu frá Bang og Olufsen sameinast nýjasta
tækni og hönnun á heimsmælikvarða. Tækið er ekki einungis
fullkomið FM útvarp heldur er hægt að spila í því tónlist af
stafrænu SD korti í frábærum hljómgæðum. Frábært tæki í
eldhúsið, sumarbústaðinn eða bara hvar sem er.
36 Bækur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
D
agbók frá Diafani heitir
nýútkomin bók eftir
Jökul Jakobsson. Bók-
in er gefin út í tilefni
þess að hinn 14. sept-
ember sl. hefði rithöfundurinn orðið
75 ára, en hann lést árið 1978, aðeins
44 ára gamall.
Bókin kom fyrst út fyrir 41 ári, en
Illugi sonur Jökuls er forleggjarinn
að þessu sinni.
Í dagbókarfærslunum ritar Jökull
um lífið í gríska þorpinu Diafani árið
1966, þegar hann dvaldi í þessu frum-
stæða þorpi á afskekktu eyjunni
Karpaþos, ásamt eiginkonu sinni, Jó-
hönnu Kristjónsdóttur og þremur
ungum börnum. Hér eru birtir kaflar
úr bókinni. Millifyrirsagnir eru
Morgunblaðsins.
Blessuð ástarsorgin
Í húsinu á móti búa þrjár systur.
Þær eru ekki allar jafn skrækróma,
sú yngsta er skrækust og stundum
vöknum við fyrir allar aldir á morgn-
ana við skerandi málróminn í henni,
þá er hún að tala við grannkonurnar.
Hún heitir Fúlla og hún hefur trúað
okkur fyrir því að einhvern tíma
næsta vor ætli hún í ferðalag; förinni
er heitið til Pigadia. Það er höf-
uðþorpið á eynni Karpaþos, þangað
er fjögurra tíma sigling með Heil-
ögum Konstantín, þar er bíó, biskup
og apótek. Eldri systur hennar eru
settlegri og virðulegri í framgöngu.
Þær eru ekki heldur eins skrækar.
[ . . . ]
Af þeim systrum er Evangelía ein
manni gefin og eru þó hinar ekki
óásjálegri en annað kvenfólk í þessu
plássi. En það fer ekki framhjá okkur
að Fúlla þykist systrum sínum fremri
og leynir það sér hvorki í framgöngu
né fasi.
Við komumst brátt að raun um það
að Fúlla stendur systrum sínum
framar: hún hefur lent í ástarsorg en
þær ekki.
Uppi í krambúðinni hangir mynd
af unnustanum sem sveik hana, það
er meira en þær systur hennar geta
státað af. Fúlla er stolt af þessum
unga manni og skiptir engu máli,
hvort hann kvæntist henni eða yf-
irgaf hana, hann er jafnkærkomin
staðreynd fyrir það.
Myndin hangir þarna við dyrastaf-
inn eins og dýrlings-mynd í kapellu,
hann er í sjóliða-
búningi, hressi-
legur piltur og
föngulegur. Og
Fúlla er upp með
sér, þegar ein-
hver staldrar við
og skoðar mynd-
ina.
— Órea? Órea?
spyr hún.
Við slíkri spurningu er ekki til
nema eitt svar á grísku: — Jú, mjög
fallegur. Pólí órea.
Og þá brosir Fúlla sínu breiðasta
brosi og tekst á loft í sæluvímu: það
eru ekki allar stúlkur sem geta stært
sig af því að svona myndarlegur mað-
ur hafi svikið þær.
Það er ekki heldur laust við að
systur hennar öfundi hana pínulítið,
þó að þær láti lítið á því bera. Og þó
er það kannski Evangelía sem öfund-
ar hana mest; þessi sem á manninn.
Þetta er óskaplega hversdagslegur
maður, sem situr á kaffihúsinu á dag-
inn, kemur heim á kvöldin, stangar
úr tönnunum og ropar, leggst svo
fyrir og sofnar. Það er nú eitthvað
annað að hafa verið svikin af hetju
með saltstorkið hár og ljóma í aug-
um, hetju sem siglir um heimshöfin
og snýr aldrei heim . . .
Kona bíður eftir skipi
Þegar við komum aftur til Pigadia
eftir margra tíma klifur um fjöll og
firnindi, sat gamla konan enn á stóln-
um og beið eftir skipinu.
