Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 37
í slagsmálum. Þetta öskur er nóg til að tígrisdýr fái hjartaslag. Hann lætur ekki sitja við öskrið eitt. Hann fórnar höndum, hann dett- ur aftur fyrir sig á steinlagða götuna, baðar út öllum öngum, þeir, sem hann hefur átt í höggi við, draga sig í hlé, innan skamms er mannhring- urinn utan um hann einan. Í þögulli skelfingu horfir hópurinn á dauða- stríð mannsins, hann rekur nú upp einstaka gól, líkaminn kippist til, hann grípur um kviðinn, flettir upp skyrtunni, engist sundur og saman, andlitið afskræmist og hann klórar ýmist í beran skrokkinn eða stein- lagða götuna, froðan stendur út úr munnvikjunum, hann ranghvolfir augunum, snýst um sjálfan sig, teyg- ir út handleggina og á samri stundu kiprast hann saman í hnút, smám saman dregur af honum, hann liggur kyrr fáein andartök, svo kippist hann allur til, rekur upp máttvana hljóð, hann ætlar að berjast við dauðann í lengstu lög. Hann er ekki einn. Mamma hans er komin á vettvang, hlaupin út úr búðinni, hún stendur við hlið sonar síns, sem heyr dauða- stríðið liggjandi á götunni, hún fórn- ar höndum til himins, hún hylur and- litið í greipum sér, hún krýpur á kné, hún réttir sig upp aftur og hrópar upp í heiðríkjuna. Það er engin leið fyrir hana að lina þjáningar hins að- framkomna sonar, hvað þá að festa hendur í hári hans, hann engist og spriklar um alla götu. Hún grætur hástöfum og ópin í henni nísta okkur í hjartastað, á þessari stundu er hægt að fyrirgefa henni öll fúleggin. Svo er sonurinn ekki lengur með lífsmarki, hann liggur kyrr á götunni, hendurnar krepptar í göturæsinu, móðirin krýpur á kné og hún snýr andliti sínu til guðs og tárin streyma niður gamlar, grískar kinnar hennar. Langdregin harmakvein hennar fylla götuna, í hljóðri lotningu beinast að henni allra augu, jafnvel ódæðismað- urinn er orðinn angurvær á svipinn. Lögreglan er komin á staðinn, að vísu bara einn lögregluþjónn, en hann hleypur við fót, hann skiptist á fáeinum orðum við áheyrendur og ég sé að morðingjarnir kinka kolli, móð- irin er að ákalla drottin allsherjar og ramakvein hennar gera yfirheyrslur erfiðar. Svo er hinum dauða lyft upp í bíl, morðingjar leiddir á burt með miklu handapati, móðirin stendur eftir og þegar líkið er á brottu breyt- ist viðmót hennar. Allir flykkjast að henni og nú tekur hún að útskýra með tilheyrandi pati og tilburðum, hvernig þetta byrjaði, hvernig það þróaðist, hverjar lyktir urðu. Þó gaf hún sér tíma til að skreppa inn í búð- ina og ná í gamlar gulrætur handa einhverjum óviðkomandi. Og hélt síð- an áfram að útskýra málið. Ég verð að játa að ég varð fyrir talsverðum vonbrigðum morguninn eftir þegar ég sá að líkið frá í gær var farið að bera kartöflupoka í búðina hennar mömmu sinnar. Það hafði ekki einu sinni verið bætt við plástri á andlitið á honum. Hann hafði verið með tvo fyrir og var enn með tvo. Mamma hans hélt áfram að selja fúlegg og gamalt grænmeti eins og ekkert hefði í skorist. Síðan hef ég tekið grískum harmleikjum með nokkurri varhygð. Bókin Dagbók frá Diafani er gefin út af Skugga forlagi. Grikkland Þorpið Diafani á eyjunni Karpaþos þar sem Jökull Jakobsson dvaldi ásamt fjölskyldu sinni. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 P IP A R • S ÍA • 8 2 7 1 0 www.forlagid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.