Morgunblaðið - 14.12.2008, Blaðsíða 49
Minningar 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 2008
✝ Þuríður Sig-urjónsdóttir hár-
greiðslumeistari, eða
Systa eins og hún var
oftast kölluð, fæddist
á Krókvöllum í Garði
á jóladag, 25. desem-
ber 1920. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir í Grafarvogi 26.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Sigurjón Jóns-
son og Guðríður Sum-
arrós Stefánsdóttir,
en þau slitu samvistir.
Systa átti þrjú alsystkini sem öll eru
látin. Samfeðra átti hún fimm hálf-
systur. Eftirlifandi eru Ágústa,
Bergþóra, Elín og Inga.
Systa giftist hinn 4. desember
1948 Sveini Guð-
mundssyni, garð-
yrkjubónda frá
Reykjum í Mosfells-
sveit, d. 27. ágúst
1986. Börn þeirra
eru: Jón Eiríkur, sam-
býliskona Tony
Sveinsson, Sveinn,
kvæntur Bergrósu
Þorgrímsdóttur, Guð-
mundur Ingi, kvænt-
ur Þóru Einarsdóttur,
Kristinn Már, sam-
býliskona Elín Bára
Einarsdóttir, Sigríður
Huld, sambýlismaður Kristján Guð-
laugsson, og Vigdís, gift Guðjóni
Rúdolf Guðmundssyni.
Útför Systu fór fram frá Lága-
fellskirkju 5. desember, í kyrrþey.
Elskuleg tengdamóðir mín er nú
fallin frá.
Það var árið 1978 að ég kynntist
þessari glæsilegu og stórbrotnu
konu. Systa var einstök kona. Hún
mátti ekkert aumt sjá og var ákaf-
lega bóngóð. Heimili Systu og
Sveins Guðmundssonar var ætíð op-
ið vinum, vandamönnum og einnig
vandalausum. Þau voru ófá börnin
sem nutu þess að búa og njóta að-
hlynningar þessara heiðurshjóna.
Systa var mikill bóhem, naut þess
að lesa góðar bókmenntir. Til að
mynda var Halldór Laxness í sér-
stöku uppáhaldi og átti Systa það
oft til að vitna í Halldór. Það var í
raun eitt af einkennum Systu að
svara börnum sínum með tilvitn-
unum í stóru skáldin eða nota máls-
hætti og ljóðabrot sem svör við
spurningum.
Ljóðalestur var í sérstöku uppá-
haldi. Systa bókstaflega drakk ljóð-
in í sig og kunni hún ógrynni ljóða
utanbókar. Hún sagði mér það eitt
sinn að stundum vaknaði hún með
1-2 ljóðlínur í kollinum og væri ekki
í rónni uns hún fyndi hver væri höf-
undur og restina af ljóðinu.
Til ljóðarannsókna var fræg
bókahilla í stofu þeirra hjóna, með
safni ljóðabóka. Bókahilla þessi var
þeim göldrum gædd að oftar en
ekki komst Systa ekki fram hjá
henni, til að mynda við afþurrkun
án þess að tylla sér niður og gleyma
sér bróðurpart dagsins við ljóða-
lestur.
Systa hafði einnig mikið yndi af
því að fara í leikhús.
Systa og Sveinn ferðuðust mikið.
Eftir hans dag hélt Systa áfram að
ferðast, fyrst með góðri vinkonu
sinni Gunhild Bjarnason og síðar
með félagi eldri borgara í Mos-
fellsbæ.
Fjölskyldan var Systu allt. Hún
var ekki mikið fyrir að fara af bæ
en naut þess hins vegar að fá heim-
sóknir sinna nánustu. Um jól, páska
og á sprengidag bauð hún ávallt
stórfjölskyldunni til veislu og var þá
oft glatt á hjalla. Systa var mikið
jólabarn enda fædd á jóladag. Systa
föndraði jólaskraut og skreytti
heimili sitt þannig að sannkallað
jólahús varð til, barnabörnunum til
mikillar gleði. Ófá eru líka útsaum-
uðu jólakortin sem hún sendi okkur
fjölskyldunni, þau eru nú aðals-
merki jólanna á mínu heimili.
