Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 38
38 Vín
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
Eftir Steingrím Sigurgeirsson
sts@mbl.is
É
g myndi ekki halda því fram að það væri
sauðslegt en Pecorino 2007 er engu að
síður vín – eða öllu heldur þrúga – sem
dregur nafn sitt af rollum. Á þessu eins
og öllu öðru eru til skýringar, eftir að
vínviðurinn og búsmalinn höfðu deilt rými um alda
skeið ætti engum að koma á óvart að þau dragi dám
hvort af öðru. Hagar Pecorino hafa verið við Adría-
hafsströnd Ítalíu en hún hefur löngum fyrst og
fremst verið notuð til blöndunar, þ.e. að veita öðrum
þrúgum smásýruskot þegar þurft hefur á að halda.
Vínhúsið Umani-Ronchi (sem íslenskir vínunn-
endur þekkja flestir í gegnum hvítvínið Casal di
Serra) setti fyrir nokkrum árum í gang athyglisvert
verkefni er miðar að því að endurvekja margar af
óþekktari þrúgum austurstrandar Ítalíu. Kannski
ekki ósvipað og Torres hefur gert með þrúgur Kata-
lóníu.
Pecorino 2007 er ferskt í nefi með fersku grasi,
hveiti og geri, gulum perum og steinefnum (hvera-
vatni). Sýran gerir vínið létt og lipurt og það ætti að
vera ágætis fylgifiskur með t.d. salati og bleikju. 88/
100
Annað hvítvín frá Ítalíu er Grecante úr smiðju
Arnaldo-Caprai, eins besta framleiðanda Úmbríu.
Ef maður vill alhæfa má segja að gott franskt vín
einkennist gjarnan af mikilli fágun. Gott ítalskt vín
hins vegar af lífsgleði. Það á við hér. Aðlaðandi og
ferskur, sætur ávöxtur. Granny Smith-epli og per-
ur, ferskar fíkjur og blóm. Það hefur þægilegt og
ferskt bit og góða lengd. Tilvalið með flestu. 1.889
krónur. 91/100
Guntrum-fjölskyldan í Nierstein við Rín er með
virtari vínhúsum Rheinhessen og hefur stundað vín-
gerð á þessum slóðum frá sautjándu öld. Það er
einnar ekru vín á borð við Niersteiner Ölberg og
Oppenheimer Schutzenhutte sem er besta vín fjöl-
skyldunnar en hér á landi er það einfaldara Ries-
ling-vín í ögn sætari kantinum í áberandi bláum
flöskum sem hefur fallið best í kramið.
Louis Guntrum Dry Riesling er hins vegar Ries-
ling að mínu skapi. Það hefur þægilega angan af sí-
trónu og límónu í bland við ferskjur og snefil af
steinefnum. Milliþungt í munni, þurrt en ekki
skrjáfþurrt. Tilvalinn fordrykkur. 1.399 krónur. 88/
100
Lambrusco-vín þykir ekki fínn pappír hjá mörg-
um vínunnendum sem gretta sig og fetta þegar þeir
heyra þetta orð nefnt. Ég skal fyrstur játa að Lam-
brusco-nafnið er ekki gæðastimpill í sjálfu sér en
rétt eins og með t.d. Soave og Valpolicella er hættu-
legt að alhæfa. Lambrusco getur nefnilega verið af-
bragð. Ólíkt því sem flestir halda er Lambrusco ekki
samheiti yfir lélegt, sætt rautt freyðivín heldur
þrúga en vissulega er framleitt úr henni lélegt, sætt
rautt freyðivín. Það er líka framleitt úr henni þurrt
rautt freyðivín sem er allt að því unaðslegt, ekki síst
með góðum hádegisverði einhvers staðar í sveitum
Ítalíu.
Lini-fjölskyldan er ein þeirra sem framleiða Lam-
brusco samkvæmt gömlum hefðbundnum aðferð-
um, ekki ósvipuðum þeim sem notaðar eru við fram-
leiðslu á kampavíni. Þetta er alvöru vín og valkostur
fyrir þá sem vilja koma nýjungagjörnum gestum á
óvart og vera svolítið „molto chic“ eða þá einfaldlega
bara njóta af einstaklega góðu víni.