Þó hafði hún skipt um stellingu, en
Jóhanna staðhæfði að hún hafði setið
kyrr í allan dag. Seinna áttum við eft-
ir að komast að raun um að þetta er
ekki einsdæmi með Grikkjum, þessi
þjóð, sem gat æst sig upp og froðu-
fellt út af smámunum, kunni þá list
að bíða. Hér var ekki verið að drepa
tímann með því að ráða krossgátur,
lesa hasarblöð, stappa niður fótum,
keðjureykja, heldur einfaldlega beð-
ið. Konan situr nú með krosslagða
fætur og vefur handleggjunum um
stólbakið, skömmu seinna er hún aft-
ur sest réttum beinum og horfði und-
an svartri skuplunni í gaupnir sér.
Þannig sat hún á þeim sama stól frá
því klukkan níu um morguninn þar til
skipið kom seint og síðar meir, klukk-
an að ganga ellefu um kvöldið. Hún
nartaði í epli stöku sinnum. En ann-
ars beið hún. Og þennan dag, meðan
konan beið eftir skipinu og við vorum
snúin aftur úr ferðalagi til mannsins
sem plægði akurinn, upplifðum við
gríska tragedíu í frummynd.
Þeir höfðu víst byrjað að öskra
hvor á annan strax um morguninn,
sonur gömlu konunnar sem seldi fúl-
egg og gamalt grænmeti í næsta húsi
og annar maður sem ég kann engin
deili á. Sonurinn stóð í dyrunum að
búð mömmu sinnar, hinn maðurinn
var í dyrunum að kaffihúsinu skáhallt
á móti og þeir öskruðu hvor á annan.
Stöku sinnum leit einhver út um
glugga eða kom út á svalir en bara
stutta stund í einu. Þetta virtist ekki
forvitnilegt rifrildi. Hótelstjórinn
kom út í dyrnar, leit upp til okkar á
svölunum, hann hristi höfuðið og
brosti, þetta var ekki þess virði að
hlustað væri á það. Hann fór aftur
inn til sín.
Og allt í einu kvað við hátt sker-
andi hljóð, sem bergmálaði í götunni
eins og verið væri að drepa svín.
Við þustum út á svalir. Þeir voru
þá farnir að berjast með hnúum og
hnefum. Þeir börðust upp á líf og
dauða úti á miðri götu og nú var kom-
ið andlit í hvern glugga, fólk út á sval-
ir, vegfarendur stöldruðu við í hæfi-
legri fjarlægð; loks var tekið mark á
þeim.
Eins og jafnan er í Grikklandi þar
sem tveir deila eru tuttugu komnir í
spilið, þeir þustu að úr öllum áttum,
það var engin leið að sjá, hvort þeir
væru komnir til að skilja bardaga-
mennina eða taka þátt í slagsmál-
unum. Nú barðist þingheimur allur
og almenningur myndaði hring um
sviðið og öskrin og ópin fylltu þorpið.
Ekki veit ég hversu lengi þessi slags-
mál stóðu; lögreglan, sem í þessu
þorpi virtist tvisvar sinnum fjöl-
mennari en rakarar, lét hvergi sjá
sig.
Öskur allra öskra
Þarna var barist af lífi og sál. Og
allt í einu kveður við ferlegt öskur,
svo mikið að öll öskur fram að þessu
hljómuðu eins og dauft bergmál af
þessu eina öskri. Það er sonur gömlu
konunnar sem hefur tekist að fram-
kvæma þetta einstæða afrek: að reka
upp þvílíkt öskur. Það slær þögn á
mannhringinn umhverfis bardaga-
mennina. Það slumar í þeim sem eiga
Þrjár systur
og grískur
harmleikur
Jökull Jakobsson
Þeir sem eiga gæludýr verða að gæta sín
á að búa svo um hnútana að þau fari sér
ekki að voða um jólin, fremur en endra-
nær.
Logandi kerti getur skapað mikla
hættu fyrir hund eða kött, sem slæmir
skotti eða rófu í logann eða fellir kertið
um koll.
Matarafgangar, sem er oftast nær nóg
af um jólin, þarf að setja í þar til gerð
ílát eða pakka þeim vel inn. Annars gæti
dýr freistast til að stökkva upp á borð og
gæða sér á veislumatnum. Uppáhalds-
matur mannanna er hins vegar oftar en
ekki slæmur fyrir dýrin og bein geta setið
föst í hálsinum á þeim. Af sömu ástæð-
um ætti fólk að láta eiga sig að lauma
molum af veisluborðinu í gapandi gin.
Á gamlárskvöld er best að láta allar
innisprengjur og pappírsskrautborða lönd
og leið. Nóg er nú af hvellunum samt og
dýrin geta hæglega farið sér að voða með
því að gleypa smá plastleikföng innan úr
knöllum eða rífa í sig pappír.
Jólahundar og jólakettir
Morgunblaðið/Ómar