Systa var einstök hannyrðakona
og var þá sama hvort var prjóna-
skapur, útsaumur, klippilistaverk,
perlusaumur svo ekki sé talað um
postulínsmálun.
En um áttrætt hóf Systa að mála
á postulín og það af stakri snilld.
Liggja eftir hana hinir ýmsu munir
hjá öllu hennar fólki.
Í 15 ár bjó tengdamóðir mín á
neðri hæð húss okkar hjóna og fór
afskaplega vel á með okkur, kaffi-
sopi, sígaretta og spjall var dag-
legur viðburður. Barnabörnin voru
líka ávallt velkomin.
Síðustu fjögur árin dvaldi Systa
að hjúkrunarheimilinu Eir, þar sem
hún naut aðhlynningar frábærs
starfsliðs.
Elsku Systa, ég mun sakna sam-
ræðustundanna okkar og þinnar
djúpu visku.
Ég mun ætíð hugsa með hlýhug
og virðingu til þín sem og öll mín
fjölskylda.
Innilegar samúðarkveðjur til
barna Systu, maka þeirra, barna-
barna og barnabarnabarna.
Sá sem á vini
er umvafinn ástúð
og verndaður gegn
kaldranaleika heimsins
og einmanakenndinni.
(Pam Brown.)
Hvíl þú í friði um alla eilífð.
Þín tengdadóttir,
Bergrós Þorgrímsdóttir.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hún Systa mín er gengin á fund
feðra sinna, þreytt á veikindum og
vanmætti. Ég var aðeins níu ára
þegar ég kom til þeirra hjóna
Sveins og Systu að Bjargi í Mos-
fellssveit. Á Bjargi var alla tíð mjög
gestkvæmt enda þau hjón vinmörg
og alltaf tilbúin að gleðja og hjálpa
öðrum. Sumarið leið og litla vinnu-
konan fór úr vistinni upp í Ásgarð
til mömmu sinnar en Svenni keyrði
mig. Við fjósvegginn á Efra-Hvoli
tók hann mig í fang sitt – þakkaði
mér fyrir sumarið og rétti mér um
leið umslag með stærri seðli en ég
hafði augum litið.
Það var eins og Systa gæti gert
allt í einu, bakað, saumað, tekið til
og samt alltaf tilbúin að taka á móti
gestum og gangandi glöð í sinni.
Hún hafði lært hárgreiðslu og lokið
meistararéttindum í þeirri grein. Á
þeim tíma eignaðist hún Eirík sem
var hennar elsta barn og Sveinn
ættleiddi síðar. Ekki lék lánið við
þessa ungu fallegu konu – því
berklarnir tóku af henni völdin.
Guðríður móðir hennar tók barnið
að sér meðan hún var að ná heilsu.
Þegar legunni á Vífilsstöðum lauk
var búið að stofna Vinnuheimilið á
Reykjalundi og þangað fór Systa
með þeim fyrstu. Þar leit hún verð-
andi lífsförunaut sinn, Svein Guð-
mundsson garðyrkjubónda, fyrst
augum.
Þau hófu búskap sinn á Bjargi, í
tvíbýli við Þórð bróður Svenna og
Freyju konu hans. Systa unni heim-
ili sínu mjög og Svenni sá til þess að
alltaf væri nóg af blómum í kring-
um hana enda frúin með græna
fingur. Þegar fækkaði í húsinu lang-
aði húsfreyjuna til að breyta til og
vann hún nokkur ár í Kaupfélagi
Kjalarnesþings hjá Jóni mági sín-
um. Þar eignaðist hún fjölda félaga
og vina sem margir hverjir héldu
tryggð við hana svo árum skipti.
