Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 45

Morgunblaðið - 14.12.2008, Side 45
Umræðan 45BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Jólagjafir með sál! Gefðu öðruvísi jólagjafir í ár! Langir laugardagar í desember. Kíkið líka á síðuna okkar: www.maddomurnar.com Barnagæsla Au pair Luxembourg Okkur vantar au pair frá og með janúar '08. Verður að vera með bílpróf, verður að vera hörkudugleg og sjálfstæð, 3 börn á heimilinu og nóg að gera! Áhugasamar sendið upplýsingar á: daggabennett@hotmail.com Dýrahald Hundagallerí auglýsir Smáhundar til sölu, kíktu á heima- síðu okkar: www.dalsmynni.is Sími 566 8417, bjóðum visa og euro raðgreiðslur. Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í síma 618-2800. Húsnæði í boði Til leigu við Elliðavatn 76 fm stórglæsileg glæný íbúð við Akurhvarf 1, innifalið þvottav. /þurrkari/uppþottavél,leðursófas ett /borð, hússjóður, frábært útsýni, suðursvalir. Leiga pr. mánuð 110. Upplýsingar á tölvupósti:. thorao@mbl.is og s.896 3362. Til leigu Til leigu 4ra herb. íbúð í Efstuhlíð í Hafnarf. Stutt í skóla, leikskóla og út í náttúruna, dýrahald leyft, stór og góður pallur með potti. Uppl. í s. 867-4383 eða 865-5493. Glæsiíbúð í Garðabæ. Til leigu 3-4 herb. tæplega 150 fm ný íbúð með tveimur baðherb. og sérþvottaherb. í íbúð og lokaðri bílgeymslu. Suðursvalir. Falleg eign. Leiguverð 150 þús. á mánuði. Upplýsingar í síma 897 0979 eða 894 4405. Falleg stór fjögurra herbergja íbúð, í nýlegu húsi í Borgarhverfi, Grafarvogi, með sérinngangi og garði. Nú þegar laus. Upplýsingar í s: 899-7012. Erum til í að deila húsnæði okkar með, hár- snyrti- fóta og nuddfræð- ingum. Uppl. í símum: 861 2100 og 892 5941. Atvinnuhúsnæði Verslunarhúsnæði óskast á góðu verði Er að leita að verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, 50-100 fm á góðu verði. Þyrfti að vera laust sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband í síma 694-4166. Áslaug. Skrifstofuhúsnæði óskast Óska eftir að taka á leigu um 20 fer- metra skrifstofuhúsnæði í hlýlegu umhverfi, miðsvæðis í Reykjavík. Hafið samband í síma 692-1414. Bílskúr eða iðnaðarbil. Óska eftir rúmgóðum bílskúr eða iðnaðarbili til leigu. Upplýsingar gefur Björn í síma 618 3575. 136 fm húsnæði til leigu á Fosshálsi 27, 110 Reykjavík í sama húsi og Bílasalan Höfðabílar eru. Plássið er þar sem Bónstöðin var starfrækt. Upplýsingar á Höfða- bílum eða í síma 577 4747 eða á netfanginu hogni@hofdabilar.is Bílskúr Bílskúr/geymsla til leigu - Vesturbæ Mánaðarleiga 40 þúsund. Sörlaskjóli. Innifalið: Hiti, rafmagn, heitt og kalt vatn. Frístandandi skúr 25 fm. Sími 848-1718. Sumarhús www.floridahus.is Glæsileg sumarhús í Orlando Flórída til leigu. www.floridahus.is info@floridahus.is Sumarhús - orlofshús. Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi. Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda, sýningarhús á staðnum. Einnig til sölu lóðir á Flúðum. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Námskeið Ókeypis skráningar á namskeid.is Ertu að halda námskeið? Þarftu að koma þér á framfæri? Notaðu tækifærið og skráðu námskeiðin þín gjaldfrjálst á www.namskeid.is, nema hvað! Upledger höfuðbeina- og spjald- hryggjarmeðferð 1. áfanginn í Upledger höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð verður haldinn í Reykjavík 7.-10. febrúar 2009. Uppl. og skráning á www.upledger.is eða í s: 466-3090. Saumanámskeið - Saumanámskeið Erum byrjaðar að skrá á vinsælu kvöldnámskeiðin okkar sem haldin eru á vinnustofu okkar að Suður- landsbraut 52 á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum í janúar. Námskeiðin hefjast 12. janúar. Erum menntaðar og með mikla reynslu í kjólasaum og klæð- skurði, sem og fata- og búninga- hönnun. Upplýsingar í síma 899 2208 (Helga Rún) og 772 3385 (Lillý Aletta). Frábært, rafrænt námskeið í netviðskiptum. Notaðu áhugamál þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að skapa þér góðar og vaxandi tekjur á netinu. Við kennum þér hvernig! Skoðaðu málið á http://www.menntun.com Hannyrðir Klæðskeragína óskast Óska eftir að kaupa stillanlega klæðskeragínu í small (brjóstm. 84- 104 cm). Hafdís: 898-4927. Til sölu Hólfin eru komin! - Geymdu það sem þér þykir vænt um. Öryggishólf fyrir heimili og hótel. Rökrás ehf. Kirkjulundi 19. Sími 565 9393. www.rokras.is. Úr óskast Notuð úr óskast úr stáli, gulli/stáli eða gulli: Öll módel af; Rolex Subma- riner, GMT, Yachtmaster og Daytona. Panerai. Öll módel. Audemars Piquet Royal Oak Offshore: Öll herramódel. Úrunum verður að fylgja askja og ábyrgðarsk. Staðgr. í euro eða isk. Samb: eik@meisingset.dk eða +452-811-3025 (enska). Í OPNU bréfi Berglindar Ólínudótt- ur í Morgunblaðinu 8. des sl. til heil- brigðisráðherra gætir misskilnings, en bréfið má skilja þannig að Sjúkratryggingar Íslands hafi sent fyrirspurn til lækna um hvort hægt væri að minnka lyfjaskammta hjá sjúklingum. Hið rétta er að stofn- unin fylgist með lyfjaávísunum lækna og bendir þeim á, ef þurfa þykir, að við ávísun tiltekinna lyfja gætu færri töflur með hærri styrk- leika verið betri kostur bæði fyrir hinn sjúkratryggða og sjúkratrygg- ingarnar. Með því að velja meiri styrkleika lyfs og fækka töflum í hverjum lyfjaskammti má oft ná fram umtalsverðri lækkun kostn- aðar sjúkratrygginga, án þess að það hafi áhrif á lyfjameðferð eða aukin útgjöld fyrir sjúklinginn. Hlutverk Sjúkratrygginga Ís- lands er að hafa eftirlit með lyfja- kostnaði og hvetja til hagkvæmrar lyfjanotkunar. Ýmis lyf, s.s. lyf við parkinsonssjúkdómi, lyf til sjúklinga með flogaveiki og krabbameinslyf, eru að fullu greidd af sjúkratrygg- ingum. Mörg þessara lyfja og þá sérstaklega ný lyf eru mjög dýr. Starfsmenn Sjúkratrygginga Ís- lands senda því læknum reglulega bréf með upplýsingum um verð á lyfjum og ábendingar um hagkvæm- ari ávísanir, ekki síst ef vísbend- ingar eru um að hægt sé að ávísa færri töflum með meiri styrkleika. Til grundvallar liggur sú staðreynd að verð flestra lyfja er hlutfallslega lægra eftir því sem styrkleiki hverr- ar töflu er meiri. Ábendingar Sjúkratrygginga Íslands kalla því á óverulegar og stundum engar breyt- ingar