Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 41
Umræðan 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
J ó l a s ö f n u n
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Oft var þörf en nú er nauðsyn
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur,
Hátúni 12b.
Bíldshöfði 9
Efsta hæðin að Bíldshöfða 9 er til leigu eða sölu.
Upplýsingar í síma 892 2799.
Skrifstofa á Túngötu til leigu
Mjög fallegt ca 160 m² skrif-
stofuhúsnæði á 1. hæð í hjarta
miðbæjarins með möguleika á
sérbílastæðum í porti. Húsnæðið er allt hið glæsilegasta og
skiptist í 5 lokuð herbergi, opið vinnurými, eldhúsaðstöðu
og snyrtingu. Parket og flísar á gólfum. Allar innréttingar
eru sérhannaðar og mjög vandaðar. Sömuleiðis er lýsing
innfelld/óbein bæði í veggjum og lofti. Vönduð húsgögn
geta fylgt en þau eru sérhönnuð og eru í stíl við innrétting-
ar. Sjón er sögu ríkari. Húsnæðið
hentar undir ráðgjafafyrirtæki, lög-
mannsstofur, fjármálafyrirtæki o.fl. Mánaðarleiga kr. 330.000.
Sími 511 2900
M
bl
10
73
23
0
NÁMSMANNA-
HREYFINGARNAR
hafa verið ötular við
að koma málstað sín-
um á framfæri á und-
anförnum misserum.
Námsmenn erlendis
hafa ítrekað vakið
máls á ósveigjanleika
Lánasjóðs íslenskra
námsmanna en með
gengishruni krón-
unnar undanfarna mánuði og höft-
um á gjaldeyrisviðskiptum hafa
kjör þeirra versnað mjög. Náms-
menn hér heima hafa verið ötulir
við að minna á mikilvægi mennta
og rannsókna þegar þrengir að í
efnahagslífinu og um leið krafist
úrbóta á lánasjóðskerfinu.
Lánasjóði íslenskra námsmanna
var breytt í grundvallaratriðum
árið 1992 þegar horfið var frá
mánaðarlegum greiðslum til náms-
manna. Kerfið er í stórum drátt-
um þannig að nemendur sækja um
námslán og fá í framhaldinu yf-
irdráttarlán hjá sínum viðskipta-
banka, sem hlýtur að vera allsér-
stakt fyrirkomulag hjá
félagslegum sjóði. Þegar nemandi
hefur lokið fullri námsframvindu
greiðir Lánasjóðurinn út lánið. Ef
nemandi lýkur ekki fullu námi
skerðist lánið en ef námsárangur
fer niður fyrir 50% falla námslánin
niður og nemandinn situr eftir
með yfirdráttarlán hjá bankanum.
Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir
að nemandi þurfi að hafa ábyrgð-
armann á láninu.
Norræna fyrirkomulagið
Þessu er öðruvísi farið annars
staðar á Norðurlöndum. Í Dan-
mörku, Noregi og
Svíþjóð byggist kerfið
upp á mánaðar-
greiðslum. Þar er
hluti lána hugsaður
sem styrkir – í Dan-
mörku og Noregi eru
styrkir rúmlega 60%
en í Svíþjóð er styrk-
hlutinn 34%. Í Dan-
mörku fá nemendur
greitt mánaðarlega og
ef nemandi getur ekki
endurgreitt á hann
kost á að semja við
lánastofnun um breytingar á
greiðslum. Í Noregi kemur fyrsta
greiðsla við upphaf annar og fá
námsmenn greitt mánaðarlega. Í
nokkrum tilgreindum tilfellum er
gert ráð fyrir að mögulegt sé að
gefa eftir lán eða gefa tímabundið
eftir greiðslu vaxta vegna náms-
lána. Ef nemandi uppfyllir ekki
námsárangur er lánið end-
urreiknað og endurgreitt að hluta.
Svipað kerfi er í Svíþjóð. Í engu
þessara landa er gerð krafa um
ábyrgðarmann.