Hún var næm á fólk, félagslynd,
ákveðin og hreinskiptin. Nokkru
eftir að hún hætti að vinna fór hún
að starfa með „heldri borgurum“ í
sveitinni og þar naut hún sín vel og
sótti starfið eins og hún kallaði það
lengi vel eftir að hún var komin á
Eir. Ég nefndi græna fingur en þeir
voru líka fimir þótt kræklóttir væru
orðnir, því hún útbjó öll sín jóla- og
tækifæriskort í þrívídd og ávallt
fylgdi vísa með því hún var með ein-
dæmum ljóðelsk.
Meðan Sveinn eiginmaður hennar
lifði ferðust þau mikið og náðu að
heimsækja mörg lönd með karla-
kórum sem Sveinn söng í, enda
hafði hann einstaklega fallega ten-
órrödd. Ég minnist þess þegar hann
varð fertugur – þá kom að ég held
allur Karlakór Reykjavíkur að
Bjargi og þá var nú mikið sungið.
Hún ferðaðist einnig með félögum
sínum í „starfinu“ og þar var Svan-
hildur betri en enginn, því þá voru
fæturnir farnir að gefa sig.
Það reyndist henni erfitt að fara
frá Bjarginu sínu en hún fór þó ekki
langt til að byrja með heldur flutti
til Sveins sonar síns og tengdadótt-
ur í séríbúð sem þau höfðu útbúið
og léttu þau henni lífið á alla lund.
Börnin hennar öll, tengdabörn og
barnabörn voru alltaf velkomin. En
svo kom að því að hún varð að fara
vegna heilsunnar og flutti þá á Eir
þar sem henni leið eins vel og kosið
verður og langar mig til að þakka
öllu því góða fólki sem starfar á Eir
og létti henni lífið.
Systa hvílir í kirkjugarðinum á
Lágafelli, við hlið Sveins eigin-
manns síns og tveggja dóttursona
þeirra sem létust í frumbernsku.
Ég fylgi henni í huganum – með
hvíta dúfu á vinstri öxl og bið góðan
guð að geyma vinuna mína og
styrkja og styðja alla hennar af-
komendur.
Herdís Björnsdóttir (Dísa).
Þuríður Sigurjónsdótt-
ir (Systa)
✝ Sigrún Gunn-arsdóttir Nielsen
er látin. Hún fæddist í
Reykjavík 11. febrúar
1948 og lést í Dan-
mörku 26. október sl.
Foreldrar Sigrúnar
voru þau Björg Sig-
ríður Hermannsdóttir
og Gunnar Gíslason,
en þau eru bæði látin.
Systkini hennar
eru Hermann fjöl-
miðlamaður, Ragnar
blikksmiður og Kol-
brún húsmóðir.
Sigrún fór ung til
Danmerkur til náms
og kynntist þá fljót-
lega eftirlifandi eig-
inmanni sínum Jeppe
Nielsen. Þau voru gift
í 38 ár og eignuðust
tvö mannvænleg
börn, Gunnar og
Edith, sem bæði hafa
eignast tvö börn með
mökum sínum.
Útför Sigrúnar fór
fram frá Ramlöse-
kirkju 1. nóvember
síðastliðinn.
Ástkær og elskuleg systir mín er
dáin, eftir stutta en erfiða viðureign
við illvígan sjúkdóm, en hún barðist
hetjulega og hélt reisn sinni til
hinstu stundar. Sigrún var aðeins
14 mánuðum yngri en ég og urðum
við strax mjög náin og sterkur
strengur á milli okkar alla tíð, enda
var hún fyrirmynd mín á flestum
sviðum, stórkostleg persóna og
kærleiksblómið mesta í okkar fjöl-
skyldu. Þá var hún frábær móðir og
ástrík eiginkona, sem vildi alla tíð
gefa meira en þiggja.