á skammtastærðum. Þær snú- ast fyrst og fremst um að skapa svigrúm fyrir meiri og betri þjón- ustu við hina sjúkratryggðu. Sem dæmi má nefna nýlegt lyf, sem fáanlegt er í mörgum styrk- leikum. Samkvæmt athugun kemur í ljós að læknir ætlar sjúklingi að taka inn þrjár töflur af 75 mg styrk- leika tvisvar á dag, kostnaður sjúkratrygginga er þá um 531 þús. kr. á ári. Þetta lyf fæst á hinn bóg- inn einnig með 225 mg styrkleika. Ein tafla með þeim styrkleika er jafnframt mun ódýrari en þrjár töfl- ur með 75 mg styrkleika. Dag- skammtur þessa lyfs er 450 mg. Með því að miða lyfjaávísunina við 225 mg í stað 75 mg mætti lækka kostnað sjúkratrygginga um 183 þús. kr. á ári fyrir þennan eina ein- stakling. Ef hægt væri að breyta ávísun hjá 10 einstaklingum myndi lyfjakostnaðurinn lækka um 1,8 millj. kr. á ári. GUÐRÚN I. GYLFADÓTTIR, deildarstjóri lyfjadeildar Sjúkratrygginga Íslands. Ávinningur fyrir alla Frá Guðrúnu Ingibjörgu Gylfadóttur Í ÖLLU gjaldeyr- isharkinu er ljóst að íslensk jólatré fá upp- reisn æru. Gjaldeyrir er ekki á hverju strái og danskir höndlarar selja ekki hvaða gáma- sala sem er út á krít. Allavega eru tækifæri til sölu á íslenskum jólatrjám sem aldrei fyrr. Und- anfarin ár hafa skógræktarfélögin lagt mikla áherslu á ræktun jóla- trjáa. Kannski gagnast þessi fyr- irhyggja þjóðarbúinu eitthvað á þessum síðustu og verstu tímum. En þegar upp er staðið er það auðvitað fyrst og fremst undir íslenska neyt- andanum komið hvort stofan verður skrýdd íslensku tré um þessi jól. Ís- lensk jólatré hafa hins vegar ekki verið stór hluti af kökunni hingað til þar sem lunginn af seldum trjám hefur verið danskur „normanns- þinur“. Af markaði sem selur um 35 þús- und tré eru um 8 þúsund íslensk eða rúmlega 20%. Þar hafa skógrækt- arfélögin selt 2/3 þessara íslensku trjáa. Því miður hefur verið erfitt fyrir skógræktarfélögin að keppa við ódýran fjöldaframleiddan þin auk þess sem rekinn var á árum áður markviss áróður fyrir því að inn- fluttu trén væru betri. Það var og er ekki rétt að halda því fram vegna þess að varla er hægt að hugsa sér óvistvænni vöru en dönsk jólatré eða amerísk eða kínversk gervitré. Danski normannsþinurinn er t.d. úð- aður tvisvar til þrisvar á ári með eitri til að koma í veg fyrir skordýr og sveppafár og til að halda grasi og illgresi í skefjum. Skógrækt- arfélögin fóru því fyrir nokkrum ár- um vegna erfiðrar stöðu að bjóða fólki út í skógana þar sem fjöl- skyldum var boðið upp á að velja eigið tré. Þessi valmöguleiki hefur slegið í gegn og hefur farið vaxandi ár frá ári. Með þessu er bæði ver- ið að sameina heilbrigða útiveru og tilhlökkun og skemmtilega hefð sem tengd er komu jólanna. Skógræktarfélögin taka vel á móti fólki og yf- irleitt kemur fólk ár eft- ir ár þegar það hefur einu sinni tekið upp þennan sið. Skógræktarfélögin eru frjáls félagasamtök og umsjón- araðilar fjölsóttustu útivistarsvæða landsins og hafa í æ ríkara mæli reitt sig á afrakstur af sölu jólatrjáa. Söluhagnaðurinn er notaður til að byggja upp innviði og bæta aðstöðu á útvistarsvæðum