Undirrituð hefur nú lagt fram
frumvarp sem byggist að hluta á
eldra frumvarpi sem lagt var fram
af Auði Lilju Erlingsdóttur, vara-
þingmanni Vinstri-grænna, á síð-
asta þingi. Nýmælin í frumvarpinu
er sú róttæka breyting að lagt er
til að núverandi yfirdráttarkerfi
verði lagt niður og í staðinn farin
norræna leiðin og teknar upp
mánaðargreiðslur. Ennfremur er
lagt til að hætt verði að krefjast
ábyrgðarmanna og kerfið verði
gert sveigjanlegra þannig að
námsmenn fái 50% lán fyrir 50%
námsárangur en sem stendur fell-
ur lánið niður ef árangur fer niður
fyrir 67%. Samhliða þessu er lögð
fram þingsályktunartillaga sem
einnig er byggð á þingsályktun-
artillögu Auðar Lilju Erlings-
dóttur frá síðasta þingi þar sem
lagt er til að framfærslugrunnur
námslánanna verði endurskoðaður
og gerð verði ný framfærslukönn-
un þannig að námsmenn geti í
raun lifað á lánum frá sjóðnum
eins og ætlunin er samkvæmt lög-
um.
Öflugri LÍN
Róttækra breytinga er þörf á ís-
lenska námslánafyrirkomulaginu.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
hefur geysilega mikilvægu hlut-
verki að gegna til þess að gera
sem flestum kleift að afla sér
framhaldsmenntunar. Borðleggj-
andi er að líta til næstu nágranna-
landa okkar sem náð hafa miklum
árangri í menntun og vísindum og
taka lána- og styrkjakerfi þeirra
sér til fyrirmyndar. Í frumvarpi
og þingsályktunartillögu okkar
Vinstri-grænna er stigið fyrsta
skrefið að því að gera náms-
lánakerfið öflugra og nútímalegra
þannig að námsmenn festist ekki í
yfirdráttargildru bankanna en
sjóðurinn gegni sínu hlutverki sem
félagslegur sjóður sem styrkir
menntakerfið í landinu.
Nýtt fyrirkomulag námslána
Katrín Jakobsdóttir
skrifar um námslán » Lagt er til að núver-
andi yfirdráttarkerfi
verði lagt niður og í
staðinn farin norræna
leiðin og teknar upp
mánaðargreiðslur.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er varaformaður Vinstri-
grænna.
NOKKUÐ hefur
verið rætt um launa-
lækkanir og hafa
stjórnvöld óskað eftir
endurskoðun á laun-
um sínum af hálfu
Kjararáðs og nefnt 5-
15% launalækkun til
viðmiðunar. Hér er
stigið alvarlegt skref
til óþurftar. Launaskerðing er nið-
urlægjandi fyrir alla nema þá sem
biðja um hana, hún er þvingandi
og hún er ógagnsæ. Frá fjár-
málaráðuneytinu var sent bréf í
fyrri viku til allra ráðuneyta um
niðurskurð er næmi 10% af fram-
lögðu fjárlagafrumvarpi. Hér er
rétt að minna á að vandamál þjóð-
arinnar er ekki ofþensla í fjár-
málakerfinu. Hvernig erindi fjár-
málaráðuneytisins var síðan
afgreitt í hverju fagráðuneyti til
undirstofnana sinna veit ég ekki en
margar stofnanir fengu bréfið án
athugasemda og settust að til-
lögugerð um 10% niðurskurð.