Við fæddumst bæði á Bárugöt-
unni í Vesturbæ Reykjavíkur, en
móðir okkar vildi eiga börn sín
heima og þar ólumst við upp fyrstu
níu æviárin í líflegum félagsskap
barna á þessum slóðum. Við leidd-
umst í leikskólann og vildi ég
vernda hana og verja á alla vegu,
en síðar átti hún eftir að verða mitt
leiðarljós og leiðbeinandi. Við fórum
bæði í sveit í Haukadalinn í Dýra-
firði og varð sá staður og tími þar
okkur báðum mjög dýrmætur og þá
ekki síður hjónin Unnur og Valdi,
sem aldrei hverfa úr huga okkar
beggja. Síðar nutu yngri systkini
okkar kærleikans að Húsatúni.
Þau Sigrún og Jeppe bjuggu sér
fallegt heimili í Kaupmannahöfn og
síðar í glæsilegu einbýlishúsi í Hels-
inge og var það alla tíð opið vinum
og vandamönnum, enda voru þau
höfðingjar heim að sækja. Þau
hjónin voru ákaflega samrýnd og
lögðu mikla áherslu á samveru-
stundir fjölskyldunnar frá fyrstu
tíð. Skíðaferðir til Svíþjóðar og
ferðalög um Evrópu höfðu forgang,
jafnvel þótt þau stæðu í stórræðum
í húsnæðismálum, já fjöldskyldulífið
kom alltaf fyrst og svo naglarnir
síðar.
Aldrei gleymdi Sigrún uppruna
sínum og ræktaði fjölskylduböndin
hér á landi og kom oft í heimsóknir
til Íslands og gaman var að fylgjast
með því hversu mjög Jeppe og
börnin hrifust af landi og þjóð. Sig-
rún og Jeppe höfðu ákaflega
skemmtilega lífssýn og gildismati
þeirra var viðbrugðið á nánast öll-
um sviðum og væri vafalaust mörg-
um til eftirbreytni. Þau höfðu komið
sér vel fyrir í draumahúsi, áttu
stórverslun og þeim gekk allt í hag-
inn. En skömmu fyrir fimmtugs-
afmæli Sigrúnar, ákváðu þau að
selja allar eigur sínar, en tryggja þó
framtíðaröryggi. Þau gátu bæði
fengið aðra atvinnu, keyptu lítið
húsnæði og greiddu börnum sínum
fyrirfram arf, en þá voru þau bæði
að hefja búskap. „Þau hafa ekkert
við peninga að gera á fullorðins-
árum,“ sagði Sigrún þegar hún var
spurð um ástæður þessa og fullyrti
að nú þyrftu þau á stuðningi að
halda.
Þegar þau höfðu gengið frá öllu
þá héldu þau í heimsreisu, sem átti
að standa í þrjú ár og þau ætluðu
að dvelja þar sem þeim liði best
hverju sinni. Sigrún sagði mér að
hún hefði engan áhuga á því að
gera þetta á inniskóm á níræðis-
aldri, heldur njóta lífsins meðan
kostur væri. Sigrún var einstaklega
góðhjörtuð og gjafmild og á legstein
hennar í Ramlöse er letrað: Heims-
ins besta eiginkona og móðir og eru
það orð að sönnu í hjörtum þeirra,
sem til hennar þekktu og sannar-
lega var hún besta systir í heimi.
Ég veit að hún mun leiða okkur
systkinin, umvefja okkur hlýhug og
kærleika þegar við hittumst á ný.
Blessuð sé minning stórkostlegrar
systur, móður og eiginkonu.
Fyrir hönd okkar systkinanna,
Hermann Gunnarsson.
Sigrún Gunnarsdóttir
Nielsen
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Minningarathöfn um elskulegan eiginmann, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
TRAUSTA GUNNARSSON,
Eskihlíð 12b,
Reykjavík,
sem saknað er á Skáldabúðaheiði, fer fram frá
Háteigskirkju miðvikudaginn 17. desember
kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á
björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Guðrún Magnea Karlsdóttir,
Halldóra Traustadóttir, Friðþór Jakobsson,
Gunnar Traustason, Hélène Fouquet,
Anna Traustadóttir, Ófeigur Ingi Gylfason,
Gunnar Ingi, Sara, Alexander, Jakob, Fanney, Ísak, Harpa.