félaganna, s.s. með stígagerð grisjun og gerð án- ingarstaða, svo fátt eitt sé nefnt. Sal- an er vaxandi þáttur í starfi félag- anna og góð tenging við fólkið í landinu. Skógræktarfélögin skynja að ekki munu allir koma út í skógana að sækja tré og hafa því unnið mark- visst að aukinni hlutdeild íslenskra trjáa á hinum almenna markaði. Þessi markvissa áætlun er m.a. unn- in í samvinnu við Blómaval/ Húsasmiðjuna sem hefur með öfl- ugum stuðningi lagt þessu verkefni lið. Það er von okkar að sem flestir leggi starfi skógræktarfélaganna lið að þessu sinni. Fátt er svo með öllu illt Brynjólfur Jónsson hvetur til kaupa á íslenskum jóla- trjám Brynjólfur Jónsson » Söluhagnaðurinn er notaður til að byggja upp innviði og bæta að- stöðu á útvistarsvæðum félaganna, s.s. með stígagerð, grisjun og gerð áningarstaða, svo fátt eitt sé nefnt. Brynjólfur Jónsson, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Ís- lands. Á SL. hausti gaf Þjóðminjasafn Ís- lands út bókina „Þjóðin, landið og lýðveldið“, fallega myndabók í tilefni sýningar safnsins á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar, sem safn- ið setti upp einnig sl. haust, mjög að verðleikum. Sá galli er á þessari „gjöf“ að í myndatexta bókarinnar, nánar til- tekið á bls. 172, er rangt farið með nafn eins manns og stöðuheiti ann- ars og þetta skeður þrátt fyrir að rit- stjóri bókarinnar hafi leitað sér upp- lýsinga um nöfn þeirra, sem á myndinni (sjá bls. 140) eru. Öllum geta orðið á mistök og reyna flestir að leiðrétta þau, en þá nýlundu bar nú til að þegar ég, sem þó, reyndar án þess að óska þess, er tilgreindur meðal heimildarmanna bókarinnar ásamt nánum frænda mínum og ýmsu fólki öðru, að bæði ritstjóri, og fremst talin ritnefnd- armanna, þjóðminjavörður, hunsa alveg óskir mínar um að gera á bók- inni leiðréttingu og þá vaknar spurn- ingin hvers vegna vilja þær stöllur ekki leiðrétta rangan texta, sem eng- inn ætlar að sé annað en óviljaverk. Allir, sem kunnugleika hafa af málinu gætu ályktað sem svo að ég og frændinn hefðum annar ekki kunnað skil nafns föður síns og hinn ekki nafns móðurbróður síns og hvorugur vitað stöðu sameiginlegs afa okkar, það væri auðvitað frekar leitt fyrir okkur, án þess að ég hafi rætt það frekar við hann. Hitt er þó miklu alvarlegra að í bók útgefinni af Þjóðminjasafni Íslands sé að finna rangfærslur og þá enn frekar að út- gefandi vilji alls ekki leiðrétta rang- færsluna, sem þó er lítið verk. Það er nefnilega „sóðaskapur“ að fara rangt með nöfn manna geri menn það að vilja eða neiti að færa til rétts vegar. Hin villan er léttvægari en rangt með farið engu að síður. Nú hlýt ég að spyrja þær ritstjóra og þjóðminjavörð: Af hverju vilja þær ekki „hafa það sem sannara reynist“ eins og upphafsmaður rit- unar Íslandssögunnar ráðlagði þó á sinni tíð. Þykja það ekki góð vinnu- brögð í Þjóðminjasafni Íslendinga nú á tímum? Reykjavík 3. desember 2008 EINAR B. BIRNIR, eldri borgari. Að hafa það sem sannara reynist Frá Einari B. Birnir Sími 551 3010

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.