Lini 910 Lambrusco Scuro er lítið djásn, berja-
ríkt og ferskt með ferskri sýru og allt að því tann-
ískt. Það vinnur á við hvern sopa. Ég myndi jafnvel
reyna það með hangikjöti. 1.695 krónur. 91/100
Peter Lehman Seven Surveys 2006 er áströlsk
blanda þriggja suður-franskra þrúgnategunda af
gömlum vínvið, Shiraz, Mourvédre og Grenache.
Það er ungt og örlítið hrátt með rabarbara og sýru-
miklum berjum, þarf nokkurn tíma til að opna sig.
Um margt reyndar líkara Frökkum úr Rón-
ardalnum en Áströlum frá Barossa. Í nefi hellingur
af ferskum rauðum berjum, kirsuberjum jafnt sem
rifsberjum. Skarpt, meðallangt og sýrumikið og ber
áfengið (14,5%) ansi vel. Með svínakjöti, paté og
fleira. 1.699 krónur. 88/100
The Futures er annað Lehman-vín frá Barossa,
hreint Shiraz. Það eru nokkrar Shiraz-tegundir frá
Lehman í boði hér á markaðnum en þetta er það vín
sem mér finnst að öllum jafnaði vera bestu kaupin,
að teknu tilliti til gæða og verðs. Þétt og með góða
ilm- og bragðfyllingu, dökkur, kryddaður ávöxtur
með ríkjandi plómum og kaffi. Langt og mjúkt. Þol-
ir ansi bragðmikinn mat. 2.399 krónur. 90/100
Getur vín verið sauðslegt?
Morgunblaðið/Valdís Thor
Þýskt Louis Guntrum
Dry Riesling.
Ástralskt Peter Lehman Seven
Surveys 2006.
Ítalskt Grecante, úr smiðju
Arnaldo-Caprai.
Ítalskt Pecorino frá Umani-
Ronchi dregur nafn sitt af rollum.
Ítalskt Lini 910 Lambrusco Scuro
er lítið djásn, berjaríkt og ferskt.
Ástralskt The Futures þolir
ansi bragðmikinn mat.
Útsölustaðir Weleda: Heilsuhúsin, Fræið
Fjarðarkaupum, Maður lifandi , Blómaval,
Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og
Apótekarinn , Sólarsport Ólafsvík,
Femin.is, Náttúrulækningabúðin, Lyfjaver,
Hagkaup, Lyfjaval, Barnaverslanir og
sjálfstætt starfandi apótek um allt land.
www.weleda.is
Weleda jólagjafir
Gleðja og veita vellíðan
Lífrænt ræktað, án aukaefna
Hafþyrnis sturtusápan, húðmjólkin
og húðolían eru nærandi fyrir húðina
Mildur appelsínu, mandarínu og
grape ilmur hressir og kætir
Villirósar baðmjólkin, húðmjólkin,
húðolían og sturtusápan
dekra við húðina
Notalegur rósailmur sem lífgar
jafnt upp á líkama og sál
Náttúrulegt dekur daglega með
sturtusápunum frá Weleda
Sturtusápur í gjafakassa 4 tegundir,
umbúðir með íslenskum texta
Weleda jólavörurnar eru í
fallegum gjafapokum með
áföstu merkispjaldi
Upplýsingar um jurtirnar á
íslensku
TB
W
A\
R
EY
KJ
AV
ÍK
\S
ÍA
\0
83
86
8
Allir sem eiga miða í desember 2009 geta átt von á sérstökum 75 milljóna
króna vinningi sem dreginn verður út í seinni útdrætti þann mánuðinn.
Númerið fer einu sinni í pottinn fyrir hvern greiddan mánuð, þannig að sért
þú með strax frá uppha árs, getur þú tólffaldað möguleikana.
Nú fást miðar í sérstakri gjafaöskju á afmælissýningu okkar í Smáralind, hjá
aðalumboði og umboðsmönnum um allt land.
Gleddu vin og stuðlaðu um leið að uppbyggingu Háskólans. Svo getur þú
auðvitað keypt einn fyrir þig í leiðinni! Nánari upplýsingar á sölustöðum,
í síma 800 6611 eða á hhi.is.
vænlegast til vinnings
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Gefur þú stærstu jólagjöfina í ár?