Sums staðar var nánast eingöngu
hægt að skera niður laun, aðrir
kostnaðarliðir bundnir í bak og
fyrir og ósnertanlegir. Ætlun fjár-
málaráðuneytisins var síðan að for-
gangsraða þeim tillögum sem fram
kæmu. Þetta er bæði röng ákvörð-
un í grundvallaratriðum og aðferð-
in við útfærslu hennar er heldur
ekki rétt. Ákvörðunin er einfald-
lega röng því niðurskurður drepur
allt í kringum sig, frystir athafnalíf
þjóðarinnar. Ranga útfærslu á
vondri ákvörðun ætti að vera
óþarfi að ræða en mikilvægt samt
ef haldið verður á þessa braut. Ef
vel ætti að vera hefðu fagráðuneyt-
in þurft að fá tækifæri til að hugsa
aðgerðir út frá kerfislægum for-
sendum í náinni sam-
vinnu við undirstofn-
anir sínar. Þar á ég
við að bæði sé tekið
tillit til áhrifa ákvarð-
ana einnar stofnunar á
aðra og heildaráhrif
niðurstöðunnar á sam-
félagið allt. Þess í stað
var gefinn mjög
skammur frestur og
hver stofnun varð að
koma fram með til-
lögur eins og hún væri
eyland. Útilokað er að
fjármálaráðuneytið og jafnvel ein-
stök fagráðuneyti hafi á takteinum
hver áhrif af niðurskurði á starf-
semi einstakra stofnana verða á
aðrar. Innan heilbrigðiskerfisins er
deginum ljósara að niðurskurður á
starfsemi á einum stað veldur auk-
inni eftirspurn annars staðar.
Hermt er að forsætisráðherra hafi
fyrir skömmu staðhæft að ekki
yrði skorið niður í þjónustu heil-
brigðiskerfisins. Svipað mun fjár-
málaráðherra hafa látið hafa eftir
sér um velferðarkerfið og mennta-
kerfið. Er það vel. Mikilvægt er að
þessi kerfi verði ekki fyrir hnjaski
á þessum válegu tímum og að um
þau ríki friður.
Hvað er þjóð?
Hvað er það sem gerir þjóð að
þjóð? Tungumálið, sagan, ætt-
jörðin? Þetta og ýmislegt fleira
skiptir sjálfsagt nokkru máli en
það sem mest er um vert er að
eiga sameiginleg markmið og gildi
sem staðið verði vörð um. Styrj-
aldir hafa oft dregið fram sameig-
inleg gildi. Líkja má ástandinu á
Íslandi við stríðsástand. Hygg ég
að fátt vegi þyngra sem sameig-
inleg gildi þjóðarinnar en varð-
staða um menntun, heilsu og fé-
lagslega stöðu með jafnræði að
leiðarljósi. Það hefur auk þess
ótvíræða jákvæða hliðarverkun að
halda þessum þáttum gangandi því
þá halda stjórnvöld uppi dampi í
hagkerfinu sem er undirstöðuatriði
við þessar aðstæður. Jafnframt er
mikilvægt að halda einmitt þessum
sviðum gangandi sem þola illa
skerðingu því uppbygging þeirra
tekur langan tíma. Því er grund-
vallaratriði að stjórnvöld skilji sinn
vitjunartíma og láti í engu deigan
síga varðandi þessa málaflokka.
Skatta fremur en
launalækkanir
Ljóst er að fjármuni vantar í
kerfið. Þeir verða ekki til úr engu.
Hin skaðlegu áhrif launaskerð-
ingar og uppsagna verða sennilega
aldrei umflúin að fullu en ríkið er í
aðstöðu til að lágmarka það tjón
og leiðin er einföld: Skattahækk-
anir. Þær hafa ýmsa kosti. Þær ná
til allra í skilgreindum hópum.
Þær eru aðgerð sem einfaldara er
að snúa við þegar hagur batnar.
Líklegt er að erfiðara verði að
sækja launahækkanir síðar og
muni kosta blóð, svita og tár fjölda
manna, sem betur væri varið til
arðbærari verkefna. Hvort þrepa-
skipting skatts væri leiðin eða
bótagreiðslur til þeirra launa-
lægstu verða aðrir að finna út.
Einnig er sjálfsagt að setja á há-
tekjuskatt og hafa tekjumörkin þá
hærri en þegar hann var síðast í
gildi.
Skattar, niðurskurður,
launalækkanir
Lúðvík Ólafsson
skrifar um launa-
lækkanir og nið-
urskurð
» Þetta er bæði röng
ákvörðun í grund-
vallaratriðum og aðferð-
in við útfærslu hennar
er heldur ekki rétt.
Lúðvík Ólafsson
Höfundur er læknir.